Enski boltinn

Sturridge: Ætlum að halda rónni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sterling fagnar marki sínu í dag.
Sterling fagnar marki sínu í dag. Vísir/Getty
Daniel Sturridge var hógvær í sjónvarpsviðtali eftir 5-1 sigur Liverpool á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Raheem Sterling var valinn maður leiksins en hann skoraði tvö marka Liverpool. Martin Skrtel skoraði einnig tvö mörk í dag.

„Við tökum bara einn leik fyrir í einu og pössum okkur á að verða ekki of spenntir,“ sagði Sturridge en hann skoraði fjórða mark Liverpool í dag. Þá voru rétt tæpar 20 mínútur liðnar af leiknum.

„Við gerðum það sem stjórinn vildi - lögðum hart að okkur. Fyrstu 20 mínúturnar voru ótrúlegar en þetta var sameiginlegt átak allra leikmanna. Við viljum vinna sem lið og ná þannig góðum úrslitum.“

„Öll vinna síðustu vikna hefur borgað sig. Hver einasti leikmaður hefur verið frábær síðustu vikurnar og þá sérstaklega í dag.“

„En það er annar leikur á miðvikudaginn og við ætlum að halda rónni,“ bætti Sturridge við en Liverpool mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudagskvöld.


Tengdar fréttir

Liverpool fór illa með toppliðið

Liverpool gerði út af við Arsenal með því að skora fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum í leik liðanna í dag en honum lauk með 5-1 sigri heimamanna á Anfield.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×