Textinn vísar í gróft heimilisofbeldi. 22. janúar 2014 20:00 Beyonce fékk eiginmann sinn Jay Z til að vinna með sér í laginu Drunk in Love, sem er að finna á fimmtu breiðskífu söngkonunnar, sem einnig heitir Beyonce. Lagið hefur átt góðu gengi að fagna, og klifrað hátt á vinsældalista, en ekki eru allir jafn ánægðir með framlag eiginmannsins. Bang Radio, útvarpsstöð í Bretlandi, tilkynnti í vikunni að þau myndu bara spila klippta útgáfu af laginu. Framkvæmdastýra fyrirtækisins, Jennifer Ogole, útskýrði að lína í texta sem Jay Z fer með hafi verið klippt út, þar sem henni finnst hún móðgandi. Í textanum segir: „Now eat the cake, Anna Mae / I said eat the cake, Anna Mae,“ sem vísar í línu úr kvikmyndinni What's Love Got to Do with It, þar sem Angela Bassett leikur söngkonuna Tinu Turner, sem er beitt ofbeldi af hendi unnusta síns, Ike Turner. Raunverulegt nafn Tinu Turner er Anna Mae Bullock, og í myndinni er hún á ofbeldisfullan máta neydd til þess að borða af kærasta sínum. „Textinn vísar í senu í kvikmynd sem sýnir gróft heimilisofbeldi. Við áskiljum okkur réttinn til að ýta ekki undir heimilisofbeldi gegn konum og ætlum því ekki að spila textann í heild sinni á Bang Radio,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Ogole. Hér að neðan má heyra lagið í heild sinni. Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Beyonce fékk eiginmann sinn Jay Z til að vinna með sér í laginu Drunk in Love, sem er að finna á fimmtu breiðskífu söngkonunnar, sem einnig heitir Beyonce. Lagið hefur átt góðu gengi að fagna, og klifrað hátt á vinsældalista, en ekki eru allir jafn ánægðir með framlag eiginmannsins. Bang Radio, útvarpsstöð í Bretlandi, tilkynnti í vikunni að þau myndu bara spila klippta útgáfu af laginu. Framkvæmdastýra fyrirtækisins, Jennifer Ogole, útskýrði að lína í texta sem Jay Z fer með hafi verið klippt út, þar sem henni finnst hún móðgandi. Í textanum segir: „Now eat the cake, Anna Mae / I said eat the cake, Anna Mae,“ sem vísar í línu úr kvikmyndinni What's Love Got to Do with It, þar sem Angela Bassett leikur söngkonuna Tinu Turner, sem er beitt ofbeldi af hendi unnusta síns, Ike Turner. Raunverulegt nafn Tinu Turner er Anna Mae Bullock, og í myndinni er hún á ofbeldisfullan máta neydd til þess að borða af kærasta sínum. „Textinn vísar í senu í kvikmynd sem sýnir gróft heimilisofbeldi. Við áskiljum okkur réttinn til að ýta ekki undir heimilisofbeldi gegn konum og ætlum því ekki að spila textann í heild sinni á Bang Radio,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Ogole. Hér að neðan má heyra lagið í heild sinni.
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“