Lífið

25 ára trompetleikari bæjarlistamaður Seltjarnarness

Ellý Ármanns skrifar

Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason, 25 ára, var útnefndur Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2014 við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarness síðastliðinn laugardag. Ari er átjándi Seltirningurinn til að hljóta nafnbótina og langyngstur til þessa.

Ari Bragi hefur frá unga aldri verið áberandi í tónlistarlífi bæjarins og skipar sér nú í raðir okkar fremstu tónlistarmanna. Fjölmenni fagnaði með listamanninum sem gaf út að hann ætlaði að setja svip sinn á bæjarlífið á árinu, enda ærið tilefni þar sem bærinn fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir. 

Þór Sigurgeirsson og María Björk Óskarsdóttir.
Foreldrarnir Kári Húnfjörð Einarsson og Ingunn Þorláksdóttir ásamt Ara Braga Kárasyni.
Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar Seltjarnarness og Soffía Karlsdóttir sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs Seltjarnarness.
Ingunn Þorláksdóttir og Sólveig Pétursdóttir.
Gylfi Gunnarsson og Gunnlaugur Ástgeirsson.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Ari Bragi Kárason, hinn nýkrýndi Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2014.
Aleksandra Babik og Fabienne Davidsson.
Baldur Pálsson og Aðalheiður Eggertsdóttir.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.