Formaður VR hvetur félagsmenn til að samþykkja kjarasamning og mælir með sveppasúpu Heimir Már Pétursson skrifar 9. janúar 2014 13:07 Nýgerðir kjarasamningar fara í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum á næstu dögum og vikum. Formaður VR segir að vel verði fylgst með verðlagsbreytingum hjá fyrirtækjum. Stjórn VR hvetur félagsmenn sína til að samþykkja nýgerðan kjarasamning. Formaður félagsins segir samninginn fela í sér tækifæri og fylgst verði grannt með því að fyrirtæki hækki ekki vöruverð. Nú hljóti allir að borða sveppasúpu eftir að Flúðasveppir tilkynntu að fyrirtækið ætlaði ekki að hækka verð á sinni vöru. Félagsmenn verkalýðsfélaganna sem skrifuðu undir skammtíma kjarasamning skömmu fyrir áramót greiða atkvæði um samninginn á næstu vikum. Á stjórnarfundi Verslunarmannafélags Reykjavíkur, VR, í gærkvöldi var samþykkt að skora á félagsmenn að samþykkja samninginn. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður félagsins segir mikilvægt að hafa í huga að hér sé um að ræða stuttan samning með nýjum vinnubrögðum. „Við lítum svo á að þessi samningur veiti okkur svigrúm til að undirbúa langtímasamning sem á að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og varanlegri kaupmáttaraukningu,“ segir Ólafía. Fimmtán fulltrúar sitja í stjórn VR og var ályktun félagsins í gærkvöldi samþykkt af fjórtán þeirra, en Ragnar Þór Ingólfsson greiddi einn atkvæði á móti. Hann hefur lýst því yfir að verðbólga þurrki út þá 2,8 prósenta almennu launahækkun sem felst í samningnum, en að auki fær fólk með mánaðarlaun undir 265 þúsund krónum tæplega tíu þúsund króna hækkun á laun sín. „Okkar verkefni er að sjá til þess að fyrirtæki og opinberir aðilar haldi aftur að sér í verðhækkunum. Ef það gengur ekki eftir þá er fyrsta rauða strikið í þessum samningi strax í febrúar,“ segir Ólafía. Ef markmiðið um 2,5 prósenta verðbólgu náist ekki verði erfið átök í haust þegar menn setjist að samningaborði um langtímasamning. Ólafía segir að vel verði fylgst með að fyrirtæki haldi aftur að verðhækkunum og opinberir aðilar í gjaldskrárhækkunum. „Svo er það einnig þannig að þessir samningar eru settir í atkvæðagreiðslu sem hefst núna 15. janúar. Félagsmaðurinn ræður endanlegum úrslitum um það hvernig þessi samningur fer,“ segir formaður VR. Þá feli þessi staða einnig í sér tækifæri fyrir þau fyrirtæki í landinu sem vilji stuðla að stöðugleika og auknum kaupmætti. „Flúðasveppir tóku þá ákvörðun í gær að lýsa því yfir að hækka ekki hjá sér. Og það var mjög áhugaverður fundur sem ég var á í morgun þar sem fundarmenn ræddu hvort ekki yrði sveppasúpa í matinn hjá þeim á næstu dögum. Þetta eru bara tækifæri sem fyrirtæki verða að líta til,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Stjórn VR hvetur félagsmenn sína til að samþykkja nýgerðan kjarasamning. Formaður félagsins segir samninginn fela í sér tækifæri og fylgst verði grannt með því að fyrirtæki hækki ekki vöruverð. Nú hljóti allir að borða sveppasúpu eftir að Flúðasveppir tilkynntu að fyrirtækið ætlaði ekki að hækka verð á sinni vöru. Félagsmenn verkalýðsfélaganna sem skrifuðu undir skammtíma kjarasamning skömmu fyrir áramót greiða atkvæði um samninginn á næstu vikum. Á stjórnarfundi Verslunarmannafélags Reykjavíkur, VR, í gærkvöldi var samþykkt að skora á félagsmenn að samþykkja samninginn. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður félagsins segir mikilvægt að hafa í huga að hér sé um að ræða stuttan samning með nýjum vinnubrögðum. „Við lítum svo á að þessi samningur veiti okkur svigrúm til að undirbúa langtímasamning sem á að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og varanlegri kaupmáttaraukningu,“ segir Ólafía. Fimmtán fulltrúar sitja í stjórn VR og var ályktun félagsins í gærkvöldi samþykkt af fjórtán þeirra, en Ragnar Þór Ingólfsson greiddi einn atkvæði á móti. Hann hefur lýst því yfir að verðbólga þurrki út þá 2,8 prósenta almennu launahækkun sem felst í samningnum, en að auki fær fólk með mánaðarlaun undir 265 þúsund krónum tæplega tíu þúsund króna hækkun á laun sín. „Okkar verkefni er að sjá til þess að fyrirtæki og opinberir aðilar haldi aftur að sér í verðhækkunum. Ef það gengur ekki eftir þá er fyrsta rauða strikið í þessum samningi strax í febrúar,“ segir Ólafía. Ef markmiðið um 2,5 prósenta verðbólgu náist ekki verði erfið átök í haust þegar menn setjist að samningaborði um langtímasamning. Ólafía segir að vel verði fylgst með að fyrirtæki haldi aftur að verðhækkunum og opinberir aðilar í gjaldskrárhækkunum. „Svo er það einnig þannig að þessir samningar eru settir í atkvæðagreiðslu sem hefst núna 15. janúar. Félagsmaðurinn ræður endanlegum úrslitum um það hvernig þessi samningur fer,“ segir formaður VR. Þá feli þessi staða einnig í sér tækifæri fyrir þau fyrirtæki í landinu sem vilji stuðla að stöðugleika og auknum kaupmætti. „Flúðasveppir tóku þá ákvörðun í gær að lýsa því yfir að hækka ekki hjá sér. Og það var mjög áhugaverður fundur sem ég var á í morgun þar sem fundarmenn ræddu hvort ekki yrði sveppasúpa í matinn hjá þeim á næstu dögum. Þetta eru bara tækifæri sem fyrirtæki verða að líta til,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira