Söngdívurnar sigruðu Þórður Ingi Jónsson skrifar 10. nóvember 2014 12:30 Kelela heillaði áhorfendur upp úr skónum. Kelela Húrra, 8. nóvember Þegar okkur bar að garði var Kelela stigin á svið á skemmtistaðnum Húrra en hún kemur frá borg englanna, Los Angeles. Kelela byrjaði tónleikana á nýrri útgáfu af laginu Floor Show af fyrstu plötu sinni Cut 4 Me, sem inniheldur ferskasta R&B sem er í gangi í dag. Á plötunni syngur Kelela yfir fútúríska takta eftir framsækna taktsmiði frá plötuútgáfunum Fade to Mind og Night Slugs; takta eftir tónlistarmenn eins og Nguzunguzu sem komu einnig fram á hátíðinni, Bok Bok, Kingdom og fleiri. Á þessum frábæru tónleikum tók Kelela lög af fyrstu plötu sinni ásamt nýju efni sem var sannur heiður að fá að tjútta við, meðal annars nýjan takt eftir AraabMuzik. Hún heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum ásamt sjálfri Björk sem var fremst á tónleikunum og leit út fyrir að skemmta sér frábærlega. Þarna voru líka samankomnar tvær alvöru söngdívur sem eru í fremstu röð framsýnnar tónlistar í heiminum í dag. Takk dömur! Kelelu til halds og trausts voru tveir plötusnúðar sem héldu uppi stuðinu.Þetta voru án efa bestu tónleikar sem ég sótti á hátíðinni í ár. Kelela syngur svo áreynslulaust og fallega en ásamt því að vera frábær lagahöfundur er hún ótrúleg söngkona með stórt raddsvið. Eitt það yndislegasta við þessa tónleika var að heyra hana syngja lagið Bank Head, sem var valið besta lag ársins 2013 af breska tímaritinu Dazed og það með réttu.Niðurstaða: Bestu tónleikarnir á hátíðinni. Stórkostleg tónlistarkona í alla staði. Airwaves Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Kelela Húrra, 8. nóvember Þegar okkur bar að garði var Kelela stigin á svið á skemmtistaðnum Húrra en hún kemur frá borg englanna, Los Angeles. Kelela byrjaði tónleikana á nýrri útgáfu af laginu Floor Show af fyrstu plötu sinni Cut 4 Me, sem inniheldur ferskasta R&B sem er í gangi í dag. Á plötunni syngur Kelela yfir fútúríska takta eftir framsækna taktsmiði frá plötuútgáfunum Fade to Mind og Night Slugs; takta eftir tónlistarmenn eins og Nguzunguzu sem komu einnig fram á hátíðinni, Bok Bok, Kingdom og fleiri. Á þessum frábæru tónleikum tók Kelela lög af fyrstu plötu sinni ásamt nýju efni sem var sannur heiður að fá að tjútta við, meðal annars nýjan takt eftir AraabMuzik. Hún heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum ásamt sjálfri Björk sem var fremst á tónleikunum og leit út fyrir að skemmta sér frábærlega. Þarna voru líka samankomnar tvær alvöru söngdívur sem eru í fremstu röð framsýnnar tónlistar í heiminum í dag. Takk dömur! Kelelu til halds og trausts voru tveir plötusnúðar sem héldu uppi stuðinu.Þetta voru án efa bestu tónleikar sem ég sótti á hátíðinni í ár. Kelela syngur svo áreynslulaust og fallega en ásamt því að vera frábær lagahöfundur er hún ótrúleg söngkona með stórt raddsvið. Eitt það yndislegasta við þessa tónleika var að heyra hana syngja lagið Bank Head, sem var valið besta lag ársins 2013 af breska tímaritinu Dazed og það með réttu.Niðurstaða: Bestu tónleikarnir á hátíðinni. Stórkostleg tónlistarkona í alla staði.
Airwaves Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira