Söngdívurnar sigruðu Þórður Ingi Jónsson skrifar 10. nóvember 2014 12:30 Kelela heillaði áhorfendur upp úr skónum. Kelela Húrra, 8. nóvember Þegar okkur bar að garði var Kelela stigin á svið á skemmtistaðnum Húrra en hún kemur frá borg englanna, Los Angeles. Kelela byrjaði tónleikana á nýrri útgáfu af laginu Floor Show af fyrstu plötu sinni Cut 4 Me, sem inniheldur ferskasta R&B sem er í gangi í dag. Á plötunni syngur Kelela yfir fútúríska takta eftir framsækna taktsmiði frá plötuútgáfunum Fade to Mind og Night Slugs; takta eftir tónlistarmenn eins og Nguzunguzu sem komu einnig fram á hátíðinni, Bok Bok, Kingdom og fleiri. Á þessum frábæru tónleikum tók Kelela lög af fyrstu plötu sinni ásamt nýju efni sem var sannur heiður að fá að tjútta við, meðal annars nýjan takt eftir AraabMuzik. Hún heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum ásamt sjálfri Björk sem var fremst á tónleikunum og leit út fyrir að skemmta sér frábærlega. Þarna voru líka samankomnar tvær alvöru söngdívur sem eru í fremstu röð framsýnnar tónlistar í heiminum í dag. Takk dömur! Kelelu til halds og trausts voru tveir plötusnúðar sem héldu uppi stuðinu.Þetta voru án efa bestu tónleikar sem ég sótti á hátíðinni í ár. Kelela syngur svo áreynslulaust og fallega en ásamt því að vera frábær lagahöfundur er hún ótrúleg söngkona með stórt raddsvið. Eitt það yndislegasta við þessa tónleika var að heyra hana syngja lagið Bank Head, sem var valið besta lag ársins 2013 af breska tímaritinu Dazed og það með réttu.Niðurstaða: Bestu tónleikarnir á hátíðinni. Stórkostleg tónlistarkona í alla staði. Airwaves Tónlist Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Kelela Húrra, 8. nóvember Þegar okkur bar að garði var Kelela stigin á svið á skemmtistaðnum Húrra en hún kemur frá borg englanna, Los Angeles. Kelela byrjaði tónleikana á nýrri útgáfu af laginu Floor Show af fyrstu plötu sinni Cut 4 Me, sem inniheldur ferskasta R&B sem er í gangi í dag. Á plötunni syngur Kelela yfir fútúríska takta eftir framsækna taktsmiði frá plötuútgáfunum Fade to Mind og Night Slugs; takta eftir tónlistarmenn eins og Nguzunguzu sem komu einnig fram á hátíðinni, Bok Bok, Kingdom og fleiri. Á þessum frábæru tónleikum tók Kelela lög af fyrstu plötu sinni ásamt nýju efni sem var sannur heiður að fá að tjútta við, meðal annars nýjan takt eftir AraabMuzik. Hún heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum ásamt sjálfri Björk sem var fremst á tónleikunum og leit út fyrir að skemmta sér frábærlega. Þarna voru líka samankomnar tvær alvöru söngdívur sem eru í fremstu röð framsýnnar tónlistar í heiminum í dag. Takk dömur! Kelelu til halds og trausts voru tveir plötusnúðar sem héldu uppi stuðinu.Þetta voru án efa bestu tónleikar sem ég sótti á hátíðinni í ár. Kelela syngur svo áreynslulaust og fallega en ásamt því að vera frábær lagahöfundur er hún ótrúleg söngkona með stórt raddsvið. Eitt það yndislegasta við þessa tónleika var að heyra hana syngja lagið Bank Head, sem var valið besta lag ársins 2013 af breska tímaritinu Dazed og það með réttu.Niðurstaða: Bestu tónleikarnir á hátíðinni. Stórkostleg tónlistarkona í alla staði.
Airwaves Tónlist Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira