Bakka hringveginn Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. júní 2014 10:00 Gunnar Hansson er höfundur kvikmyndarinnar BAKK en hann leikstýrir myndinni og leikur einnig eitt aðalhlutverkið. vísir/stefán „Ég er að búa mér til skemmtilegasta verkefni sem ég gæti mögulega búið mér til, ég er bíladellukall og hef gengið með þessa hugmynd í um tólf ár,“ segir leikarinn Gunnar Hansson en hann er höfundur og leikstýrir nýrri íslenskri kvikmynd ásamt Davíð Óskari Ólafssyni. Myndin ber titilinn Bakk. Ásamt því að leikstýra myndinni leikur Gunnar einnig eitt aðalhlutverkanna en auk hans leika Víkingur Kristjánsson og Saga Garðarsdóttir einnig í myndinni. „Eins og ég segi þá hef ég gengið með þessa hugmynd í um tólf ár en þetta fór svo á flug þegar Davíð Óskar og Árni Filippusson hjá Mystery komu inn í þetta, þá fór þetta að gerast,“ bætir Gunnar við. Framleiðslufyrirtækið Mystery hefur unnið að gerð fjölda vinsælla kvikmynda og má nefna Málmhaus, Sveitabrúðkaup og Á annan veg, svo nokkrar séu nefndar. Myndin, sem er gamanmynd, fer í tökur í ágústmánuði og fara tökur fram víðs vegar um landið. „Myndin fjallar um tvo æskuvini sem ákveða að bakka hringinn í kringum landið. Að keyra aftur á bak á fimmtán til tuttugu kílómetra hraða er ekki alveg það auðveldasta en við erum að fara að gera þetta,“ segir Davíð Óskar.Davíð Óskar ÓlafssonÞetta er þó ekki í fyrsta sinn sem einhverjum dettur í hug að bakka hringinn í kringum landið. „Árið 1981 bakkaði Hallgrímur Marinósson hringinn í kringum landið, þetta var fyrsta landssöfnun einstaklings fyrir góðan málstað, hann gerði þetta einn í ævintýramennsku. Helsti munurinn á honum og persónum myndarinnar er að þær fara vanhugsað út í þetta og lenda í veseni. Hallgrímur var aftur á móti betur undirbúinn og notaði meðal annars stóra spegla,“ útskýrir Gunnar. Ekki liggur fyrir hvernig bíll verður notaður í myndinni en það verður að minnsta kosti mikið álag á honum. „Við erum enn að velta þessu fyrir okkur, bíllinn leikur allavega stórt hlutverk,“ bætir Gunnar við. Gert er ráð fyrir að myndin verði tilbúin á næsta ári, í kringum páskaleytið. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Ég er að búa mér til skemmtilegasta verkefni sem ég gæti mögulega búið mér til, ég er bíladellukall og hef gengið með þessa hugmynd í um tólf ár,“ segir leikarinn Gunnar Hansson en hann er höfundur og leikstýrir nýrri íslenskri kvikmynd ásamt Davíð Óskari Ólafssyni. Myndin ber titilinn Bakk. Ásamt því að leikstýra myndinni leikur Gunnar einnig eitt aðalhlutverkanna en auk hans leika Víkingur Kristjánsson og Saga Garðarsdóttir einnig í myndinni. „Eins og ég segi þá hef ég gengið með þessa hugmynd í um tólf ár en þetta fór svo á flug þegar Davíð Óskar og Árni Filippusson hjá Mystery komu inn í þetta, þá fór þetta að gerast,“ bætir Gunnar við. Framleiðslufyrirtækið Mystery hefur unnið að gerð fjölda vinsælla kvikmynda og má nefna Málmhaus, Sveitabrúðkaup og Á annan veg, svo nokkrar séu nefndar. Myndin, sem er gamanmynd, fer í tökur í ágústmánuði og fara tökur fram víðs vegar um landið. „Myndin fjallar um tvo æskuvini sem ákveða að bakka hringinn í kringum landið. Að keyra aftur á bak á fimmtán til tuttugu kílómetra hraða er ekki alveg það auðveldasta en við erum að fara að gera þetta,“ segir Davíð Óskar.Davíð Óskar ÓlafssonÞetta er þó ekki í fyrsta sinn sem einhverjum dettur í hug að bakka hringinn í kringum landið. „Árið 1981 bakkaði Hallgrímur Marinósson hringinn í kringum landið, þetta var fyrsta landssöfnun einstaklings fyrir góðan málstað, hann gerði þetta einn í ævintýramennsku. Helsti munurinn á honum og persónum myndarinnar er að þær fara vanhugsað út í þetta og lenda í veseni. Hallgrímur var aftur á móti betur undirbúinn og notaði meðal annars stóra spegla,“ útskýrir Gunnar. Ekki liggur fyrir hvernig bíll verður notaður í myndinni en það verður að minnsta kosti mikið álag á honum. „Við erum enn að velta þessu fyrir okkur, bíllinn leikur allavega stórt hlutverk,“ bætir Gunnar við. Gert er ráð fyrir að myndin verði tilbúin á næsta ári, í kringum páskaleytið.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira