Bakka hringveginn Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. júní 2014 10:00 Gunnar Hansson er höfundur kvikmyndarinnar BAKK en hann leikstýrir myndinni og leikur einnig eitt aðalhlutverkið. vísir/stefán „Ég er að búa mér til skemmtilegasta verkefni sem ég gæti mögulega búið mér til, ég er bíladellukall og hef gengið með þessa hugmynd í um tólf ár,“ segir leikarinn Gunnar Hansson en hann er höfundur og leikstýrir nýrri íslenskri kvikmynd ásamt Davíð Óskari Ólafssyni. Myndin ber titilinn Bakk. Ásamt því að leikstýra myndinni leikur Gunnar einnig eitt aðalhlutverkanna en auk hans leika Víkingur Kristjánsson og Saga Garðarsdóttir einnig í myndinni. „Eins og ég segi þá hef ég gengið með þessa hugmynd í um tólf ár en þetta fór svo á flug þegar Davíð Óskar og Árni Filippusson hjá Mystery komu inn í þetta, þá fór þetta að gerast,“ bætir Gunnar við. Framleiðslufyrirtækið Mystery hefur unnið að gerð fjölda vinsælla kvikmynda og má nefna Málmhaus, Sveitabrúðkaup og Á annan veg, svo nokkrar séu nefndar. Myndin, sem er gamanmynd, fer í tökur í ágústmánuði og fara tökur fram víðs vegar um landið. „Myndin fjallar um tvo æskuvini sem ákveða að bakka hringinn í kringum landið. Að keyra aftur á bak á fimmtán til tuttugu kílómetra hraða er ekki alveg það auðveldasta en við erum að fara að gera þetta,“ segir Davíð Óskar.Davíð Óskar ÓlafssonÞetta er þó ekki í fyrsta sinn sem einhverjum dettur í hug að bakka hringinn í kringum landið. „Árið 1981 bakkaði Hallgrímur Marinósson hringinn í kringum landið, þetta var fyrsta landssöfnun einstaklings fyrir góðan málstað, hann gerði þetta einn í ævintýramennsku. Helsti munurinn á honum og persónum myndarinnar er að þær fara vanhugsað út í þetta og lenda í veseni. Hallgrímur var aftur á móti betur undirbúinn og notaði meðal annars stóra spegla,“ útskýrir Gunnar. Ekki liggur fyrir hvernig bíll verður notaður í myndinni en það verður að minnsta kosti mikið álag á honum. „Við erum enn að velta þessu fyrir okkur, bíllinn leikur allavega stórt hlutverk,“ bætir Gunnar við. Gert er ráð fyrir að myndin verði tilbúin á næsta ári, í kringum páskaleytið. Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
„Ég er að búa mér til skemmtilegasta verkefni sem ég gæti mögulega búið mér til, ég er bíladellukall og hef gengið með þessa hugmynd í um tólf ár,“ segir leikarinn Gunnar Hansson en hann er höfundur og leikstýrir nýrri íslenskri kvikmynd ásamt Davíð Óskari Ólafssyni. Myndin ber titilinn Bakk. Ásamt því að leikstýra myndinni leikur Gunnar einnig eitt aðalhlutverkanna en auk hans leika Víkingur Kristjánsson og Saga Garðarsdóttir einnig í myndinni. „Eins og ég segi þá hef ég gengið með þessa hugmynd í um tólf ár en þetta fór svo á flug þegar Davíð Óskar og Árni Filippusson hjá Mystery komu inn í þetta, þá fór þetta að gerast,“ bætir Gunnar við. Framleiðslufyrirtækið Mystery hefur unnið að gerð fjölda vinsælla kvikmynda og má nefna Málmhaus, Sveitabrúðkaup og Á annan veg, svo nokkrar séu nefndar. Myndin, sem er gamanmynd, fer í tökur í ágústmánuði og fara tökur fram víðs vegar um landið. „Myndin fjallar um tvo æskuvini sem ákveða að bakka hringinn í kringum landið. Að keyra aftur á bak á fimmtán til tuttugu kílómetra hraða er ekki alveg það auðveldasta en við erum að fara að gera þetta,“ segir Davíð Óskar.Davíð Óskar ÓlafssonÞetta er þó ekki í fyrsta sinn sem einhverjum dettur í hug að bakka hringinn í kringum landið. „Árið 1981 bakkaði Hallgrímur Marinósson hringinn í kringum landið, þetta var fyrsta landssöfnun einstaklings fyrir góðan málstað, hann gerði þetta einn í ævintýramennsku. Helsti munurinn á honum og persónum myndarinnar er að þær fara vanhugsað út í þetta og lenda í veseni. Hallgrímur var aftur á móti betur undirbúinn og notaði meðal annars stóra spegla,“ útskýrir Gunnar. Ekki liggur fyrir hvernig bíll verður notaður í myndinni en það verður að minnsta kosti mikið álag á honum. „Við erum enn að velta þessu fyrir okkur, bíllinn leikur allavega stórt hlutverk,“ bætir Gunnar við. Gert er ráð fyrir að myndin verði tilbúin á næsta ári, í kringum páskaleytið.
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“