Meirihlutinn íhugar að hætta við leikskólaniðurskurð Haraldur Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 Leikskólabörn á Kirkjubóli. Meðlimir foreldraráðs leikskólans Sunnuborgar í Reykjavík hafa að undanförnu fullyrt í fjölmiðlum að maturinn sem börn í leikskólum borgarinnar fá uppfylli ekki opinber manneldismarkmið. Vísir/Pjetur Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segir meirihlutann í borginni íhuga að falla frá lækkun á framlögum til hráefniskaupa mötuneyta leikskóla Reykjavíkur. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir áform meirihlutans um að lækka framlögin um 7,5 prósent á næsta ári.Kjartan Magnússon„Þarna hefur verið heldur naumt skammtað síðustu árin og það hafa komið fram mjög vel rökstuddar athugasemdir, bæði frá leikskólastjórum í borginni og foreldrum, um að þessi sparnaður hafi komið niður á börnunum okkar og að maturinn uppfylli ekki lengur opinber manneldismarkmið,“ segir Kjartan. Fulltrúar flokksins í borgarráði lögðu í gær fram breytingartillögu við frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015. Í tillögunni er lagt til að framlög til hráefniskaupa í mötuneytum leikskóla verði ekki skert heldur hækkuð um 3,4 prósent eða rúmar 16 milljónir króna. „Áætlunin gerir ráð fyrir 7,5 prósenta skerðingu á þessum 480 milljónum sem fara í hráefniskaup. Ef við tökum tillit til verðlagsforsenda þá er þetta hins vegar þannig að hver leikskólastjóri hefði þá um 11 prósentum minna en hann hefur núna,“ segir Kjartan.Sóley TómasdóttirSóley Tómasdóttir segist hafa talsverða samúð með tillögu Sjálfstæðisflokksins. „Við höfum talað um að leggja fram breytingartillögu varðandi þetta mál en erum ekki búin að útfæra það alveg. Við ætlum að skoða hvort það sé ekki hægt að koma til móts við þá gagnrýni sem við höfum sætt vegna þessa og það er almennur skilningur fyrir því innan meirihlutans,“ segir Sóley. Hún segir að allar breytingatillögur verði lagðar fram við seinni umræðu borgarráðs um fjárhagsáætlunina á fimmtudaginn næstkomandi. Áætlunin verði svo endanlega afgreidd fimm dögum síðar. „Þetta mun því allt liggja fyrir fljótlega,“ segir Sóley. Í fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata er gert ráð fyrir að 7,5 prósenta lækkuninni verði mætt með öðrum aðgerðum sem eiga að gera leikskólunum kleift að kaupa mat og hráefni á lægra verði. Kjartan segir þá hagræðingu ekki í hendi. „Sú hagræðing, sem vonandi næst, á aftur á móti að fara til leikskólastjóranna svo þeir geti bætt hráefnið enn frekar svo maturinn í leikskólunum fullnægi opinberum manneldismarkmiðum.“ Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira
Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segir meirihlutann í borginni íhuga að falla frá lækkun á framlögum til hráefniskaupa mötuneyta leikskóla Reykjavíkur. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir áform meirihlutans um að lækka framlögin um 7,5 prósent á næsta ári.Kjartan Magnússon„Þarna hefur verið heldur naumt skammtað síðustu árin og það hafa komið fram mjög vel rökstuddar athugasemdir, bæði frá leikskólastjórum í borginni og foreldrum, um að þessi sparnaður hafi komið niður á börnunum okkar og að maturinn uppfylli ekki lengur opinber manneldismarkmið,“ segir Kjartan. Fulltrúar flokksins í borgarráði lögðu í gær fram breytingartillögu við frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015. Í tillögunni er lagt til að framlög til hráefniskaupa í mötuneytum leikskóla verði ekki skert heldur hækkuð um 3,4 prósent eða rúmar 16 milljónir króna. „Áætlunin gerir ráð fyrir 7,5 prósenta skerðingu á þessum 480 milljónum sem fara í hráefniskaup. Ef við tökum tillit til verðlagsforsenda þá er þetta hins vegar þannig að hver leikskólastjóri hefði þá um 11 prósentum minna en hann hefur núna,“ segir Kjartan.Sóley TómasdóttirSóley Tómasdóttir segist hafa talsverða samúð með tillögu Sjálfstæðisflokksins. „Við höfum talað um að leggja fram breytingartillögu varðandi þetta mál en erum ekki búin að útfæra það alveg. Við ætlum að skoða hvort það sé ekki hægt að koma til móts við þá gagnrýni sem við höfum sætt vegna þessa og það er almennur skilningur fyrir því innan meirihlutans,“ segir Sóley. Hún segir að allar breytingatillögur verði lagðar fram við seinni umræðu borgarráðs um fjárhagsáætlunina á fimmtudaginn næstkomandi. Áætlunin verði svo endanlega afgreidd fimm dögum síðar. „Þetta mun því allt liggja fyrir fljótlega,“ segir Sóley. Í fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata er gert ráð fyrir að 7,5 prósenta lækkuninni verði mætt með öðrum aðgerðum sem eiga að gera leikskólunum kleift að kaupa mat og hráefni á lægra verði. Kjartan segir þá hagræðingu ekki í hendi. „Sú hagræðing, sem vonandi næst, á aftur á móti að fara til leikskólastjóranna svo þeir geti bætt hráefnið enn frekar svo maturinn í leikskólunum fullnægi opinberum manneldismarkmiðum.“
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira