Sambland af jarðfræði, sögu og kveðskap Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. mars 2014 10:00 Margir jarðfræðingar hafa blandað saman sínum fræðum og sögu þjóðarinnar,“ segir Árni. Fréttablaðið/Daníel Kvæðið Hallmundarkviða er talið lýsa eldgosi og hraunrennsli og undrun landnámsmanna á slíkum fyrirbærum. Árni Hjartarson jarðfræðingur segir að frá náttúrufræðilegu sjónarmiði sé kviðan einn merkilegasti texti fornritanna og ætlar að halda hádegiserindi um hana í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í dag. Þar setur hann fram kenningar um tímasetningu eldsumbrotanna, áhrif þeirra á byggðir og bú og um aldur kvæðisins. „Hallmundarkviða hefur verið talin ort á 12. til 13. öld en það kemur í ljós þegar farið er að skoða hana nánar að hún er mun eldri. Mín kenning er sú að hún sé frá 10. öld,“ segir Árni sem giskar á að kvæðið hafi varðveist í munnlegri geymd í tvær til þrjár aldir áður en það var skráð. „Kvæðið endurspeglar reynslu landnámsmanna af jarðeldum. Þegar þeir komu til Íslands frá Skandinavíu og Bretlandseyjum þekktu þeir ekki eldgos, nema hugsanlega af sögusögnum sunnan úr heimi. Þeir höfðu aldrei upplifað slíkt. En strax á landnámsöld verða þeir vitni að eldgosum og og velta fyrir sér hvaða reginöfl valdi þeim og telja ljóst að það séu jötnar og æsir sem þar takist á.“ Nokkur ár eru síðan fræðimenn tóku að velta fyrir sér tengslum Hallmundarkviðu og Hallmundarhrauns, að sögn Árna. „Fram að því var haldið að Hallmundarhraun hefði runnið fyrir landnám en þegar gerðar voru rannsóknir á öskulögum þar þóttust menn sjá að það væri runnið á landnámstíð. Þá fór menn að gruna að tengsl væru milli kvæðisins og eldgossins.“ Árni segir þetta fráleitt í fyrsta sinn sem jarðfræði og kveðskapur sé sett í samhengi. „Margir jarðfræðingar hafa blandað saman sínum fræðum og sögu þjóðarinnar,“ segir hann og nefnir Sigurð Þórarinsson og Guðrúnu Larsen og öskulagarannsóknir þeirra sem dæmi. Höfundur Hallmundarkviðu hefur verið óþekktur hingað til en Árni kveðst ætla að upplýsa skoðanir sínar á því leyndarmáli í fyrirlestrinum í dag. Ókeypis er inn og allir velkomnir. Menning Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Kvæðið Hallmundarkviða er talið lýsa eldgosi og hraunrennsli og undrun landnámsmanna á slíkum fyrirbærum. Árni Hjartarson jarðfræðingur segir að frá náttúrufræðilegu sjónarmiði sé kviðan einn merkilegasti texti fornritanna og ætlar að halda hádegiserindi um hana í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í dag. Þar setur hann fram kenningar um tímasetningu eldsumbrotanna, áhrif þeirra á byggðir og bú og um aldur kvæðisins. „Hallmundarkviða hefur verið talin ort á 12. til 13. öld en það kemur í ljós þegar farið er að skoða hana nánar að hún er mun eldri. Mín kenning er sú að hún sé frá 10. öld,“ segir Árni sem giskar á að kvæðið hafi varðveist í munnlegri geymd í tvær til þrjár aldir áður en það var skráð. „Kvæðið endurspeglar reynslu landnámsmanna af jarðeldum. Þegar þeir komu til Íslands frá Skandinavíu og Bretlandseyjum þekktu þeir ekki eldgos, nema hugsanlega af sögusögnum sunnan úr heimi. Þeir höfðu aldrei upplifað slíkt. En strax á landnámsöld verða þeir vitni að eldgosum og og velta fyrir sér hvaða reginöfl valdi þeim og telja ljóst að það séu jötnar og æsir sem þar takist á.“ Nokkur ár eru síðan fræðimenn tóku að velta fyrir sér tengslum Hallmundarkviðu og Hallmundarhrauns, að sögn Árna. „Fram að því var haldið að Hallmundarhraun hefði runnið fyrir landnám en þegar gerðar voru rannsóknir á öskulögum þar þóttust menn sjá að það væri runnið á landnámstíð. Þá fór menn að gruna að tengsl væru milli kvæðisins og eldgossins.“ Árni segir þetta fráleitt í fyrsta sinn sem jarðfræði og kveðskapur sé sett í samhengi. „Margir jarðfræðingar hafa blandað saman sínum fræðum og sögu þjóðarinnar,“ segir hann og nefnir Sigurð Þórarinsson og Guðrúnu Larsen og öskulagarannsóknir þeirra sem dæmi. Höfundur Hallmundarkviðu hefur verið óþekktur hingað til en Árni kveðst ætla að upplýsa skoðanir sínar á því leyndarmáli í fyrirlestrinum í dag. Ókeypis er inn og allir velkomnir.
Menning Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“