Íslensk stuttmynd á virta bandaríska kvikmyndahátíð Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. janúar 2014 08:00 Ugla Hauksdóttir. „Þetta kom virkilega á óvart, og að komast inn á svona stóra hátíð svona snemma hefur mikla merkingu fyrir okkur þar sem það gefur manni von um að maður sé á réttri braut,“ segir kvikmyndagerðarkonan Ugla Hauksdóttir. Stuttmynd hennar Milk and Blood komst fyrir skömmu inn á eina stærstu kvikmyndahátíð Bandaríkjanna, Slamdance. Markus Englmair leikstýrði myndinni og skrifuðu þau Ugla handritið saman. „Við Markus skrifuðum handritið saman en ég framleiddi líka og var tökumaður, en hann leikstýrði.“ Bæði eru þau á öðru ári í MFA-námi við Columbia University og læra þar leikstjórn og handritsskrif. Milk and Blood fjallar um tvo mjólkurbændur, föður og son, sem líkar ekki vel hvorum við annan. Þegar mjólkurframleiðslan fer einn daginn forgörðum fer allt í háaloft og víkingaeðli feðganna tekur völdin. Myndin er tekin upp á Íslandi. „Markus Englmair sem er frá Austurríki var virkilega spenntur að skjóta myndina á Íslandi jafnvel þótt hann tali ekki tungumálið. Hann sá bæði tækifæri í að nota íslenska náttúru og eins hefur hann áhuga á íslenskri menningu. Það kom honum á óvart hvað ungt kvikmyndagerðarfólk hér heima vinnur faglega. Hann vonast til að myndin hjálpi til við að sýna hæfileika íslenskra leikara en Hannes Óli Ágústsson, Guðmundur Ólafsson og Kjartan Bjargmundsson voru í aðalhlutverkum,“ útskýrir Ugla.Að komast á slíka hátíð hlýtur að hafa í för með sér aukin tækifæri? „Við vonumst til að kynnast fleira fólki í bransanum sem kannski hefur áhuga á samstarfi í framtíðinni. Við erum náttúrulega að vinna okkur upp í að gera kvikmyndir í fullri lengd og þetta er góð byrjun.“ Nokkur þúsund myndir eru sendar inn á Slamdance en myndin Milk and Blood var ein af þrjátíu í flokki svonefndra örsögumynda (e. narrative shorts) sem voru valdar. „Síðan þá hafa nokkrar aðrar hátíðir haft samband við okkur þannig að við vonum bara að myndinni gangi vel áfram. En auðvitað stefnum við líka á að koma myndinni í sýningu hér heima.“ Ugla hefur verið búsett í New York í níu ár og er draumur hennar að vinna bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. „Bæði lönd hafa margt spennandi en ólíkt upp á að bjóða,“ bætir hún við. Sem stendur er hún að vinna að tveimur handritum í fullri lengd sem hún vonast til að leikstýra á næstu árum. „Þangað til held ég áfram að skrifa og leikstýra stuttmyndum og reyna fyrir mér á kvikmyndahátíðum úti í heimi.“ Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
„Þetta kom virkilega á óvart, og að komast inn á svona stóra hátíð svona snemma hefur mikla merkingu fyrir okkur þar sem það gefur manni von um að maður sé á réttri braut,“ segir kvikmyndagerðarkonan Ugla Hauksdóttir. Stuttmynd hennar Milk and Blood komst fyrir skömmu inn á eina stærstu kvikmyndahátíð Bandaríkjanna, Slamdance. Markus Englmair leikstýrði myndinni og skrifuðu þau Ugla handritið saman. „Við Markus skrifuðum handritið saman en ég framleiddi líka og var tökumaður, en hann leikstýrði.“ Bæði eru þau á öðru ári í MFA-námi við Columbia University og læra þar leikstjórn og handritsskrif. Milk and Blood fjallar um tvo mjólkurbændur, föður og son, sem líkar ekki vel hvorum við annan. Þegar mjólkurframleiðslan fer einn daginn forgörðum fer allt í háaloft og víkingaeðli feðganna tekur völdin. Myndin er tekin upp á Íslandi. „Markus Englmair sem er frá Austurríki var virkilega spenntur að skjóta myndina á Íslandi jafnvel þótt hann tali ekki tungumálið. Hann sá bæði tækifæri í að nota íslenska náttúru og eins hefur hann áhuga á íslenskri menningu. Það kom honum á óvart hvað ungt kvikmyndagerðarfólk hér heima vinnur faglega. Hann vonast til að myndin hjálpi til við að sýna hæfileika íslenskra leikara en Hannes Óli Ágústsson, Guðmundur Ólafsson og Kjartan Bjargmundsson voru í aðalhlutverkum,“ útskýrir Ugla.Að komast á slíka hátíð hlýtur að hafa í för með sér aukin tækifæri? „Við vonumst til að kynnast fleira fólki í bransanum sem kannski hefur áhuga á samstarfi í framtíðinni. Við erum náttúrulega að vinna okkur upp í að gera kvikmyndir í fullri lengd og þetta er góð byrjun.“ Nokkur þúsund myndir eru sendar inn á Slamdance en myndin Milk and Blood var ein af þrjátíu í flokki svonefndra örsögumynda (e. narrative shorts) sem voru valdar. „Síðan þá hafa nokkrar aðrar hátíðir haft samband við okkur þannig að við vonum bara að myndinni gangi vel áfram. En auðvitað stefnum við líka á að koma myndinni í sýningu hér heima.“ Ugla hefur verið búsett í New York í níu ár og er draumur hennar að vinna bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. „Bæði lönd hafa margt spennandi en ólíkt upp á að bjóða,“ bætir hún við. Sem stendur er hún að vinna að tveimur handritum í fullri lengd sem hún vonast til að leikstýra á næstu árum. „Þangað til held ég áfram að skrifa og leikstýra stuttmyndum og reyna fyrir mér á kvikmyndahátíðum úti í heimi.“
Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira