Fyrr skal ég dauður liggja en Holden yfirgefi Bolton Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2014 17:49 Holden meiddist aftur í landsleik í sumar. Vísir/Getty Stuart Holden, Bandaríkjamaðurin í liði Bolton í ensku B-deildinni, er að stimpla sig inn sem einn af óheppnustu knattspyrnumönnum heims þegar kemur að meiðslum og fjarveru vegna þeirra. Þessi 28 ára gamli leikmaður hefur aðeins spilað fimm leiki fyrir Bolton á síðustu þremur árum en í mars 2011 tæklaði Jonny Evans, leikmaður Manchester United, Holden svo hressilega að Bandaríkjamaðurinn meiddist illa á hné. Holden var lengi frá vegna meiðslanna en leyfði aðdáendum sínum að fylgjast með hverju einasta skrefi í endurhæfingunni í gegnum Twitter. Holden er gríðarlega vinsæll hjá Bolton og á marga aðdáendur um allan heim en hann þykir með ljúfari mönnum í boltanum. Hann sneri fyrst aftur vegna hnémeiðslanna í september 2011 en sú endurkoma entist aðeins í einn leik. Aftur var hann frá vegna meiðsla fram á sumar 2012 en þá sleit hann krossband í landsleik í júlí það sama ár. Holden spilaði leik fyrir U21 árs lið Bolton á mánudagskvöldið sem var fyrsti leikur hans síðan síðasta sumar þegar hann meiddist aftur í landsleik. Greyið pilturinn haltraði af velli eftir 23 mínútur og hélt um hægra hnéð. Ekki góðs viti. „Þetta eru vonbrigði fyrir okkur alla. Við vitum ekki nákvæmlega hvað er að en við höldum þetta séu sömu meiðslin. Hann hittir sérfræðing næsta mánudag,“ sagði Dougie Freedman, knattspyrnustjóri Bolton, í dag. Samningur Holdens rennur út í sumar en Freedman ætlar ekki að kasta Bandaríkjamanninum fyrir borð. Snúi hann aftur á knattspyrnuvöllinn mun hann spila fyrir Bolton. „Ég vil gera það öllum ljóst að Stuart Holden verður áfram hjá Bolton í einhverri mynd. Fyrr skal ég dauður liggja en hann yfirgefi félagið. Hann er einstakur strákur og frábær sendiherra fyrir félagið. Maður hefur ekkert að gera við menn sem hrifsa bara til sín. Ekki einu sinni hefur hann talað við mig um samningsmál sín eða meiðslin. Hann talar bara um hvernig við getum bætt okkur sem lið, gert ungu strákana betri og unnið leiki. Svona menn vil ég hafa í kringum mig,“ sagði Dougie Freedman. Enski boltinn Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira
Stuart Holden, Bandaríkjamaðurin í liði Bolton í ensku B-deildinni, er að stimpla sig inn sem einn af óheppnustu knattspyrnumönnum heims þegar kemur að meiðslum og fjarveru vegna þeirra. Þessi 28 ára gamli leikmaður hefur aðeins spilað fimm leiki fyrir Bolton á síðustu þremur árum en í mars 2011 tæklaði Jonny Evans, leikmaður Manchester United, Holden svo hressilega að Bandaríkjamaðurinn meiddist illa á hné. Holden var lengi frá vegna meiðslanna en leyfði aðdáendum sínum að fylgjast með hverju einasta skrefi í endurhæfingunni í gegnum Twitter. Holden er gríðarlega vinsæll hjá Bolton og á marga aðdáendur um allan heim en hann þykir með ljúfari mönnum í boltanum. Hann sneri fyrst aftur vegna hnémeiðslanna í september 2011 en sú endurkoma entist aðeins í einn leik. Aftur var hann frá vegna meiðsla fram á sumar 2012 en þá sleit hann krossband í landsleik í júlí það sama ár. Holden spilaði leik fyrir U21 árs lið Bolton á mánudagskvöldið sem var fyrsti leikur hans síðan síðasta sumar þegar hann meiddist aftur í landsleik. Greyið pilturinn haltraði af velli eftir 23 mínútur og hélt um hægra hnéð. Ekki góðs viti. „Þetta eru vonbrigði fyrir okkur alla. Við vitum ekki nákvæmlega hvað er að en við höldum þetta séu sömu meiðslin. Hann hittir sérfræðing næsta mánudag,“ sagði Dougie Freedman, knattspyrnustjóri Bolton, í dag. Samningur Holdens rennur út í sumar en Freedman ætlar ekki að kasta Bandaríkjamanninum fyrir borð. Snúi hann aftur á knattspyrnuvöllinn mun hann spila fyrir Bolton. „Ég vil gera það öllum ljóst að Stuart Holden verður áfram hjá Bolton í einhverri mynd. Fyrr skal ég dauður liggja en hann yfirgefi félagið. Hann er einstakur strákur og frábær sendiherra fyrir félagið. Maður hefur ekkert að gera við menn sem hrifsa bara til sín. Ekki einu sinni hefur hann talað við mig um samningsmál sín eða meiðslin. Hann talar bara um hvernig við getum bætt okkur sem lið, gert ungu strákana betri og unnið leiki. Svona menn vil ég hafa í kringum mig,“ sagði Dougie Freedman.
Enski boltinn Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira