Fær að leika sér með stóru krökkunum Álfrún Pálsdóttir skrifar 25. mars 2014 15:00 Ólafur Arnalds stefnir á rauða dregilinn í London þann 28. apríl þar sem Bafta-verðlaunin verða afhent. „Ég skildi ekkert af hverju framleiðendur þáttanna voru alltaf að hringja í mig eldsnemma í morgun og skellti bara á enda sofandi. Svo loksins þegar ég vaknaði fór ég á Twitter og þar var allt stútfullt af skilaboðum,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds glaður í bragði. Hann er tilnefndur til bresku Bafta-verðlaunanna fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Broadchurch, en verðlaunin eru á vegum bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar. Ólafur sá um alla tónlistina í þáttunum en hann samdi um 4 klukkustundir af efni. Þetta er frumraun tónlistarmannsins í að semja fyrir sjónvarpsþætti. „Það er óvenjulega mikið af tónlist í þessum þáttum. Þetta var mjög skemmtilegt enda fékk ég algjört listrænt frelsi til að gera það sem mig langaði til. Það var afslöppuð stemning í kringum þættina og ég held að það sé lykillinn að velgengni þeirra.“ Ólafur hefur tekið að sér að sjá um tónlistina í framhaldsþáttunum, Broadchurch 2, sem byrjað er að framleiða, en sú vinna hefst næsta haust. „Þessi tilnefning opnar einhverjar dyr fyrir mig og nú getur maður farið að leika sér með stóru krökkunum. Þættirnir hafa líka verið mjög vinsælir, sýndir í hátt í 100 löndum, svo ég hef fengið mikið af tilboðum í kjölfarið á þeim vinsældum,“ segir Ólafur sem stefnir á rauða dregilinn við verðlaunaafhendinguna í London 28. apríl. „Ég held ég hafi ekkert val. Þetta er eins og með Óskarinn, sértu tilnefndur til Bafta mætirðu á svæðið. Ég er byrjaður að taka við umsóknum um hver fær að koma með mér. Búa til smá samkeppni.“ Tónlistarmaðurinn hefur verið á miklu flakki um heiminn undanfarið og eru næstu tónleikar hans í Varsjá í Póllandi þann 4. apríl á Electronics Festival. „Ég verð á einhverju flakki milli hátíða í sumar, það er allt að skýrast núna. Svo það er nóg að gera og mikið spennandi fram undan.“David Tennant, sem leikur Alec Hardy, og Olivia Colman í hlutverki Ellie Miller í sjónvarpsþáttunum Broadchurch.Vinsælir sjónvarpsþættir Spennuþættirnir Broadchurch hafa átt mikilli velgengni að fagna úti um allan heim. Þeir voru fyrst sýndir í Bretlandi í mars í fyrra og horfðu þá rúmlega 6 milljón manns á fyrsta þáttinn. Þeir eru tilnefndir til fimm Bafta-verðlauna auk tónlistarverðlaunanna. Meðal annars fyrir bestu leikstjórn og besta handritið. Með aðalhlutverk fara David Tennant og Olivia Colman. Byrjað er að framleiða aðra seríu og sér Ólafur einnig um tónlistina þar. Þá er hafin framleiðsla á bandarískri útgáfu af þáttunum sem fer í loftið næsta vetur og nefnist Gracepoint.So I guess my press releases will read "The BAFTA nominated composer" from now on.... :) http://t.co/KJWJQjHYRH— Ólafur Arnalds (@OlafurArnalds) March 24, 2014 Tengdar fréttir Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld "Ég ætla að bjóða upp á kósý tónleika í Kaldalónssal í Hörpu,“ 18. desember 2013 15:09 Ólafur Arnalds baðar sig í Tyrklandi Tyrkneski fjölmiðillinn Hürriyet birti skemmtilega mynd af tónlistarmönnunum Ólafi Arnalds og Arnóri Dan Arnarsyni en þeir eru staddir í Tyrklandi. 21. nóvember 2013 09:00 Vinsælustu Íslendingarnir á Twitter Samskiptavefurinn Twitter nýtur vaxandi vinsælda hér á landi en hann var settur á markað í kauphöllinni í New York í gær. Íþróttaáhugafólk á Íslandi er afar duglegt að tísta. Nú sækja aðrir á og eru stjórnmálamenn vaxandi afl á Twitter, en þeir þurfa að afla sér frekari vinsælda ef þeir ætla sér að ná vinsælustu listamönnum og íþróttahetjunum. 8. nóvember 2013 09:16 Ólafur Arnalds tilnefndur til BAFTA-verðlauna Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur verið tilnefndur fyrir tónlist sína í hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum Broadchurch. 24. mars 2014 13:41 Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
„Ég skildi ekkert af hverju framleiðendur þáttanna voru alltaf að hringja í mig eldsnemma í morgun og skellti bara á enda sofandi. Svo loksins þegar ég vaknaði fór ég á Twitter og þar var allt stútfullt af skilaboðum,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds glaður í bragði. Hann er tilnefndur til bresku Bafta-verðlaunanna fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Broadchurch, en verðlaunin eru á vegum bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar. Ólafur sá um alla tónlistina í þáttunum en hann samdi um 4 klukkustundir af efni. Þetta er frumraun tónlistarmannsins í að semja fyrir sjónvarpsþætti. „Það er óvenjulega mikið af tónlist í þessum þáttum. Þetta var mjög skemmtilegt enda fékk ég algjört listrænt frelsi til að gera það sem mig langaði til. Það var afslöppuð stemning í kringum þættina og ég held að það sé lykillinn að velgengni þeirra.“ Ólafur hefur tekið að sér að sjá um tónlistina í framhaldsþáttunum, Broadchurch 2, sem byrjað er að framleiða, en sú vinna hefst næsta haust. „Þessi tilnefning opnar einhverjar dyr fyrir mig og nú getur maður farið að leika sér með stóru krökkunum. Þættirnir hafa líka verið mjög vinsælir, sýndir í hátt í 100 löndum, svo ég hef fengið mikið af tilboðum í kjölfarið á þeim vinsældum,“ segir Ólafur sem stefnir á rauða dregilinn við verðlaunaafhendinguna í London 28. apríl. „Ég held ég hafi ekkert val. Þetta er eins og með Óskarinn, sértu tilnefndur til Bafta mætirðu á svæðið. Ég er byrjaður að taka við umsóknum um hver fær að koma með mér. Búa til smá samkeppni.“ Tónlistarmaðurinn hefur verið á miklu flakki um heiminn undanfarið og eru næstu tónleikar hans í Varsjá í Póllandi þann 4. apríl á Electronics Festival. „Ég verð á einhverju flakki milli hátíða í sumar, það er allt að skýrast núna. Svo það er nóg að gera og mikið spennandi fram undan.“David Tennant, sem leikur Alec Hardy, og Olivia Colman í hlutverki Ellie Miller í sjónvarpsþáttunum Broadchurch.Vinsælir sjónvarpsþættir Spennuþættirnir Broadchurch hafa átt mikilli velgengni að fagna úti um allan heim. Þeir voru fyrst sýndir í Bretlandi í mars í fyrra og horfðu þá rúmlega 6 milljón manns á fyrsta þáttinn. Þeir eru tilnefndir til fimm Bafta-verðlauna auk tónlistarverðlaunanna. Meðal annars fyrir bestu leikstjórn og besta handritið. Með aðalhlutverk fara David Tennant og Olivia Colman. Byrjað er að framleiða aðra seríu og sér Ólafur einnig um tónlistina þar. Þá er hafin framleiðsla á bandarískri útgáfu af þáttunum sem fer í loftið næsta vetur og nefnist Gracepoint.So I guess my press releases will read "The BAFTA nominated composer" from now on.... :) http://t.co/KJWJQjHYRH— Ólafur Arnalds (@OlafurArnalds) March 24, 2014
Tengdar fréttir Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld "Ég ætla að bjóða upp á kósý tónleika í Kaldalónssal í Hörpu,“ 18. desember 2013 15:09 Ólafur Arnalds baðar sig í Tyrklandi Tyrkneski fjölmiðillinn Hürriyet birti skemmtilega mynd af tónlistarmönnunum Ólafi Arnalds og Arnóri Dan Arnarsyni en þeir eru staddir í Tyrklandi. 21. nóvember 2013 09:00 Vinsælustu Íslendingarnir á Twitter Samskiptavefurinn Twitter nýtur vaxandi vinsælda hér á landi en hann var settur á markað í kauphöllinni í New York í gær. Íþróttaáhugafólk á Íslandi er afar duglegt að tísta. Nú sækja aðrir á og eru stjórnmálamenn vaxandi afl á Twitter, en þeir þurfa að afla sér frekari vinsælda ef þeir ætla sér að ná vinsælustu listamönnum og íþróttahetjunum. 8. nóvember 2013 09:16 Ólafur Arnalds tilnefndur til BAFTA-verðlauna Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur verið tilnefndur fyrir tónlist sína í hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum Broadchurch. 24. mars 2014 13:41 Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld "Ég ætla að bjóða upp á kósý tónleika í Kaldalónssal í Hörpu,“ 18. desember 2013 15:09
Ólafur Arnalds baðar sig í Tyrklandi Tyrkneski fjölmiðillinn Hürriyet birti skemmtilega mynd af tónlistarmönnunum Ólafi Arnalds og Arnóri Dan Arnarsyni en þeir eru staddir í Tyrklandi. 21. nóvember 2013 09:00
Vinsælustu Íslendingarnir á Twitter Samskiptavefurinn Twitter nýtur vaxandi vinsælda hér á landi en hann var settur á markað í kauphöllinni í New York í gær. Íþróttaáhugafólk á Íslandi er afar duglegt að tísta. Nú sækja aðrir á og eru stjórnmálamenn vaxandi afl á Twitter, en þeir þurfa að afla sér frekari vinsælda ef þeir ætla sér að ná vinsælustu listamönnum og íþróttahetjunum. 8. nóvember 2013 09:16
Ólafur Arnalds tilnefndur til BAFTA-verðlauna Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur verið tilnefndur fyrir tónlist sína í hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum Broadchurch. 24. mars 2014 13:41
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp