Það ætlaði allt um koll að keyra í Smárabíói þegar Gunnar Nelson bardagakappinn snjalli vann andstæðing sinn Jorge Santiagó frá Brasilíu í mögnuðum slag í London í gærkvöld. Gunnar var örþreyttur eftir slaginn.
Jón Viðar Arnþórsson tók viðtal við Gunnar Nelson að bardaganum loknum. Svipmyndir úr bardaganum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.