Innlent

Heimsækir Norðurlandaþing í Osló

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Sigmundur fundar með norrænum forystumönnum í Osló 28. október
Sigmundur fundar með norrænum forystumönnum í Osló 28. október
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heimsækir Norðurlandaráðsþing í Osló dagana 28.-30. október.

Forsætisráðherra tekur þátt í þemaumræðu um ungt fólk á Norðurlöndunum og kynnir formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni fyrir árið 2014, sem ber yfirskriftina „Gróska og lífskraftur“.

Í tengslum við Norðurlandaráðsþingið mun forsætisráðherra funda með leiðtogum Norðurlandanna auk ráðamanna frá Eystrasaltslöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×