Innlent

Hægri-vinstri enn við lýði á Íslandi

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Kjósendur staðsetja Pírata á miðju stjórnmálaássins.
Kjósendur staðsetja Pírata á miðju stjórnmálaássins.
Ný könnun rannsóknafyrirtækisins Maskínu sýnir að margir þeirra sem staðsetja sig til hægri á stjórnmálaássnum myndu samt sem áður ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn sem alla jafna er talinn lengst til hægri.

Þá staðsetja kjósendur Pírata hvað mest í kringum miðju ássins. Björt framtíð er einnig staðsett um miðbik ássins en örlítið til vinstri setja kjósendur Samfylkinguna.

Lengst til vinstri eru kjósendur Vinstri grænna. Þeir sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn eru áberandi mest hægri sinnaðir, en þar á eftir koma kjósendur Framsóknarflokksins.

Í niðurstöðum Maskínu segir að ljóst sé að kenningin um að vinstri-hægri skipting sé enn við lýði á Íslandi.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu á netinu og fór fram dagana 27. september til 10. október 2013. Íslendingar á aldrinum 18-75 ára, af öllu landinu og báðum kynjum tóku þátt. Svarendur voru 810 og af þeim tóku 89% afstöðu. Gögnin eru vigtuð m.t.t. réttrar skiptingar kyns, aldurs og búsetu í Þjóðskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×