Eygló Ósk skráði nafn sitt í sögubækurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2013 06:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir. Mynd/Valli Eygló Ósk Gústafsdóttir skráði sig í sögubækurnar í gær er hún varð fyrsta íslenska sundkonan til þess að keppa í úrslitum á Evrópumeistaramóti í 25 metra laug. Eygló hafnaði í áttunda sæti af tíu keppendum í úrslitum á tímanum 59,39 sekúndum. Aðeins Ragnheiður Runólfsdóttir hafði áður keppt í úrslitum á stórmóti. 22 ár eru liðin síðan Skagakonan keppti í úrslitum í 100 metra bringusundi á EM í Aþenu árið 1991. Ragnheiður var valin íþróttamaður ársins það ár. „Ég er mjög ánægð með árangurinn. Ég ætlaði mér að komast í úrslit en bjóst ekki við því að enda svona ofarlega,“ segir Eygló sem var með fjórtánda besta tíma allra keppenda í greininni. Eygló bætti Íslandsmet sitt í greininni á fimmtudag þegar hún synti á 59,26 sekúndum. „Ég var minna stressuð þá og það gæti hafa spilað inn í,“ segir sundmærin átján ára úr Ægi. Hún segir hafa verið afar gaman að keppa í úrslitum og reynslan muni nýtast henni vel. Stemningin var gríðarlega góð í sundhöllinni í Herning á Jótlandi þegar Eygló stakk sér til sunds í úrslitum. Heimakonan Mie Nielsen þótti líklega til afreka og sú sautján ára stóð undir væntingum. Nielsen kom fyrst í mark á 55,99 sekúndum við mikinn fögnuð áhorfenda sem voru á fjórða þúsund. „Frá árinu 1986 hef ég verið á mörgum Evrópumeistara- og heimsmeistaramótum auk þrennra Ólympíuleika. Ég hef ekki upplifað svona stemningu ef frá eru taldir Ólympíuleikar,“ segir fararstjórinn Magnús Tryggvason. Magnús, sem þjálfar hjá Hamri í Hveragerði, var afar ánægður með frammistöðu Eyglóar í gær. Eygló keppir í 50 metra baksundi í dag og ætlar að njóta þess að synda afslöppuð enda er um aukagrein að ræða hjá henni. Stóra stundin verður á morgun þegar hún stingur sér til sunds í 200 metra baksundi. „Ég ætla að synda hratt,“ segir Eygló og markmiðið er klárt. Að komast í úrslit. Hún á tíunda besta tíma keppenda í greininni og því er sæti í úrslitum vel mögulegt. Eygló bætti Íslandsmet sitt í greininni á Íslandsmótinu á dögunum þegar hún kom í mark á 2:06,59 mínútum. Fróðlegt verður að sjá hvort Ægiskonunni takist að bæta enn einni skrautfjöðrinni í hattinn á árinu. Sund Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir skráði sig í sögubækurnar í gær er hún varð fyrsta íslenska sundkonan til þess að keppa í úrslitum á Evrópumeistaramóti í 25 metra laug. Eygló hafnaði í áttunda sæti af tíu keppendum í úrslitum á tímanum 59,39 sekúndum. Aðeins Ragnheiður Runólfsdóttir hafði áður keppt í úrslitum á stórmóti. 22 ár eru liðin síðan Skagakonan keppti í úrslitum í 100 metra bringusundi á EM í Aþenu árið 1991. Ragnheiður var valin íþróttamaður ársins það ár. „Ég er mjög ánægð með árangurinn. Ég ætlaði mér að komast í úrslit en bjóst ekki við því að enda svona ofarlega,“ segir Eygló sem var með fjórtánda besta tíma allra keppenda í greininni. Eygló bætti Íslandsmet sitt í greininni á fimmtudag þegar hún synti á 59,26 sekúndum. „Ég var minna stressuð þá og það gæti hafa spilað inn í,“ segir sundmærin átján ára úr Ægi. Hún segir hafa verið afar gaman að keppa í úrslitum og reynslan muni nýtast henni vel. Stemningin var gríðarlega góð í sundhöllinni í Herning á Jótlandi þegar Eygló stakk sér til sunds í úrslitum. Heimakonan Mie Nielsen þótti líklega til afreka og sú sautján ára stóð undir væntingum. Nielsen kom fyrst í mark á 55,99 sekúndum við mikinn fögnuð áhorfenda sem voru á fjórða þúsund. „Frá árinu 1986 hef ég verið á mörgum Evrópumeistara- og heimsmeistaramótum auk þrennra Ólympíuleika. Ég hef ekki upplifað svona stemningu ef frá eru taldir Ólympíuleikar,“ segir fararstjórinn Magnús Tryggvason. Magnús, sem þjálfar hjá Hamri í Hveragerði, var afar ánægður með frammistöðu Eyglóar í gær. Eygló keppir í 50 metra baksundi í dag og ætlar að njóta þess að synda afslöppuð enda er um aukagrein að ræða hjá henni. Stóra stundin verður á morgun þegar hún stingur sér til sunds í 200 metra baksundi. „Ég ætla að synda hratt,“ segir Eygló og markmiðið er klárt. Að komast í úrslit. Hún á tíunda besta tíma keppenda í greininni og því er sæti í úrslitum vel mögulegt. Eygló bætti Íslandsmet sitt í greininni á Íslandsmótinu á dögunum þegar hún kom í mark á 2:06,59 mínútum. Fróðlegt verður að sjá hvort Ægiskonunni takist að bæta enn einni skrautfjöðrinni í hattinn á árinu.
Sund Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sjá meira