Bynes tapar glórunni á Twitter 30. maí 2013 07:00 Hvort Amanda Bynes sé að nota fíkniefni eða bara einfaldlega búin að missa vitið er ekki vitað, en það hlýtur að vera annaðhvort. Hún yrði sannarlega ekki fyrsta unga stjarnan til að tapa glórunni ef það er það sem er að gerast fyrir leikkonuna Amöndu Bynes, sem hefur farið hamförum á samskiptasíðunni Twitter undanfarna daga og þar ráðist harkalega á söngkonuna Rihönnu, rokkarann Courtney Love og nú síðast fyrirsætuna Chrissy Teigen. Leikkonan er 27 ára gömul og hefur verið í sviðsljósinu frá 13 ára aldri. Hún er þekktust fyrir hlutverk sín í myndunum She‘s the Man og Hairspray en hefur ekki tekið að sér nein verkefni frá því hún lagði leiklistina á hilluna, og hætti svo við, árið 2010. Nú síðustu mánuði hefur hún þó verið töluvert til umfjöllunar vegna misjafnra uppátækja sinna. Síðastliðinn fimmtudag var hún handtekin og sökuð um vörslu á fíkniefnum og hefur síðan þá látið öllum illum látum á Twitter. Á milli þess sem hún reynir að sannfæra fylgjendur sína um að hún sé saklaus af öllum ásökunum, meðal annars þeim að hún eigi við geðræn vandamál eða fíkniefnavanda að stríða, ver hún tíma sínum í að rakka niður aðrar stjörnur.Fórnarlömb maímánaðar Bynes hefur farið hamförum á Twitter allan mánuðinn. Hér eru nokkur dæmi um tíst sem hún hefur sent út á fræga einstaklinga en það er engin glóra í sumum þeirra. Flestum tístunum hefur nú verið eytt út af síðu leikkonunnar. Jenny McCarthy, 1. maí „Þarfnast ég hjálpar? Hvað ertu að tala um? Ert þú ekki 50 ára gömul? Ég er 27 ára og þú lítur út fyrir að vera áttræð í samanburði við mig. Af hverju ertu að tala um mig? Þú ert ljót! Lögreglan var ekki heima hjá mér, gamla kona! Haltu kjafti!“ Rihanna 26. maí „Ólíkt ljótu þér þá nota ég ekki eiturlyf! Þú þarft á íhlutun að halda sjálf, hundurinn þinn! Ég hef séð ljóta andlitið á þér í eigin persónu! Þú ert ekkert falleg, veistu það! Chris Brown barði þig af því að þú ert ekki nógu falleg. Enginn vill vera elskhugi þinn svo þú hringir í alla og mæður þeirra.“ Courtney Love, 28. maí „Courtney Love er ljótasta kona sem ég hef séð. Að hún skuli yfir höfuð minnast á mig fær mig og alla vini mína til að springa úr hlátri!“ Chrissy Teigen, 29. maí „Þú ert ekki falleg fyrirsæta samanborið við mig. […] Til allrar lukku er ekki einn maður sem vill mig og vill þig líka og þú ert gömul og ljót fyrirsæta samanborið við mig. Þú lítur út fyrir að vera 45!“ Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
Hún yrði sannarlega ekki fyrsta unga stjarnan til að tapa glórunni ef það er það sem er að gerast fyrir leikkonuna Amöndu Bynes, sem hefur farið hamförum á samskiptasíðunni Twitter undanfarna daga og þar ráðist harkalega á söngkonuna Rihönnu, rokkarann Courtney Love og nú síðast fyrirsætuna Chrissy Teigen. Leikkonan er 27 ára gömul og hefur verið í sviðsljósinu frá 13 ára aldri. Hún er þekktust fyrir hlutverk sín í myndunum She‘s the Man og Hairspray en hefur ekki tekið að sér nein verkefni frá því hún lagði leiklistina á hilluna, og hætti svo við, árið 2010. Nú síðustu mánuði hefur hún þó verið töluvert til umfjöllunar vegna misjafnra uppátækja sinna. Síðastliðinn fimmtudag var hún handtekin og sökuð um vörslu á fíkniefnum og hefur síðan þá látið öllum illum látum á Twitter. Á milli þess sem hún reynir að sannfæra fylgjendur sína um að hún sé saklaus af öllum ásökunum, meðal annars þeim að hún eigi við geðræn vandamál eða fíkniefnavanda að stríða, ver hún tíma sínum í að rakka niður aðrar stjörnur.Fórnarlömb maímánaðar Bynes hefur farið hamförum á Twitter allan mánuðinn. Hér eru nokkur dæmi um tíst sem hún hefur sent út á fræga einstaklinga en það er engin glóra í sumum þeirra. Flestum tístunum hefur nú verið eytt út af síðu leikkonunnar. Jenny McCarthy, 1. maí „Þarfnast ég hjálpar? Hvað ertu að tala um? Ert þú ekki 50 ára gömul? Ég er 27 ára og þú lítur út fyrir að vera áttræð í samanburði við mig. Af hverju ertu að tala um mig? Þú ert ljót! Lögreglan var ekki heima hjá mér, gamla kona! Haltu kjafti!“ Rihanna 26. maí „Ólíkt ljótu þér þá nota ég ekki eiturlyf! Þú þarft á íhlutun að halda sjálf, hundurinn þinn! Ég hef séð ljóta andlitið á þér í eigin persónu! Þú ert ekkert falleg, veistu það! Chris Brown barði þig af því að þú ert ekki nógu falleg. Enginn vill vera elskhugi þinn svo þú hringir í alla og mæður þeirra.“ Courtney Love, 28. maí „Courtney Love er ljótasta kona sem ég hef séð. Að hún skuli yfir höfuð minnast á mig fær mig og alla vini mína til að springa úr hlátri!“ Chrissy Teigen, 29. maí „Þú ert ekki falleg fyrirsæta samanborið við mig. […] Til allrar lukku er ekki einn maður sem vill mig og vill þig líka og þú ert gömul og ljót fyrirsæta samanborið við mig. Þú lítur út fyrir að vera 45!“
Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira