Enski boltinn

Gagnrýnin hvetur mig til dáða

Þessi stuðningsmaður Stoke hefur enga trú á Hughes. Hann keyrði um borgina með þetta skilti í gær.
Þessi stuðningsmaður Stoke hefur enga trú á Hughes. Hann keyrði um borgina með þetta skilti í gær.

Mark Hughes var kynntur sem nýr stjóri Stoke í dag. Ráðningin er ekkert sérstaklega vinsæl enda var byrjað að mótmæla henni í gær þegar Hughes var ekki búinn að skrifa undir við félagið.

Hinn 49 ára gamli Walesverji segir aftur á móti að öll gagnrýnin styrki sig og hann er staðráðinn í að ná góðum árangri hjá Stoke.

Hughes var rekinn frá QPR í nóvember og hefur verið atvinnulaus síðan.

"Þetta var mjög erfiður tími hjá QPR og það voru gerð mistök. Ég gerði mistök sem ég hef lært af," sagði Hughes.

"Nú er kominn tími til þess að nýta alla þá reynslu sem ég hef viðað að mér og koma Stoke enn ofar á töfluna. Ég veit hvað fólk er að segja um mig og sú gagnrýni hvetur mig til dáða."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×