Ekkert merkilegri með sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2013 06:30 Aníta Hinriksdóttir fagnar hér sigri í 800 metrunum á HM í Úkraínu í sumar. Mynd/NordicPhotos/Getty Frjálsar íþróttir „Þetta er rosalega flott hjá henni,“ sagði Bryndís Ernstsdóttir, móðir Anítu Hinriksdóttur sem um helgina fékk verðlaunin Vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta 2013 og þykir því vera efnilegasta frjálsíþróttakona Evrópu. Þetta er mikill heiður fyrir Anítu og íslenskar frjálsíþróttir en hún varð bæði heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi með aðeins sex daga millibili í sumar. „Menn hljóta að sjá mikið í henni þarna úti því þetta er ekki bara vinsældakosning. Í þessari kosningu taka líka þátt íþróttafréttamenn og formenn sérsambanda. Þeir eru ekki að dæma út frá því hvað var gaman að sjá þetta hjá henni í sumar heldur út frá einhverju sem þeir hafa vit á,“ segir Bryndís um verðlaunin. Hún segir dóttur sína ekki hafa breyst við alla athyglina sem hún fékk í sumar. „Aníta er bara hún sjálf. Hún er ekkert merkilegri með sig eða að taka sér meira pláss en áður. Hún er bara vel fókuseruð á það sem er fram undan,“ segir Bryndís. „Vonandi verða þessi verðlaun bara bensín fyrir hana en þetta segir svolítið hvað menn sjá við hana. Ég held að hún sé sjálf svolítið hissa á þessu og hafi alls ekki átt von á þessu þarna úti,“ segir Bryndís en Aníta fékk verðlaunin afhent í Eistlandi á laugardaginn. Árangur Anítu í 800 metra hlaupi á árinu 2013 er annað besta afrekið í hennar aldursflokki á þessu ári, í áttunda sæti yfir besta afrekið í hennar aldursflokki frá upphafi og í 44. sæti í heiminum í flokki fullorðinna. Frjálsar íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Frjálsar íþróttir „Þetta er rosalega flott hjá henni,“ sagði Bryndís Ernstsdóttir, móðir Anítu Hinriksdóttur sem um helgina fékk verðlaunin Vonarstjarna evrópska frjálsíþrótta 2013 og þykir því vera efnilegasta frjálsíþróttakona Evrópu. Þetta er mikill heiður fyrir Anítu og íslenskar frjálsíþróttir en hún varð bæði heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi með aðeins sex daga millibili í sumar. „Menn hljóta að sjá mikið í henni þarna úti því þetta er ekki bara vinsældakosning. Í þessari kosningu taka líka þátt íþróttafréttamenn og formenn sérsambanda. Þeir eru ekki að dæma út frá því hvað var gaman að sjá þetta hjá henni í sumar heldur út frá einhverju sem þeir hafa vit á,“ segir Bryndís um verðlaunin. Hún segir dóttur sína ekki hafa breyst við alla athyglina sem hún fékk í sumar. „Aníta er bara hún sjálf. Hún er ekkert merkilegri með sig eða að taka sér meira pláss en áður. Hún er bara vel fókuseruð á það sem er fram undan,“ segir Bryndís. „Vonandi verða þessi verðlaun bara bensín fyrir hana en þetta segir svolítið hvað menn sjá við hana. Ég held að hún sé sjálf svolítið hissa á þessu og hafi alls ekki átt von á þessu þarna úti,“ segir Bryndís en Aníta fékk verðlaunin afhent í Eistlandi á laugardaginn. Árangur Anítu í 800 metra hlaupi á árinu 2013 er annað besta afrekið í hennar aldursflokki á þessu ári, í áttunda sæti yfir besta afrekið í hennar aldursflokki frá upphafi og í 44. sæti í heiminum í flokki fullorðinna.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn