Enski boltinn

Kompany frá í fjórar vikur vegna meiðsla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vincent Kompany
Vincent Kompany nordicphotos/getty
Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, verður frá keppni næstu fjórar vikurnar vegna meiðsla en leikmaðurinn hefur oft á tíðum reynst City liðinu gríðarlega mikilvægur.

Varnarleikur Manchester City stendur oft og fellur með Kompany og því er þetta mikill missir fyrir City.

Kompany er að glíma við meiðsli í nára og missir einnig af lokaleikjum Belga í undankeppni HM á næstunni.

Leikmaðurinn varð að fara meiddur af velli í hálfleik gegn Everton en liðið vann góðan 3-1 sigur. Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem Kompany missir út leiki vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×