Enski boltinn

Wilshere segist vera hættur að reykja

Wilshere var miður sín.
Wilshere var miður sín.
Það varð uppi fótur og fit í herbúðum Arsenal þegar vonarstjarna liðsins, Jack Wilshere, var myndaður með sígarettu um daginn.

Myndin var tekin fyrir utan næturklúbb þar sem Wilshere var að fagna sigri síns liðs gegn Napoli í Meistaradeildinni.

Wilshere var kallaður á teppið hjá Arsene Wenger, stjóra Arsenal, í kjölfarið.

"Leikmenn gera mistök. Ég er ekki reykingamaður. Ég útskyrði málið fyrir Wenger og við afgreiddum þetta mál. Ég fór svo í liðið og vonandi borgaði ég fyrir traustið með frammistöðu minni," sagði Wilshere og bætti við.

"Eins og ég sagði áður þá er ég ekki reykingamður og ég held að þetta hafi verið mín síðasta sígaretta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×