Söng með þekktustu sópransöngkonu í heimi Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. desember 2013 11:15 Andri Björn Róbertsson kemur fram með Kór Langholtskirkju í kvöld og um helgina. fréttablaðið/daníel „Það var magnað að syngja með Dame Kiri Te Kanawa og mikill heiður, þetta er eins og að syngja með Carreras,“ segir söngvarinn Andri Björn Róbertsson. Hann kom fram á tónleikum með Dame Kiri Te Kanawa, sem er líklega ein þekktasta sópransöngkona allra tíma, í Cadogan Hall í London um síðustu helgi. Þau hafa þekkst í fimm ár og hefur hann notið leiðsagnar hennar. Andri Björn var að skrifa undir samning um að syngja í tveimur nýjum óperum sem settar verða upp í samstarfi Aldeburgh Music, Royal Opera House Covent Garden og Opera North. „Hlutverkin sem ég syng eru samin með mína rödd í huga og þetta verður gríðarlega spennandi verkefni þar sem sýningar verða í Linbury Studio Theatre í Covent Garden, Aldeburgh og í Leeds.“ Andri Björn býr í London en stundar nám við The National Opera Studio. Stofnunin er rekin af sex stærstu óperuhúsunum í Bretlandi, sem eru Royal Opera House, Opera North, Scottish Opera, Welsh National Opera, Glyndebourne og English National Opera. „Það er gríðarlega mikil samkeppni um að komast inn og í ár eru 13 söngvarar og fjórir píanistar sem stunda þar nám. Námið er mjög krefjandi og til mikils er ætlast af þeim sem þar eru,“ útskýrir Andri Björn. Hann syngur á Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju í kvöld og annað kvöld og á sunnudag, verður þar einsöngvari ásamt Þóru Einarsdóttur og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Jón Stefánsson stjórnar. Miðasala er á midi.is. Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Það var magnað að syngja með Dame Kiri Te Kanawa og mikill heiður, þetta er eins og að syngja með Carreras,“ segir söngvarinn Andri Björn Róbertsson. Hann kom fram á tónleikum með Dame Kiri Te Kanawa, sem er líklega ein þekktasta sópransöngkona allra tíma, í Cadogan Hall í London um síðustu helgi. Þau hafa þekkst í fimm ár og hefur hann notið leiðsagnar hennar. Andri Björn var að skrifa undir samning um að syngja í tveimur nýjum óperum sem settar verða upp í samstarfi Aldeburgh Music, Royal Opera House Covent Garden og Opera North. „Hlutverkin sem ég syng eru samin með mína rödd í huga og þetta verður gríðarlega spennandi verkefni þar sem sýningar verða í Linbury Studio Theatre í Covent Garden, Aldeburgh og í Leeds.“ Andri Björn býr í London en stundar nám við The National Opera Studio. Stofnunin er rekin af sex stærstu óperuhúsunum í Bretlandi, sem eru Royal Opera House, Opera North, Scottish Opera, Welsh National Opera, Glyndebourne og English National Opera. „Það er gríðarlega mikil samkeppni um að komast inn og í ár eru 13 söngvarar og fjórir píanistar sem stunda þar nám. Námið er mjög krefjandi og til mikils er ætlast af þeim sem þar eru,“ útskýrir Andri Björn. Hann syngur á Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju í kvöld og annað kvöld og á sunnudag, verður þar einsöngvari ásamt Þóru Einarsdóttur og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Jón Stefánsson stjórnar. Miðasala er á midi.is.
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira