Táknin notuð til að skreyta múmíur 28. nóvember 2013 09:17 Helga Gvuðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason skipa saman hönnunarteymið Orri Finn. Þau kynna nýja skartgripalínu á Loftinu í kvöld. Fréttablaðið/Valli „Í nýju skartgripalínunni Scarab er sóttur innblástur til skordýra,“ segir Helga Gvuðrún Friðriksdóttir, sem kynnir nýja skartgripalínu á Loftinu í Austurstræti í kvöld klukkan hálf níu, ásamt Orra Finnbogasyni. Saman skipa þau hönnunarteymið Orri Finn. Þau Helga og Orri halda áfram að vinna með tákn, líkt og þau gerðu með síðustu línu sinni, Akkeri. „Þetta tákn er forn-egypskt. Við erum að líkja eftir bjöllu af ýflaætt [scarab] en það eru bjöllur sem lifa í heitari löndum og í eins konar sandhólum. Forn-Egyptar heilluðust mjög af bjöllunum og töldu þær heilagar, aðallega vegna þess að þær sýndu af sér hegðun sem var hliðstæð hegðun sólguðsins,“ útskýrir Helga. „Sólguðinn ýtti sólinni inn í sjóndeildarhringinn á hverjum morgni og þessi bjalla ýtti moldarkúlu á undan sér. Inni í kúlunni var að finna matarforða dýranna og svo fylltu bjöllurnar hana af eggjum og afkvæmi þeirra skriðu svo út úr henni,“ heldur Helga áfram. „Þannig að táknið nær yfir hringrásina, endurfæðingu og umbreytingu.“ Orra og Helgu fannst heillandi að heiðra þessi tákn á sama hátt og Egyptarnir gerðu. „Okkur finnst líka svo skemmtilegt að þetta form, og þessi bjalla, var verndargripur. Formið var skorið út í steina og svo jafnvel grafið með faraóum og múmíur skreyttar með þessu,“ segir Helga.heilög tákn Forn-Egyptar heilluðust mjög af bjöllum af ýflakyni og töldu þær heilagar.Fréttablaðið/ValliHelga hefur lengi heillast af verndargripnum. „Ég fékk svona stein að gjöf þegar ég var barn. Ég gekk alltaf með hann og var eiginlega með hann á heilanum,“ segir Helga létt í bragði. Sýningin í kvöld verður í formi hefðbundinnar tískusýningar, þar sem koma fram tíu atvinnufyrirsætur, fimm af hvoru kyni. „Við leggjum áherslu á að skartgripirnir okkar eru fyrir bæði kynin,“ segir Helga, en tónlistarmaðurinn Biggi Bix fer með tónlistarstjórn á sýningunni. „Hann er búinn að semja eins konar skordýrahljóðverk sem verður flutt meðan á sýningunni stendur,“ bætir Helga við. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
„Í nýju skartgripalínunni Scarab er sóttur innblástur til skordýra,“ segir Helga Gvuðrún Friðriksdóttir, sem kynnir nýja skartgripalínu á Loftinu í Austurstræti í kvöld klukkan hálf níu, ásamt Orra Finnbogasyni. Saman skipa þau hönnunarteymið Orri Finn. Þau Helga og Orri halda áfram að vinna með tákn, líkt og þau gerðu með síðustu línu sinni, Akkeri. „Þetta tákn er forn-egypskt. Við erum að líkja eftir bjöllu af ýflaætt [scarab] en það eru bjöllur sem lifa í heitari löndum og í eins konar sandhólum. Forn-Egyptar heilluðust mjög af bjöllunum og töldu þær heilagar, aðallega vegna þess að þær sýndu af sér hegðun sem var hliðstæð hegðun sólguðsins,“ útskýrir Helga. „Sólguðinn ýtti sólinni inn í sjóndeildarhringinn á hverjum morgni og þessi bjalla ýtti moldarkúlu á undan sér. Inni í kúlunni var að finna matarforða dýranna og svo fylltu bjöllurnar hana af eggjum og afkvæmi þeirra skriðu svo út úr henni,“ heldur Helga áfram. „Þannig að táknið nær yfir hringrásina, endurfæðingu og umbreytingu.“ Orra og Helgu fannst heillandi að heiðra þessi tákn á sama hátt og Egyptarnir gerðu. „Okkur finnst líka svo skemmtilegt að þetta form, og þessi bjalla, var verndargripur. Formið var skorið út í steina og svo jafnvel grafið með faraóum og múmíur skreyttar með þessu,“ segir Helga.heilög tákn Forn-Egyptar heilluðust mjög af bjöllum af ýflakyni og töldu þær heilagar.Fréttablaðið/ValliHelga hefur lengi heillast af verndargripnum. „Ég fékk svona stein að gjöf þegar ég var barn. Ég gekk alltaf með hann og var eiginlega með hann á heilanum,“ segir Helga létt í bragði. Sýningin í kvöld verður í formi hefðbundinnar tískusýningar, þar sem koma fram tíu atvinnufyrirsætur, fimm af hvoru kyni. „Við leggjum áherslu á að skartgripirnir okkar eru fyrir bæði kynin,“ segir Helga, en tónlistarmaðurinn Biggi Bix fer með tónlistarstjórn á sýningunni. „Hann er búinn að semja eins konar skordýrahljóðverk sem verður flutt meðan á sýningunni stendur,“ bætir Helga við.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira