Uppselt á sjö mínútum Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. nóvember 2013 08:00 Stefán Hilmarsson „Miðasala hófst á föstudaginn klukkan 12.00 og klukkan 12.07 var orðið uppselt,“ segir Stefán Hilmarsson tónlistarmaður, sem býður upp á jólatónleika í Salnum í Kópavogi föstudagskvöldið 20. desember. „Ásókn var satt að segja miklu meiri en gert var ráð fyrir og því ákváðum við sem snöggvast að bæta við einum aukatónleikum daginn eftir,“ bætir Stefán við, en aðeins eru örfáir miðar eftir á aukatónleikana. Á tónleikunum verða flutt lög af jólaplötu Stefáns sem ber titilinn Ein handa þér, sem kom út fyrir fimm árum, í bland við sérvalin stemmnings- og hátíðarlög. Auk þess munu þar hljóma eitt til tvö lög af nýrri jólaplötu sem Stefán hefur haft í hægum smíðum undanfarin misseri. Mörg þessara laga hefur hann ekki sungið opinberlega fyrr, því þegar Ein handa þér kom út á sínum tíma gafst ekki tími til tónleikahalds sökum anna á öðrum vígstöðvum. „Þetta eru fyrstu svona formlegu jólatónleikarnir sem ég held,“ segir Stefán en honum til fulltingis verða valinkunnir spilarar auk þess sem nokkrir leynigestir láta sjá sig á tónleikunum. Framundan eru einnig Viðhafnartónleikar Sálarinnar sem fram fara í Hörpu næsta laugardagskvöld. Seldist upp á tónleikana á fyrsta degi og var því aukatónleikum bætt við. Miðasala á midi.is. Mest lesið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Miðasala hófst á föstudaginn klukkan 12.00 og klukkan 12.07 var orðið uppselt,“ segir Stefán Hilmarsson tónlistarmaður, sem býður upp á jólatónleika í Salnum í Kópavogi föstudagskvöldið 20. desember. „Ásókn var satt að segja miklu meiri en gert var ráð fyrir og því ákváðum við sem snöggvast að bæta við einum aukatónleikum daginn eftir,“ bætir Stefán við, en aðeins eru örfáir miðar eftir á aukatónleikana. Á tónleikunum verða flutt lög af jólaplötu Stefáns sem ber titilinn Ein handa þér, sem kom út fyrir fimm árum, í bland við sérvalin stemmnings- og hátíðarlög. Auk þess munu þar hljóma eitt til tvö lög af nýrri jólaplötu sem Stefán hefur haft í hægum smíðum undanfarin misseri. Mörg þessara laga hefur hann ekki sungið opinberlega fyrr, því þegar Ein handa þér kom út á sínum tíma gafst ekki tími til tónleikahalds sökum anna á öðrum vígstöðvum. „Þetta eru fyrstu svona formlegu jólatónleikarnir sem ég held,“ segir Stefán en honum til fulltingis verða valinkunnir spilarar auk þess sem nokkrir leynigestir láta sjá sig á tónleikunum. Framundan eru einnig Viðhafnartónleikar Sálarinnar sem fram fara í Hörpu næsta laugardagskvöld. Seldist upp á tónleikana á fyrsta degi og var því aukatónleikum bætt við. Miðasala á midi.is.
Mest lesið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira