Palli gerir tilraun með endurútgáfu Freyr Bjarnason skrifar 1. nóvember 2013 08:00 Palli í góðu stuði í Fjallsárlóni. Hann ætlar að endurútgefa sex plötur sínar. mynd/lalli sig „Ég er forvitinn að sjá hvernig kúnninn tekur í þetta,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Ellefta nóvember ætlar að hann að endurútgefa sex plötur sínar sem margar hafa ekki verið fáanlegar lengi á geisladiskum. Þær verða í tveimur þriggja platna boxum, sem kallast Bláa- og Rauða boxið, og kostar hvort þeirra 2.490 krónur. Plöturnar sem um ræðir eru Palli, Stereo með hljómsveitinni Casino, Ef ég sofna ekki í nótt með hörpuleikaranum Moniku, Seif, Deep Inside og Allt fyrir ástina. Alls verða á þeim þrettán aukalög, mörg hver óútgefin. „Aðdáendur mínir eru búnir að hlaða inn hverju einasta lagi sem ég hef sungið í lífinu, bæði inn á YouTube og á skráaskiptasíður. Allar þessar plötur eru aðgengilegar á netinu. Tilraunin mín felst í því hvað kúnninn gerir þegar hann sér þessar gömlu plötur í föstu formi í svona boxum fyrir ómótstæðilegt verð,“ segir Páll Óskar, sem náði góðum „díl“ hjá geisladiskaverksmiðju í Litháen og í gegnum Myndbandavinnsluna og tókst því að halda verðinu í lágmarki. Sjálfur segist Palli vera sjálfstæður plötuútgefandi, sem þarf að ná inn kostnaðinum við hvert verkefni, jafnvel þótt um endurútgáfu sé að ræða. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í en þetta er tilraun sem er vel þess virði að gera.“ Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég er forvitinn að sjá hvernig kúnninn tekur í þetta,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Ellefta nóvember ætlar að hann að endurútgefa sex plötur sínar sem margar hafa ekki verið fáanlegar lengi á geisladiskum. Þær verða í tveimur þriggja platna boxum, sem kallast Bláa- og Rauða boxið, og kostar hvort þeirra 2.490 krónur. Plöturnar sem um ræðir eru Palli, Stereo með hljómsveitinni Casino, Ef ég sofna ekki í nótt með hörpuleikaranum Moniku, Seif, Deep Inside og Allt fyrir ástina. Alls verða á þeim þrettán aukalög, mörg hver óútgefin. „Aðdáendur mínir eru búnir að hlaða inn hverju einasta lagi sem ég hef sungið í lífinu, bæði inn á YouTube og á skráaskiptasíður. Allar þessar plötur eru aðgengilegar á netinu. Tilraunin mín felst í því hvað kúnninn gerir þegar hann sér þessar gömlu plötur í föstu formi í svona boxum fyrir ómótstæðilegt verð,“ segir Páll Óskar, sem náði góðum „díl“ hjá geisladiskaverksmiðju í Litháen og í gegnum Myndbandavinnsluna og tókst því að halda verðinu í lágmarki. Sjálfur segist Palli vera sjálfstæður plötuútgefandi, sem þarf að ná inn kostnaðinum við hvert verkefni, jafnvel þótt um endurútgáfu sé að ræða. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í en þetta er tilraun sem er vel þess virði að gera.“
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira