Grænland var afgerandi áhrifavaldur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. nóvember 2013 10:00 Kim Leine með verðlaunagripinn Norðurljós en auk hans hlýtur verðlaunahafinn vegleg peningaverðlaun. Mynd/Magnus Froderberg/norden.org Ég var þunglyndur, misnotaði lyf og sat bara og glamraði á gítar allan daginn. Og svo las ég um Grænland,“ sagði bókmenntaverðlaunahafi Norðurlandaráðs, Kim Leine, í viðtali við Berlingske tidende fyrr á þessu ári um upphaf hugmyndarinnar að baki verðlaunabókinni. Tilefni viðtalsins var að bók hans Profeterne i Evighedsfjorden, eða Spámennirnir í Botnleysufirði eins og hún mun heita á íslensku, var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem hún svo hlaut á miðvikudaginn. Leine, sem er hjúkrunarfræðingur að mennt, bjó á Grænlandi í 15 ár og lesningin sem hann vísar til í kvótinu hér á undan var grein eftir Mads Lidegaard sem fjallaði um sögu trúboðanna Maríu Magdalenu og Habakúks sem stofnuðu trúarsöfnuð í Botnleysufirði í lok átjándu aldar. „Ég vissi ekki hvers vegna þetta var svona mikilvægt, en sagan lá áfram í undirmeðvitundinni og mig langaði til að skrifa hana,“ segir Leine. Lesturinn á greininni átti sér stað árið 2002, þegar Leine hafði enn ekki skrifað neina skáldsögu, og það var ekki fyrr en árið 2009, eftir að hann hafði gefið út þrjár bækur, sem hann fór fyrir alvöru að vinna í henni. Aðalpersónan er danskur prestur, Morten Falck, sem, út úr hálgerðri neyð, fer til starfa á Grænlandi og verður forvitinn um sögurnar af sértrúarsöfnuðinum í Botnleysufirði. Leine fæddist í Noregi árið 1961 en flutti 17 ára gamall til Danmerkur í þeim tilgangi að kynnast föður sínum sem hann hafði aldrei þekkt. Faðirinn misnotaði hann kynferðislega og til að flýja fortíðina flutti Leine til Grænlands árið 1989 og bjó þar til 2004. „Grænland er afgerandi áhrifavaldur í því að ég náði frelsi en samtímis olli það krísu,“ segir Leine í viðtalinu í Berlingske og bætir við að þegar tveir menningarheimar mætist sé mikil hætta á vandamálum. Í rökstuðningi valnefndar bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir því að veita Spámönnunum í Botnleysufirði verðlaunin segir að bókin sé grípandi söguleg skáldsaga um kúgun og uppreisn, margslungið verk þar sem fram komi andúð á nýlendustefnu og hugleiðingar um manneskjuna sem líkama og hugsun. Íslenskir lesendur munu geta lesið bókina á móðurmálinu í mars á næsta ári því rithöfundurinn Jón Hallur Stefánsson vinnur nú af kappi við að þýða hana. Bókaútgáfan Draumsýn gefur bókina út á Íslandi og þar fengust þær upplýsingar að Leine væri væntanlegur til landsins í mars til að fagna útgáfunni og fylgja bókinni úr hlaði. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ég var þunglyndur, misnotaði lyf og sat bara og glamraði á gítar allan daginn. Og svo las ég um Grænland,“ sagði bókmenntaverðlaunahafi Norðurlandaráðs, Kim Leine, í viðtali við Berlingske tidende fyrr á þessu ári um upphaf hugmyndarinnar að baki verðlaunabókinni. Tilefni viðtalsins var að bók hans Profeterne i Evighedsfjorden, eða Spámennirnir í Botnleysufirði eins og hún mun heita á íslensku, var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem hún svo hlaut á miðvikudaginn. Leine, sem er hjúkrunarfræðingur að mennt, bjó á Grænlandi í 15 ár og lesningin sem hann vísar til í kvótinu hér á undan var grein eftir Mads Lidegaard sem fjallaði um sögu trúboðanna Maríu Magdalenu og Habakúks sem stofnuðu trúarsöfnuð í Botnleysufirði í lok átjándu aldar. „Ég vissi ekki hvers vegna þetta var svona mikilvægt, en sagan lá áfram í undirmeðvitundinni og mig langaði til að skrifa hana,“ segir Leine. Lesturinn á greininni átti sér stað árið 2002, þegar Leine hafði enn ekki skrifað neina skáldsögu, og það var ekki fyrr en árið 2009, eftir að hann hafði gefið út þrjár bækur, sem hann fór fyrir alvöru að vinna í henni. Aðalpersónan er danskur prestur, Morten Falck, sem, út úr hálgerðri neyð, fer til starfa á Grænlandi og verður forvitinn um sögurnar af sértrúarsöfnuðinum í Botnleysufirði. Leine fæddist í Noregi árið 1961 en flutti 17 ára gamall til Danmerkur í þeim tilgangi að kynnast föður sínum sem hann hafði aldrei þekkt. Faðirinn misnotaði hann kynferðislega og til að flýja fortíðina flutti Leine til Grænlands árið 1989 og bjó þar til 2004. „Grænland er afgerandi áhrifavaldur í því að ég náði frelsi en samtímis olli það krísu,“ segir Leine í viðtalinu í Berlingske og bætir við að þegar tveir menningarheimar mætist sé mikil hætta á vandamálum. Í rökstuðningi valnefndar bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir því að veita Spámönnunum í Botnleysufirði verðlaunin segir að bókin sé grípandi söguleg skáldsaga um kúgun og uppreisn, margslungið verk þar sem fram komi andúð á nýlendustefnu og hugleiðingar um manneskjuna sem líkama og hugsun. Íslenskir lesendur munu geta lesið bókina á móðurmálinu í mars á næsta ári því rithöfundurinn Jón Hallur Stefánsson vinnur nú af kappi við að þýða hana. Bókaútgáfan Draumsýn gefur bókina út á Íslandi og þar fengust þær upplýsingar að Leine væri væntanlegur til landsins í mars til að fagna útgáfunni og fylgja bókinni úr hlaði.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira