Innlent

Tuttugu bíða eftir gjafanýra

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Ísabella Þorvaldsdóttir sem þáði nýra frá föður sínum, Þorvaldi Örlygssyni, opnaði nýja vefinn í dag ásamt Hildigunni 
Friðjónsdóttur hjúkrunarfræðingi.
Ísabella Þorvaldsdóttir sem þáði nýra frá föður sínum, Þorvaldi Örlygssyni, opnaði nýja vefinn í dag ásamt Hildigunni Friðjónsdóttur hjúkrunarfræðingi.
Kynningarátaki til að fjölga lifandi nýragjöfum var ýtt úr vör í gær og vefsíðan nyraigraedsla.is formlega opnuð til þess að freista þess að fjölga nýragjöfum.

Þörf fyrir ígræðslu nýra hefur farið vaxandi á undanförnum árum vegna aukinnar tíðni nýrnabilunar sem meðal annars má rekja til afleiðinga svokallaðra lífsstílssjúkdóma.

Á síðunni er að finna ítarlegar upplýsingar um hverjir geta gefið nýra og jafnframt útskýrt hvernig ferlið er í kringum nýragjöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×