Innlent

Tillögur hagræðingarhóps á dagskrá

Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknarflokks er formaður Hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Hópurinn skilaði af sér tillögunum í byrjun síðustu viku.
Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknarflokks er formaður Hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Hópurinn skilaði af sér tillögunum í byrjun síðustu viku. Mynd/Pjetur Sigurðsson
Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar hafa nú þegar verið ræddar stuttlega á ríkisstjórnarfundi.

Hagræðingarhópurinn skilaði af sér tillögunum í byrjun síðustu viku og því liggur málið nú á borði ríkisstjórnarinnar. Tillögurnar verða að öllum líkindum afgreiddar úr ríkisstjórn á ríkisstjórnarfundi á morgun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að eftir að ríkisstjórn hefur afgreitt tillögurnar verði þær rækilega kynntar fyrir almenningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×