Ekki grundvöllur fyrir tveimur læknaskólum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 24. október 2013 12:00 Rektor HA telur að ekki séu forsendur fyrir því að opna læknadeild við Háskólann á Akureyri. Forseti læknadeildar HÍ segir að læknaskortur á Íslandi sé vegna lélegra kjara lækna, ekki vegna þess hversu fáir séu útskrifaðir. „Ég vil fá að vita hvort það er ekki hægt að byggja upp góða læknadeild fyrir norðan, það gæti styrkt Háskólann á Akureyri,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún bætir við að það sé mikill læknaskortur í landinu og fjöldi stúdenta í læknanámi í útlöndum á námslánum frá íslenska ríkinu. „Væri ekki betra ef þetta fólk lyki sínu grunnnámi á Íslandi, annaðhvort á Akureyri eða í Reykjavík, og færi út í sérnám að því loknu?“ segir hún enn fremur. Sjúkrahúsið á Akureyri hefur tekið fjórða árs læknanema í starfsnám. Bjarni Jónasson, forstjóri FSA, segir að það yrði skoðað með jákvæðum huga að taka við fleiri læknanemum. „Hins vegar er margt sem þarf að skoða í þessu sambandi, til dæmis hvaða kröfur yrðu gerðar til sjúkrahússins og hverju þyrfti að breyta svo sjúkrahúsið gæti orðið fullgilt háskólasjúkrahús,“ segir Bjarni og bætir við að FSA sinni ekki jafnmörgum sérgreinum og Landspítalinn og það kunni að takmarka möguleika þess sem háskólasjúkrahúss.Stefán B. SigurðssonStefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri, segist ekki telja forsendur fyrir að koma á laggirnar læknadeild á Akureyri. „Þetta er dýrt nám, það þyrfti aukið fjármagn til skólans. Aðstaðan á sjúkrahúsinu er ekki næg, auk þess sem það er ekki nægur fjöldi sérfræðinga starfandi á FSA svo það sé hægt að reka læknadeild við Háskólann á Akureyri,“ segir Stefán.Magnús Karl Magnússon Í svipaðan streng tekur Magnús Karl Magnússon, forseti læknadeildar Háskóla Íslands. „Ég held að það sé óraunhæft að opna læknadeild við HA. Ísland er lítið land og það ber ekki tvo læknaskóla,“ segir hann. Hvað varðar fjölgun læknanema segir Magnús að það sé ef til vill hægt fjölga þeim. Þegar fjöldi læknanema á hverju ári er ákvarðaður sé horft til þess hversu marga nema Landspítalinn geti menntað á sómasamlegan hátt. Magnús segir að læknaskorturinn á Íslandi sé ekki til kominn vegna þess að svo fáir læknar útskrifist heldur vegna þess að þeim bjóðist betri kjör erlendis og því fáist þeir ekki til starfa hér á landi.Vigdís HauksdóttirFyrirspurn Vigdísar Vigdís Hauksdóttir bíður svara við fyrirspurn til heilbrigðisráðherra. Hún spurði hvort hagkvæmni þess hafi verið skoðuð að nýta Sjúkrahúsið á Akureyri til læknisfræðikennslu. Þá vill hún fá að vita hvort ráðherra telji að Háskólinn á Akureyri og Sjúkrahúsið á Akureyri geti uppfyllt kröfur um læknanám sem yrði sambærilegt því sem er í Háskóla Íslands og á Landspítalanum. Loks spyr Vigdís heilbrigðisráðherra hvort ekki sé rétt að fjölga læknanemum á hverju ári um helming, úr 48 í 96, í ljósi stöðu heilbrigðismála hér á landi. Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
„Ég vil fá að vita hvort það er ekki hægt að byggja upp góða læknadeild fyrir norðan, það gæti styrkt Háskólann á Akureyri,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún bætir við að það sé mikill læknaskortur í landinu og fjöldi stúdenta í læknanámi í útlöndum á námslánum frá íslenska ríkinu. „Væri ekki betra ef þetta fólk lyki sínu grunnnámi á Íslandi, annaðhvort á Akureyri eða í Reykjavík, og færi út í sérnám að því loknu?“ segir hún enn fremur. Sjúkrahúsið á Akureyri hefur tekið fjórða árs læknanema í starfsnám. Bjarni Jónasson, forstjóri FSA, segir að það yrði skoðað með jákvæðum huga að taka við fleiri læknanemum. „Hins vegar er margt sem þarf að skoða í þessu sambandi, til dæmis hvaða kröfur yrðu gerðar til sjúkrahússins og hverju þyrfti að breyta svo sjúkrahúsið gæti orðið fullgilt háskólasjúkrahús,“ segir Bjarni og bætir við að FSA sinni ekki jafnmörgum sérgreinum og Landspítalinn og það kunni að takmarka möguleika þess sem háskólasjúkrahúss.Stefán B. SigurðssonStefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri, segist ekki telja forsendur fyrir að koma á laggirnar læknadeild á Akureyri. „Þetta er dýrt nám, það þyrfti aukið fjármagn til skólans. Aðstaðan á sjúkrahúsinu er ekki næg, auk þess sem það er ekki nægur fjöldi sérfræðinga starfandi á FSA svo það sé hægt að reka læknadeild við Háskólann á Akureyri,“ segir Stefán.Magnús Karl Magnússon Í svipaðan streng tekur Magnús Karl Magnússon, forseti læknadeildar Háskóla Íslands. „Ég held að það sé óraunhæft að opna læknadeild við HA. Ísland er lítið land og það ber ekki tvo læknaskóla,“ segir hann. Hvað varðar fjölgun læknanema segir Magnús að það sé ef til vill hægt fjölga þeim. Þegar fjöldi læknanema á hverju ári er ákvarðaður sé horft til þess hversu marga nema Landspítalinn geti menntað á sómasamlegan hátt. Magnús segir að læknaskorturinn á Íslandi sé ekki til kominn vegna þess að svo fáir læknar útskrifist heldur vegna þess að þeim bjóðist betri kjör erlendis og því fáist þeir ekki til starfa hér á landi.Vigdís HauksdóttirFyrirspurn Vigdísar Vigdís Hauksdóttir bíður svara við fyrirspurn til heilbrigðisráðherra. Hún spurði hvort hagkvæmni þess hafi verið skoðuð að nýta Sjúkrahúsið á Akureyri til læknisfræðikennslu. Þá vill hún fá að vita hvort ráðherra telji að Háskólinn á Akureyri og Sjúkrahúsið á Akureyri geti uppfyllt kröfur um læknanám sem yrði sambærilegt því sem er í Háskóla Íslands og á Landspítalanum. Loks spyr Vigdís heilbrigðisráðherra hvort ekki sé rétt að fjölga læknanemum á hverju ári um helming, úr 48 í 96, í ljósi stöðu heilbrigðismála hér á landi.
Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira