Lorde á framtíðina fyrir sér Freyr Bjarnason skrifar 17. október 2013 09:00 Söngkonan og lagasmiðurinn Lorde hefur gefið út sína fyrstu plötu, Pure Heroine. nordicphotos/getty Nýsjálenska söngkonan og lagasmiðurinn Ella Yelich-O´Connor, betur þekkt sem Lorde, gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Pure Heroine. Þessi sextán ára stúlka, sem verður sautján 7. nóvember, hefur heldur betur slegið í gegn með laginu Royals. Það fór á toppinn víða um heim, þar á meðal hér á landi og í Bandaríkjunum þar sem hún velti Miley Cyrus úr sessi. Um leið varð hún yngsti sólótónlistarmaðurinn sem kemst á topp bandaríska Billboard-vinsældalistans í 26 ár. Lodre ólst upp í borginni Auckland og vakti fljótt athygli fyrir sönghæfileika sína. Í uppvextinum hlustaði hún á Neil Young, Fleetwood Mac, The Smiths og Nick Drake, auk sálartónlistarmanna á borð við Ettu James og Otis Redding. Síðar meir uppgötvaði hún listamenn á borð við James Blake, Bon Iver, Burial, Animal Collective, SBTRKT og Drake, Grimes og Sleigh Bells, sem veittu henni allir innblásur. Fyrsta EP-platan hennar, The Love Club, kom út án mikils lúðrablásturs á síðasta ári. Hún naut vaxandi hylli í föðurlandinu og komst á toppinn þar í landi þrátt fyrir að henni hefði þegar verið halað niður frítt sextíu þúsund sinnum á síðunni Soundcloud. Útgáfufyrirtæki komu auga á hæfileika Lorde og hófu að falast eftir kröftum hennar. Hún neitaði öllum tilboðum enda hafði áður samið við útgáfurisann Universal aðeins þrettán ára gömul. Starfaði hún með lagahöfundinum og upptökustjóranum Joel Little við gerð EP-plötunnar, rétt eins við gerð Pure Heroine. Móðir Lorde er virt ljóðskáld í heimalandinu og naut söngkonan því góðs uppeldis sem framtíðar textasmiður með því að lesa ljóð eftir T.S. Eliot, Ezra Pound, Allan Ginsberg og fleiri. Lorde horfði einnig á sjónvarpsþættina The Sopranos og Brick, auk kvikmyndarinnar The Virgin Suicides. Pure Heroine hefur fengið mjög góð viðbrögð. Tímaritið Clash gefur plötunni 9 af 10 mögulegum og segir hana popp-meistarastykki. Rolling Stone og Consequence of Sound gefa henni fjórar stjörnur af fimm og Pitchfork 73 af 100 í einkunn. Miðað við dómana og vinsældirnar til þessa er ljóst að hin kornunga Lorde á framtíðina fyrir sér í tónlistarbransanum. Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Nýsjálenska söngkonan og lagasmiðurinn Ella Yelich-O´Connor, betur þekkt sem Lorde, gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Pure Heroine. Þessi sextán ára stúlka, sem verður sautján 7. nóvember, hefur heldur betur slegið í gegn með laginu Royals. Það fór á toppinn víða um heim, þar á meðal hér á landi og í Bandaríkjunum þar sem hún velti Miley Cyrus úr sessi. Um leið varð hún yngsti sólótónlistarmaðurinn sem kemst á topp bandaríska Billboard-vinsældalistans í 26 ár. Lodre ólst upp í borginni Auckland og vakti fljótt athygli fyrir sönghæfileika sína. Í uppvextinum hlustaði hún á Neil Young, Fleetwood Mac, The Smiths og Nick Drake, auk sálartónlistarmanna á borð við Ettu James og Otis Redding. Síðar meir uppgötvaði hún listamenn á borð við James Blake, Bon Iver, Burial, Animal Collective, SBTRKT og Drake, Grimes og Sleigh Bells, sem veittu henni allir innblásur. Fyrsta EP-platan hennar, The Love Club, kom út án mikils lúðrablásturs á síðasta ári. Hún naut vaxandi hylli í föðurlandinu og komst á toppinn þar í landi þrátt fyrir að henni hefði þegar verið halað niður frítt sextíu þúsund sinnum á síðunni Soundcloud. Útgáfufyrirtæki komu auga á hæfileika Lorde og hófu að falast eftir kröftum hennar. Hún neitaði öllum tilboðum enda hafði áður samið við útgáfurisann Universal aðeins þrettán ára gömul. Starfaði hún með lagahöfundinum og upptökustjóranum Joel Little við gerð EP-plötunnar, rétt eins við gerð Pure Heroine. Móðir Lorde er virt ljóðskáld í heimalandinu og naut söngkonan því góðs uppeldis sem framtíðar textasmiður með því að lesa ljóð eftir T.S. Eliot, Ezra Pound, Allan Ginsberg og fleiri. Lorde horfði einnig á sjónvarpsþættina The Sopranos og Brick, auk kvikmyndarinnar The Virgin Suicides. Pure Heroine hefur fengið mjög góð viðbrögð. Tímaritið Clash gefur plötunni 9 af 10 mögulegum og segir hana popp-meistarastykki. Rolling Stone og Consequence of Sound gefa henni fjórar stjörnur af fimm og Pitchfork 73 af 100 í einkunn. Miðað við dómana og vinsældirnar til þessa er ljóst að hin kornunga Lorde á framtíðina fyrir sér í tónlistarbransanum.
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira