Eiður er orðinn gjafmildari og leyfir mér að sjá um þetta Kolbeinn Tumi Daðason í Osló skrifar 15. október 2013 06:00 Gylfi Þór og félagar æfðu á Ullevaal-leikvanginum í gær þar sem leikurinn fer fram í kvöld. Strákarnir voru hinir hressustu og horfa afar einbeittir á verkefnið fram undan. Fréttablaðið/Vilhelm Ein stór ástæða fyrir velgengni íslenska karlalandsliðsins í undankeppni heimsmeistaramótsins er Gylfi Þór Sigurðsson. Hafnfirðingurinn hefur farið á kostum með landsliðinu og átti stærstan þátt í sigri Íslands í Albaníu og Slóveníu. Hann segir það draum allra leikmanna liðsins að koma landsliðinu í lokakeppni stórmóts. „Það væri ruglað. Alveg frá því ég var lítill og nýbyrjaður að spila fótbolta þá horfði maður alltaf á HM. Það var eitthvað sérstakt við keppnina,“ segir Gylfi sem leikur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir leikmenn enska liðsins ítrekað spyrja sig hvort Ísland eigi virkilega enn möguleika á að komast þangað. „Þeir reka eiginlega upp stór augu yfir því að við eigum enn séns á sæti í umspili. Spyrja jafnvel hvort það sé leyfilegt að Ísland fari á HM,“ segir sá sparkvisssi og hlær. Hann viðurkennir að það væri gaman að mæta aftur til Lundúna og draumurinn um HM enn á lífi. Gylfi skoraði síðara mark Íslands í 2-0 sigrinum á Kýpur á föstudag. Markið var nokkuð úr karakter enda Gylfi þekktur fyrir glæsimörk. Markið var hins vegar hans fyrsta á Laugardalsvelli. „Ég spáði í því í fyrsta skipti á leikdegi að ég hafði ekki skorað á Laugardalsvelli. Það var mjög skrýtið,“ segir Gylfi sem var búinn að skora nokkrum klukkustundum síðar. Mörkin á útivelli hafa verið tíðari en miðjumaðurinn skilur ekki hvers vegna. Ekki er ástæðan sú að hann kunni betur við að spila á útivelli. „Nei, alls ekki. Stemmningin á Laugardalsvelli hefur verið frábær, gaman að spila þegar það er fullt og hlusta á fólk syngja þjóðsönginn.“ Ætli það sé boltinn sem KSÍ sjái leikmönnum fyrir í Laugardalnum? „Já, við þurfum kannski að fara að breyta um bolta,“ segir Gylfi og hlær. Spyrnusérfræðingurinn virðist vera í áskrift að aukaspyrnum í námunda við vítateig andstæðinganna. Gylfi virðist því sleppa við samkeppni um hver fái að spyrna líkt og er fyrir hendi hjá Tottenham. „Sem betur fer fyrir mig hef ég náð að skora úr tveimur aukaspyrnum í riðlakeppninni. Ég reyni að þrýsta á að fá að taka spyrnurnar í hvert skipti sem ég get,“ segir Gylfi léttur. Hann bætir við að gott sé að hafa örvfætta leikmenn við hlið sér og nefnir Ara Frey Skúlason og Jóhann Berg Guðmundsson til sögunnar. „Ef Eiður væri nokkrum árum yngri þá myndi hann örugglega reyna að taka allar aukaspyrnurnar. Hann er orðinn gjafmildari og leyfir manni að sjá um þetta sem er mjög fínt.“ Staðan fyrir leik kvöldsins er einföld. Sigur á Norðmönnum tryggir Íslandi sæti í umspilsleikjum um miðjan nóvember. Liðið gæti þó náð markmiði sínu þrátt fyrir jafntefli eða tap verði úrslitin í viðureign Sviss og Slóveníu hagstæð. „Það væri grátlegt ef þetta færi á versta veg. Við erum einbeittir á að klára dæmið, ljúka riðlinum á þremur sigrum í röð og fara í umspil.“Leikurinn í kvöld verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gummi Ben mun lýsa leiknum beint á Bylgjunni og verður hægt að hlusta á lýsinguna inn í textalýsingarfrétt Vísis. Textalýsing, tölfræði og Gummi Ben. Allt á sama stað í kvöld á Vísi. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira
Ein stór ástæða fyrir velgengni íslenska karlalandsliðsins í undankeppni heimsmeistaramótsins er Gylfi Þór Sigurðsson. Hafnfirðingurinn hefur farið á kostum með landsliðinu og átti stærstan þátt í sigri Íslands í Albaníu og Slóveníu. Hann segir það draum allra leikmanna liðsins að koma landsliðinu í lokakeppni stórmóts. „Það væri ruglað. Alveg frá því ég var lítill og nýbyrjaður að spila fótbolta þá horfði maður alltaf á HM. Það var eitthvað sérstakt við keppnina,“ segir Gylfi sem leikur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir leikmenn enska liðsins ítrekað spyrja sig hvort Ísland eigi virkilega enn möguleika á að komast þangað. „Þeir reka eiginlega upp stór augu yfir því að við eigum enn séns á sæti í umspili. Spyrja jafnvel hvort það sé leyfilegt að Ísland fari á HM,“ segir sá sparkvisssi og hlær. Hann viðurkennir að það væri gaman að mæta aftur til Lundúna og draumurinn um HM enn á lífi. Gylfi skoraði síðara mark Íslands í 2-0 sigrinum á Kýpur á föstudag. Markið var nokkuð úr karakter enda Gylfi þekktur fyrir glæsimörk. Markið var hins vegar hans fyrsta á Laugardalsvelli. „Ég spáði í því í fyrsta skipti á leikdegi að ég hafði ekki skorað á Laugardalsvelli. Það var mjög skrýtið,“ segir Gylfi sem var búinn að skora nokkrum klukkustundum síðar. Mörkin á útivelli hafa verið tíðari en miðjumaðurinn skilur ekki hvers vegna. Ekki er ástæðan sú að hann kunni betur við að spila á útivelli. „Nei, alls ekki. Stemmningin á Laugardalsvelli hefur verið frábær, gaman að spila þegar það er fullt og hlusta á fólk syngja þjóðsönginn.“ Ætli það sé boltinn sem KSÍ sjái leikmönnum fyrir í Laugardalnum? „Já, við þurfum kannski að fara að breyta um bolta,“ segir Gylfi og hlær. Spyrnusérfræðingurinn virðist vera í áskrift að aukaspyrnum í námunda við vítateig andstæðinganna. Gylfi virðist því sleppa við samkeppni um hver fái að spyrna líkt og er fyrir hendi hjá Tottenham. „Sem betur fer fyrir mig hef ég náð að skora úr tveimur aukaspyrnum í riðlakeppninni. Ég reyni að þrýsta á að fá að taka spyrnurnar í hvert skipti sem ég get,“ segir Gylfi léttur. Hann bætir við að gott sé að hafa örvfætta leikmenn við hlið sér og nefnir Ara Frey Skúlason og Jóhann Berg Guðmundsson til sögunnar. „Ef Eiður væri nokkrum árum yngri þá myndi hann örugglega reyna að taka allar aukaspyrnurnar. Hann er orðinn gjafmildari og leyfir manni að sjá um þetta sem er mjög fínt.“ Staðan fyrir leik kvöldsins er einföld. Sigur á Norðmönnum tryggir Íslandi sæti í umspilsleikjum um miðjan nóvember. Liðið gæti þó náð markmiði sínu þrátt fyrir jafntefli eða tap verði úrslitin í viðureign Sviss og Slóveníu hagstæð. „Það væri grátlegt ef þetta færi á versta veg. Við erum einbeittir á að klára dæmið, ljúka riðlinum á þremur sigrum í röð og fara í umspil.“Leikurinn í kvöld verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gummi Ben mun lýsa leiknum beint á Bylgjunni og verður hægt að hlusta á lýsinguna inn í textalýsingarfrétt Vísis. Textalýsing, tölfræði og Gummi Ben. Allt á sama stað í kvöld á Vísi.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira