Eiður er orðinn gjafmildari og leyfir mér að sjá um þetta Kolbeinn Tumi Daðason í Osló skrifar 15. október 2013 06:00 Gylfi Þór og félagar æfðu á Ullevaal-leikvanginum í gær þar sem leikurinn fer fram í kvöld. Strákarnir voru hinir hressustu og horfa afar einbeittir á verkefnið fram undan. Fréttablaðið/Vilhelm Ein stór ástæða fyrir velgengni íslenska karlalandsliðsins í undankeppni heimsmeistaramótsins er Gylfi Þór Sigurðsson. Hafnfirðingurinn hefur farið á kostum með landsliðinu og átti stærstan þátt í sigri Íslands í Albaníu og Slóveníu. Hann segir það draum allra leikmanna liðsins að koma landsliðinu í lokakeppni stórmóts. „Það væri ruglað. Alveg frá því ég var lítill og nýbyrjaður að spila fótbolta þá horfði maður alltaf á HM. Það var eitthvað sérstakt við keppnina,“ segir Gylfi sem leikur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir leikmenn enska liðsins ítrekað spyrja sig hvort Ísland eigi virkilega enn möguleika á að komast þangað. „Þeir reka eiginlega upp stór augu yfir því að við eigum enn séns á sæti í umspili. Spyrja jafnvel hvort það sé leyfilegt að Ísland fari á HM,“ segir sá sparkvisssi og hlær. Hann viðurkennir að það væri gaman að mæta aftur til Lundúna og draumurinn um HM enn á lífi. Gylfi skoraði síðara mark Íslands í 2-0 sigrinum á Kýpur á föstudag. Markið var nokkuð úr karakter enda Gylfi þekktur fyrir glæsimörk. Markið var hins vegar hans fyrsta á Laugardalsvelli. „Ég spáði í því í fyrsta skipti á leikdegi að ég hafði ekki skorað á Laugardalsvelli. Það var mjög skrýtið,“ segir Gylfi sem var búinn að skora nokkrum klukkustundum síðar. Mörkin á útivelli hafa verið tíðari en miðjumaðurinn skilur ekki hvers vegna. Ekki er ástæðan sú að hann kunni betur við að spila á útivelli. „Nei, alls ekki. Stemmningin á Laugardalsvelli hefur verið frábær, gaman að spila þegar það er fullt og hlusta á fólk syngja þjóðsönginn.“ Ætli það sé boltinn sem KSÍ sjái leikmönnum fyrir í Laugardalnum? „Já, við þurfum kannski að fara að breyta um bolta,“ segir Gylfi og hlær. Spyrnusérfræðingurinn virðist vera í áskrift að aukaspyrnum í námunda við vítateig andstæðinganna. Gylfi virðist því sleppa við samkeppni um hver fái að spyrna líkt og er fyrir hendi hjá Tottenham. „Sem betur fer fyrir mig hef ég náð að skora úr tveimur aukaspyrnum í riðlakeppninni. Ég reyni að þrýsta á að fá að taka spyrnurnar í hvert skipti sem ég get,“ segir Gylfi léttur. Hann bætir við að gott sé að hafa örvfætta leikmenn við hlið sér og nefnir Ara Frey Skúlason og Jóhann Berg Guðmundsson til sögunnar. „Ef Eiður væri nokkrum árum yngri þá myndi hann örugglega reyna að taka allar aukaspyrnurnar. Hann er orðinn gjafmildari og leyfir manni að sjá um þetta sem er mjög fínt.“ Staðan fyrir leik kvöldsins er einföld. Sigur á Norðmönnum tryggir Íslandi sæti í umspilsleikjum um miðjan nóvember. Liðið gæti þó náð markmiði sínu þrátt fyrir jafntefli eða tap verði úrslitin í viðureign Sviss og Slóveníu hagstæð. „Það væri grátlegt ef þetta færi á versta veg. Við erum einbeittir á að klára dæmið, ljúka riðlinum á þremur sigrum í röð og fara í umspil.“Leikurinn í kvöld verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gummi Ben mun lýsa leiknum beint á Bylgjunni og verður hægt að hlusta á lýsinguna inn í textalýsingarfrétt Vísis. Textalýsing, tölfræði og Gummi Ben. Allt á sama stað í kvöld á Vísi. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
Ein stór ástæða fyrir velgengni íslenska karlalandsliðsins í undankeppni heimsmeistaramótsins er Gylfi Þór Sigurðsson. Hafnfirðingurinn hefur farið á kostum með landsliðinu og átti stærstan þátt í sigri Íslands í Albaníu og Slóveníu. Hann segir það draum allra leikmanna liðsins að koma landsliðinu í lokakeppni stórmóts. „Það væri ruglað. Alveg frá því ég var lítill og nýbyrjaður að spila fótbolta þá horfði maður alltaf á HM. Það var eitthvað sérstakt við keppnina,“ segir Gylfi sem leikur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir leikmenn enska liðsins ítrekað spyrja sig hvort Ísland eigi virkilega enn möguleika á að komast þangað. „Þeir reka eiginlega upp stór augu yfir því að við eigum enn séns á sæti í umspili. Spyrja jafnvel hvort það sé leyfilegt að Ísland fari á HM,“ segir sá sparkvisssi og hlær. Hann viðurkennir að það væri gaman að mæta aftur til Lundúna og draumurinn um HM enn á lífi. Gylfi skoraði síðara mark Íslands í 2-0 sigrinum á Kýpur á föstudag. Markið var nokkuð úr karakter enda Gylfi þekktur fyrir glæsimörk. Markið var hins vegar hans fyrsta á Laugardalsvelli. „Ég spáði í því í fyrsta skipti á leikdegi að ég hafði ekki skorað á Laugardalsvelli. Það var mjög skrýtið,“ segir Gylfi sem var búinn að skora nokkrum klukkustundum síðar. Mörkin á útivelli hafa verið tíðari en miðjumaðurinn skilur ekki hvers vegna. Ekki er ástæðan sú að hann kunni betur við að spila á útivelli. „Nei, alls ekki. Stemmningin á Laugardalsvelli hefur verið frábær, gaman að spila þegar það er fullt og hlusta á fólk syngja þjóðsönginn.“ Ætli það sé boltinn sem KSÍ sjái leikmönnum fyrir í Laugardalnum? „Já, við þurfum kannski að fara að breyta um bolta,“ segir Gylfi og hlær. Spyrnusérfræðingurinn virðist vera í áskrift að aukaspyrnum í námunda við vítateig andstæðinganna. Gylfi virðist því sleppa við samkeppni um hver fái að spyrna líkt og er fyrir hendi hjá Tottenham. „Sem betur fer fyrir mig hef ég náð að skora úr tveimur aukaspyrnum í riðlakeppninni. Ég reyni að þrýsta á að fá að taka spyrnurnar í hvert skipti sem ég get,“ segir Gylfi léttur. Hann bætir við að gott sé að hafa örvfætta leikmenn við hlið sér og nefnir Ara Frey Skúlason og Jóhann Berg Guðmundsson til sögunnar. „Ef Eiður væri nokkrum árum yngri þá myndi hann örugglega reyna að taka allar aukaspyrnurnar. Hann er orðinn gjafmildari og leyfir manni að sjá um þetta sem er mjög fínt.“ Staðan fyrir leik kvöldsins er einföld. Sigur á Norðmönnum tryggir Íslandi sæti í umspilsleikjum um miðjan nóvember. Liðið gæti þó náð markmiði sínu þrátt fyrir jafntefli eða tap verði úrslitin í viðureign Sviss og Slóveníu hagstæð. „Það væri grátlegt ef þetta færi á versta veg. Við erum einbeittir á að klára dæmið, ljúka riðlinum á þremur sigrum í röð og fara í umspil.“Leikurinn í kvöld verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gummi Ben mun lýsa leiknum beint á Bylgjunni og verður hægt að hlusta á lýsinguna inn í textalýsingarfrétt Vísis. Textalýsing, tölfræði og Gummi Ben. Allt á sama stað í kvöld á Vísi.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira