Fótbolti

Atli Eðvaldsson tryggði síðasta sigur

Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar
Atli Eðvaldsson
Atli Eðvaldsson Mynd/NordicPhotos/Getty
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekki lagt Norðmenn að velli á útivelli í 26 ár.

Atli Eðvaldsson skoraði þá með fallegu hægri fótarskoti fram hjá Erik Thorsvedt í marki Norðmanna.

Leikurinn fór fram á Ullevaal og fróðlegt verður að sjá hvort eyðimerkurgöngu okkar manna í Noregi ljúki á morgun.

Frá leiknum í september 1987 hefur liðið gert tvö jafntefli gegn þeim norsku en tapaði í síðustu heimsókninni fyrir tveimur árum á marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins.

Íslenska liðið hafði ekki lagt það norska að velli í sjö tilraunum, frá markinu hans Atla 1987, þegar 2-0 sigurinn vannst á Laugardalsvelli fyrir ári. Vonandi tekst okkar mönnum að sigla þremur stigum í hús í annað skiptið í sömu undankeppni.

Leikurinn í kvöld verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gummi Ben mun lýsa leiknum beint á Bylgjunni og verður hægt að hlusta á lýsinguna inn í textalýsingarfrétt Vísis. Textalýsing, tölfræði og Gummi Ben. Allt á sama stað í kvöld á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×