Loksins tóku stuðningsmenn United ástfóstri við Belga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2013 06:30 Eftir vandræðalegt tap á heimavelli gegn West Brom og marki undir gegn Sunderland var Manchester United í vandræðalegri stöðu á Ljósvangi. Enn hafði ekki kviknað í United fyrir alvöru í deildinni og nýi stjórinn David Moyes í leit að neista. Á sex mínútum breyttist allt. Belgíski táningurinn Adnan Januzaj fékk tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta skipti og þakkaði fyrir sig með tveimur mörkum. Skyldusigurinn á botnliðinu vannst og milljónir stuðningsmanna United um allan heim höfðu loks ástæðu til að vera spenntir. „Ég man eftir því þegar ég gaf Wayne Rooney tækifærið í fyrsta skipti hjá Everton. Adnan er svo sannarlega í sama gæðaflokki,“ sagði knattspyrnustjórinn skoski.Vera má að Januzaj hafi létt pressunni á Moyes en hann jók hana um leið. Samningur Belgans átján ára við Englandsmeistarana rennur út í vor og má telja líklegt að umboðsmaður Januzaj hafi opnað kampavínsflösku á laugardagskvöldið. United missti Frakkann Paul Pogba til Juventus á sínum tíma. Sá hefur slegið í gegn á Ítalíu og er orðinn burðarás í landsliði Frakka. Stuðningsmenn rauðklæddra vilja ekki missa Januzaj í hendur annarra stórliða í Evrópu.Segja má að tími hafi verið kominn til þess að Belgi stimplaði sig inn hjá Manchester United. Reiknað var með því að Marouane Fellaini yrði fyrri til en táningurinn en svo fór aldeilis ekki. Fjölmargir hafa sett spurningarmerki við miðjumanninn hárprúða og velt fyrir sér hvort hann hafi gæðin sem þarf á miðju United. Þeirri spurningu er ósvarað. Fellaini var frá keppni vegna meiðsla á laugardaginn en virtist ekki saknað. Landi hans var og er maður augnabliksins. Auk óvissu með framtíð Januzaj hjá United er óvíst hvaða þjóð mun njóta góðs af þjónustu hans á landsliðssviðinu. Kantmaðurinn, sem kom frá Anderlecht árið 2011, getur valið milli þess að spila fyrir Belga og Albaníu, en foreldrar hans eru þaðan. Þá gætu Englendingar reynt að freista Januzaj á grundvelli þess hve ungur hann var þegar hann flutti til Englands. Ljóst er að enskir gætu nýtt sér jafnleikinn leikmann og Januzaj þótt fyrri þjóðirnar tvær séu mun líklegri lendingarstaður.Vincent Kompany er lykilmaður í liði Manchester City.Nordicphotos/GettyBelgar á mála hjá ensku félögunum Arsenal Thomas VermaaelenTottenham Hotspur Moussa Dembele, Jan Vertongen, Nacer ChadliChelsea Edin Hazard, Kevin De BruyneManchester City Vincent KompanyLiverpool Simon MignoletAston Villa Christian BentekeManchester United Marouane Fellaini, Adnan JanuzajEverton Kevin Mirallas, Romelu Lukaku (í láni frá Chelsea) Enski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Eftir vandræðalegt tap á heimavelli gegn West Brom og marki undir gegn Sunderland var Manchester United í vandræðalegri stöðu á Ljósvangi. Enn hafði ekki kviknað í United fyrir alvöru í deildinni og nýi stjórinn David Moyes í leit að neista. Á sex mínútum breyttist allt. Belgíski táningurinn Adnan Januzaj fékk tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta skipti og þakkaði fyrir sig með tveimur mörkum. Skyldusigurinn á botnliðinu vannst og milljónir stuðningsmanna United um allan heim höfðu loks ástæðu til að vera spenntir. „Ég man eftir því þegar ég gaf Wayne Rooney tækifærið í fyrsta skipti hjá Everton. Adnan er svo sannarlega í sama gæðaflokki,“ sagði knattspyrnustjórinn skoski.Vera má að Januzaj hafi létt pressunni á Moyes en hann jók hana um leið. Samningur Belgans átján ára við Englandsmeistarana rennur út í vor og má telja líklegt að umboðsmaður Januzaj hafi opnað kampavínsflösku á laugardagskvöldið. United missti Frakkann Paul Pogba til Juventus á sínum tíma. Sá hefur slegið í gegn á Ítalíu og er orðinn burðarás í landsliði Frakka. Stuðningsmenn rauðklæddra vilja ekki missa Januzaj í hendur annarra stórliða í Evrópu.Segja má að tími hafi verið kominn til þess að Belgi stimplaði sig inn hjá Manchester United. Reiknað var með því að Marouane Fellaini yrði fyrri til en táningurinn en svo fór aldeilis ekki. Fjölmargir hafa sett spurningarmerki við miðjumanninn hárprúða og velt fyrir sér hvort hann hafi gæðin sem þarf á miðju United. Þeirri spurningu er ósvarað. Fellaini var frá keppni vegna meiðsla á laugardaginn en virtist ekki saknað. Landi hans var og er maður augnabliksins. Auk óvissu með framtíð Januzaj hjá United er óvíst hvaða þjóð mun njóta góðs af þjónustu hans á landsliðssviðinu. Kantmaðurinn, sem kom frá Anderlecht árið 2011, getur valið milli þess að spila fyrir Belga og Albaníu, en foreldrar hans eru þaðan. Þá gætu Englendingar reynt að freista Januzaj á grundvelli þess hve ungur hann var þegar hann flutti til Englands. Ljóst er að enskir gætu nýtt sér jafnleikinn leikmann og Januzaj þótt fyrri þjóðirnar tvær séu mun líklegri lendingarstaður.Vincent Kompany er lykilmaður í liði Manchester City.Nordicphotos/GettyBelgar á mála hjá ensku félögunum Arsenal Thomas VermaaelenTottenham Hotspur Moussa Dembele, Jan Vertongen, Nacer ChadliChelsea Edin Hazard, Kevin De BruyneManchester City Vincent KompanyLiverpool Simon MignoletAston Villa Christian BentekeManchester United Marouane Fellaini, Adnan JanuzajEverton Kevin Mirallas, Romelu Lukaku (í láni frá Chelsea)
Enski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira