Frostrósirnar kveðja á toppnum Freyr Bjarnason skrifar 5. október 2013 08:00 „Ef það á að kveðja er best að gera það á toppnum,“ segir Samúel Kristjánsson, skipuleggjandi Frostrósatónleikanna. Lokatónleikar hinna vinsælu Frostrósa verða haldnir í Laugardalshöll 21. desember. Eftir það fara þær í frí um óákveðinn tíma. Samúel ætlar í staðinn að einbeita sér að því að koma Frostrósunum á kortið í Noregi og Svíþjóð. „Ég er búinn að vinna með Frostrósir í Noregi og Svíþjóð síðustu tvö ár. Það hefur verið svo rosalega mikil vinna hérna heima að það er ekki hægt að gera bæði,“ segir Samúel, sem er einnig búinn að ráða sig í annað verkefni í Svíþjóð. „En það er aldrei að vita nema hugurinn leiti aftur heim og við, þessi samhenta fjölskylda sem að baki þessu stendur, komum saman aftur og blásum til veislu að nokkrum árum liðnum. En það þarf framtíðin að leiða í ljós.“ Á lokatónleikunum í Höllinni verður öllu tjaldað til. Dívurnar mæta allar til leiks, auk fjölda tenóra og söngvara. Einnig kemur fram Stórhljómsveit Frostrósa, tvö hundruð manna hátíðarkór, barnakór og Íslenski gospelkórinn. Miðasala hefst 15. október á Midi.is. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ef það á að kveðja er best að gera það á toppnum,“ segir Samúel Kristjánsson, skipuleggjandi Frostrósatónleikanna. Lokatónleikar hinna vinsælu Frostrósa verða haldnir í Laugardalshöll 21. desember. Eftir það fara þær í frí um óákveðinn tíma. Samúel ætlar í staðinn að einbeita sér að því að koma Frostrósunum á kortið í Noregi og Svíþjóð. „Ég er búinn að vinna með Frostrósir í Noregi og Svíþjóð síðustu tvö ár. Það hefur verið svo rosalega mikil vinna hérna heima að það er ekki hægt að gera bæði,“ segir Samúel, sem er einnig búinn að ráða sig í annað verkefni í Svíþjóð. „En það er aldrei að vita nema hugurinn leiti aftur heim og við, þessi samhenta fjölskylda sem að baki þessu stendur, komum saman aftur og blásum til veislu að nokkrum árum liðnum. En það þarf framtíðin að leiða í ljós.“ Á lokatónleikunum í Höllinni verður öllu tjaldað til. Dívurnar mæta allar til leiks, auk fjölda tenóra og söngvara. Einnig kemur fram Stórhljómsveit Frostrósa, tvö hundruð manna hátíðarkór, barnakór og Íslenski gospelkórinn. Miðasala hefst 15. október á Midi.is.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira