Frumsýningarhelgi í Evrópu Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2013 06:30 Gareth Bale spilar með Real Madrid um helgina. Deildarkeppnirnar í Evrópu fara á ný af stað um helgina eftir landsleikjahlé. Félagaskiptaglugginn lokaði þann 2. september og þá voru leikmenn margir hverjir komnir til móts við sín landslið. Það verða því margir leikmenn í nýjum búningum um helgina. Stærsta nafnið er án efa Gareth Bale en Real Madrid gekk frá kaupum á honum þann 1. september frá Tottenham Hotspur fyrir 85 milljónir punda. Hann varð þá dýrasti leikmaðurinn í sögunni og samdi til sex ára við spænska stórveldið. Real Madrid heimsækir Villareal í kvöld og gæti Wales-verjinn komið við sögu í þeim leik en beðið hefur verið eftir því með eftirvæntingu í allt sumar að Bale spili sinn fyrsta leik. Englandsmeistarar Manchester United fóru ekki mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar en náðu samt sem áður að festa kaup á belgíska miðjumanninum Marouane Fellaini frá Everton þann 2. september. Félagið greiddi 27,5 milljónir punda fyrir hinn hárprúða Fellaini en liðið hefur sárlega vantað skapandi miðjumann í fyrstu þremur deildarleikjum liðsins á tímabilinu. United mætir Crystal Palace í fyrsta leik helgarinnar í hádeginu í dag. Búist er við því að Belginn verði í leikmannahópnum og gæti jafnvel farið beint inn í byrjunarliðið. David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, þekkir vel til leikmannsins þar sem hann stýrði Everton á árunum 2002-2013.Góður liðsstyrkur Everton náði að styrkja hópinn um tvo sterka leikmenn undir lokin en þeir Gareth Barry og Romelu Lukaku komu báðir til félagsins á láni út leiktíðina. Barry frá Manchester City og Lukaku frá Chelsea. Barry gæti verið inni á miðjunni fyrir Everton gegn West Ham í dag og á hlutverk hans eflaust að leysa Marouane Fellaini af hólmi. Lukaku var á láni hjá West Bromwich Albion á síðustu leiktíð og skoraði þá sautján mörk með liðinu. Forráðamenn Chelsea hafa fengið framherjann Samuel Eto‘o frá Anzhi Makhachkala til liðsins og því ekki lengur pláss fyrir belgíska framherjann Lukaku. Eto‘o gæti því leikið á ný undir stjórn José Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, þegar liðið fær Fulham í heimsókn í dag. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, tók einnig upp veskið í upphafi mánaðar þegar hann festi kaup á Mesut Özil frá Real Madrid á 42,5 milljónir punda en stjórinn hafði verið harðlega gagnrýndur allt sumarið fyrir að styrkja ekki hópinn nægilega mikið. Þjóðverjinn gæti því hæglega komið við sögu þegar Arsenal mætir Sunderland á Leikvangi ljóssins í dag.Odemwingie snýr aftur Ólátabelgurinn Peter Odemwingie gerði þriggja ára samning við Aron Einar Gunnarsson og félaga í Cardiff en hann hefur ekki leikið knattspyrnuleik í átta mánuði en eins og frægt er orðið reyndi hann að komast inn á Loftus Road, heimavöll QPR, til að ganga sjálfur frá samningum við félagið í janúar á þessu ári. Þá var leikmaðurinn samningsbundinn West Bromwich Albion og lék ekki fleiri leiki fyrir félagið eftir atvikið. Framherjinn 32 ára gæti því verið í liði Cardiff er liðið mætir nýliðum Hull í dag. Stærsta fréttin í ítalska boltanum er líklega endurkoma Kaká til AC Milan. Brasilíski miðjumaðurinn hélt frá Mílanó til Real Madrid fyrir fjórum árum en náði sér aldrei á strik með þeim spænsku. Leikmaðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við Mílanóliðið. Það er því spurning hvort þær 630 milljónir punda eða þeir 118 milljarðar íslenskra króna borgi sig, en það er upphæðin sem ensk félög eyddu í leikmenn í sumarglugganum í ár. Standa menn undir nafni á frumsýningarhelgi? Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Sjá meira
Deildarkeppnirnar í Evrópu fara á ný af stað um helgina eftir landsleikjahlé. Félagaskiptaglugginn lokaði þann 2. september og þá voru leikmenn margir hverjir komnir til móts við sín landslið. Það verða því margir leikmenn í nýjum búningum um helgina. Stærsta nafnið er án efa Gareth Bale en Real Madrid gekk frá kaupum á honum þann 1. september frá Tottenham Hotspur fyrir 85 milljónir punda. Hann varð þá dýrasti leikmaðurinn í sögunni og samdi til sex ára við spænska stórveldið. Real Madrid heimsækir Villareal í kvöld og gæti Wales-verjinn komið við sögu í þeim leik en beðið hefur verið eftir því með eftirvæntingu í allt sumar að Bale spili sinn fyrsta leik. Englandsmeistarar Manchester United fóru ekki mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar en náðu samt sem áður að festa kaup á belgíska miðjumanninum Marouane Fellaini frá Everton þann 2. september. Félagið greiddi 27,5 milljónir punda fyrir hinn hárprúða Fellaini en liðið hefur sárlega vantað skapandi miðjumann í fyrstu þremur deildarleikjum liðsins á tímabilinu. United mætir Crystal Palace í fyrsta leik helgarinnar í hádeginu í dag. Búist er við því að Belginn verði í leikmannahópnum og gæti jafnvel farið beint inn í byrjunarliðið. David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, þekkir vel til leikmannsins þar sem hann stýrði Everton á árunum 2002-2013.Góður liðsstyrkur Everton náði að styrkja hópinn um tvo sterka leikmenn undir lokin en þeir Gareth Barry og Romelu Lukaku komu báðir til félagsins á láni út leiktíðina. Barry frá Manchester City og Lukaku frá Chelsea. Barry gæti verið inni á miðjunni fyrir Everton gegn West Ham í dag og á hlutverk hans eflaust að leysa Marouane Fellaini af hólmi. Lukaku var á láni hjá West Bromwich Albion á síðustu leiktíð og skoraði þá sautján mörk með liðinu. Forráðamenn Chelsea hafa fengið framherjann Samuel Eto‘o frá Anzhi Makhachkala til liðsins og því ekki lengur pláss fyrir belgíska framherjann Lukaku. Eto‘o gæti því leikið á ný undir stjórn José Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, þegar liðið fær Fulham í heimsókn í dag. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, tók einnig upp veskið í upphafi mánaðar þegar hann festi kaup á Mesut Özil frá Real Madrid á 42,5 milljónir punda en stjórinn hafði verið harðlega gagnrýndur allt sumarið fyrir að styrkja ekki hópinn nægilega mikið. Þjóðverjinn gæti því hæglega komið við sögu þegar Arsenal mætir Sunderland á Leikvangi ljóssins í dag.Odemwingie snýr aftur Ólátabelgurinn Peter Odemwingie gerði þriggja ára samning við Aron Einar Gunnarsson og félaga í Cardiff en hann hefur ekki leikið knattspyrnuleik í átta mánuði en eins og frægt er orðið reyndi hann að komast inn á Loftus Road, heimavöll QPR, til að ganga sjálfur frá samningum við félagið í janúar á þessu ári. Þá var leikmaðurinn samningsbundinn West Bromwich Albion og lék ekki fleiri leiki fyrir félagið eftir atvikið. Framherjinn 32 ára gæti því verið í liði Cardiff er liðið mætir nýliðum Hull í dag. Stærsta fréttin í ítalska boltanum er líklega endurkoma Kaká til AC Milan. Brasilíski miðjumaðurinn hélt frá Mílanó til Real Madrid fyrir fjórum árum en náði sér aldrei á strik með þeim spænsku. Leikmaðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við Mílanóliðið. Það er því spurning hvort þær 630 milljónir punda eða þeir 118 milljarðar íslenskra króna borgi sig, en það er upphæðin sem ensk félög eyddu í leikmenn í sumarglugganum í ár. Standa menn undir nafni á frumsýningarhelgi?
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Sjá meira