31 þáttur á Stöð 2 tilnefndur til Emmy-verðlaunanna 24. júlí 2013 15:15 Breaking Bad Listi yfir tilnefningar til Emmy-verðlaunanna hefur nú verið opinberaður. Verðlaunin verða veitt í september, en að vanda er stór hluti þáttanna sem eru tilnefndir sýndur á Stöð 2. Breaking Bad fær ellefu tilnefningar, þar á meðal fyrir bestu leikara í aðal- og aukahlutverkum. Eins fyrir besta dramaþáttinn, handritsgerð og leikstjórn. Þættirnir fjalla um efnafræðikennara í framhaldsskóla sem snýr sér að glæpastarfsemi til að sjá fjölskyldunni sinni farborða. Þættirnir hafa áður hlotið sjö Emmy-verðlaun. Game of Thrones fær einnig ellefu tilnefningar, þar á meðal í flokki dramaþátta, leikara í aukahlutverkum, handritsgerðar og búningahönnunar. Um er að ræða fantasíu sem fjallar um sjö fjölskyldur sem berjast um yfirráð yfir hinu goðsögulega landi Westeros. Þættirnir hafa áður hlotið sex Emmy-verðlaun. Homeland hlýtur tíu tilnefningar, þar á meðal í flokki leikara og leikkvenna í aðal- og aukahlutverkum, leikstjórnar og handritsgerðar. Þátturinn hefur áður hlotið sex Emmy-verðlaun. Mad Men hlýtur einnig tíu tilnefningar, meðal annars í flokki leikara og leikkvenna í aðal- og aukahlutverkum. Modern Family fær líka tíu tilnefningar en þátturinn hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda frá upphafi. Flestir hinna fullorðnu leikara eru tilnefndir fyrir frammistöðu sína í þáttunum. Stöð 2 sýnir 31 af þeim þáttum sem tilnefndir eru til verðlaunanna. Fyrir utan þá sem taldir voru upp hér að ofan má nefna The Big Bang Theory, Boardwalk Empire og Louie, sem hver um sig fær sex tilnefningar, Girls og Veep, sem fá fá fimm tilnefningar og Glee, sem fær fjórar. Auk þess hljóta þættirnir Arrested Development, The Newsroom, How I Met Your Mother, Nashville, So You Think You Can Dance, Two And A Half Men og 2Broke Girls tilnefningar, svo einhverjir séu nefndir. Nánari upplýsingar um Emmy-tilnefningarnar má finna á heimasíðu hátíðarinnar. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Listi yfir tilnefningar til Emmy-verðlaunanna hefur nú verið opinberaður. Verðlaunin verða veitt í september, en að vanda er stór hluti þáttanna sem eru tilnefndir sýndur á Stöð 2. Breaking Bad fær ellefu tilnefningar, þar á meðal fyrir bestu leikara í aðal- og aukahlutverkum. Eins fyrir besta dramaþáttinn, handritsgerð og leikstjórn. Þættirnir fjalla um efnafræðikennara í framhaldsskóla sem snýr sér að glæpastarfsemi til að sjá fjölskyldunni sinni farborða. Þættirnir hafa áður hlotið sjö Emmy-verðlaun. Game of Thrones fær einnig ellefu tilnefningar, þar á meðal í flokki dramaþátta, leikara í aukahlutverkum, handritsgerðar og búningahönnunar. Um er að ræða fantasíu sem fjallar um sjö fjölskyldur sem berjast um yfirráð yfir hinu goðsögulega landi Westeros. Þættirnir hafa áður hlotið sex Emmy-verðlaun. Homeland hlýtur tíu tilnefningar, þar á meðal í flokki leikara og leikkvenna í aðal- og aukahlutverkum, leikstjórnar og handritsgerðar. Þátturinn hefur áður hlotið sex Emmy-verðlaun. Mad Men hlýtur einnig tíu tilnefningar, meðal annars í flokki leikara og leikkvenna í aðal- og aukahlutverkum. Modern Family fær líka tíu tilnefningar en þátturinn hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda frá upphafi. Flestir hinna fullorðnu leikara eru tilnefndir fyrir frammistöðu sína í þáttunum. Stöð 2 sýnir 31 af þeim þáttum sem tilnefndir eru til verðlaunanna. Fyrir utan þá sem taldir voru upp hér að ofan má nefna The Big Bang Theory, Boardwalk Empire og Louie, sem hver um sig fær sex tilnefningar, Girls og Veep, sem fá fá fimm tilnefningar og Glee, sem fær fjórar. Auk þess hljóta þættirnir Arrested Development, The Newsroom, How I Met Your Mother, Nashville, So You Think You Can Dance, Two And A Half Men og 2Broke Girls tilnefningar, svo einhverjir séu nefndir. Nánari upplýsingar um Emmy-tilnefningarnar má finna á heimasíðu hátíðarinnar.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira