Lífið snýst eiginlega allt um tónlist Friðrika Benónýsdóttir skrifar 29. júní 2013 07:00 Tómas Young skipuleggur hina heimsþekktu tónlistarhátíð All Tomorrow's Parties hófst í Keflavík í gær. Fréttablaðið/VIlhelm „Þú ert að hringja í mig á annasamasta degi ársins,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow"s Parties sem hófst á Ásbrú í gærkvöldi. „Það er allt á fullu og stjörnurnar að skila sér í hús. Tilda Swinton og Jim Jarmusch eru í Keflavík og líkar það vel og Nick Cave og félagar eru rétt ókomnir, þannig að það er nóg að gera hérna. En ég er með gott teymi í kringum mig sem sækir liðið og sendist með það og passar upp á að allt gangi vel.“Breska leikkonan Tilda Swinton er gestur hátíðarinnar.Nordicphotos/gettyAuk tónleikanna í kvöld verður kvikmyndadagskrá þar sem sýndar verða fjórar myndir sem Tilda Swinton og Jim Jarmusch völdu sérstaklega fyrir hátíðina. Einnig verður haldinn Popppunktur í Offíseraklúbbnum sem verður breytt í klúbb þar sem plötusnúðar þeyta skífum og klúbbastemningin verður í algleymingi. Tómas er starfsmaður Útón en er í nokkurra mánaða launalausu fríi til að helga sig hátíðinni, sem er honum hjartans mál. „Ég skrifaði mastersritgerðina mína um útflutning á íslenskri tónlist og BS-ritgerðin mín var um íslenska tónlist sem landkynningu. Var svo umboðsmaður Hjálma í eitt ár og hef verið opinber tengiliður Hróarskelduhátíðarinnar síðan ég var átján ára. Líf mitt hefur meira og minna allt snúist um tónlist síðan ég var átta, níu ára.“Og spilarðu sjálfur? „Já, ég lærði á trommur í fimm ár og spilaði í hljómsveit sem hét Rými fyrir mörgum árum. Mig hefur eiginlega aldrei langað að fást við neitt annað.“Og ætlarðu að hafa ATP árlegan viðburð héðan í frá? „Já, vonandi. Við sjáum til hvernig Íslendingar taka í þetta. Ef þetta heppnast vel stefni ég að því að halda hátíðina aftur á næsta ári.“ ATP í Keflavík Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þú ert að hringja í mig á annasamasta degi ársins,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow"s Parties sem hófst á Ásbrú í gærkvöldi. „Það er allt á fullu og stjörnurnar að skila sér í hús. Tilda Swinton og Jim Jarmusch eru í Keflavík og líkar það vel og Nick Cave og félagar eru rétt ókomnir, þannig að það er nóg að gera hérna. En ég er með gott teymi í kringum mig sem sækir liðið og sendist með það og passar upp á að allt gangi vel.“Breska leikkonan Tilda Swinton er gestur hátíðarinnar.Nordicphotos/gettyAuk tónleikanna í kvöld verður kvikmyndadagskrá þar sem sýndar verða fjórar myndir sem Tilda Swinton og Jim Jarmusch völdu sérstaklega fyrir hátíðina. Einnig verður haldinn Popppunktur í Offíseraklúbbnum sem verður breytt í klúbb þar sem plötusnúðar þeyta skífum og klúbbastemningin verður í algleymingi. Tómas er starfsmaður Útón en er í nokkurra mánaða launalausu fríi til að helga sig hátíðinni, sem er honum hjartans mál. „Ég skrifaði mastersritgerðina mína um útflutning á íslenskri tónlist og BS-ritgerðin mín var um íslenska tónlist sem landkynningu. Var svo umboðsmaður Hjálma í eitt ár og hef verið opinber tengiliður Hróarskelduhátíðarinnar síðan ég var átján ára. Líf mitt hefur meira og minna allt snúist um tónlist síðan ég var átta, níu ára.“Og spilarðu sjálfur? „Já, ég lærði á trommur í fimm ár og spilaði í hljómsveit sem hét Rými fyrir mörgum árum. Mig hefur eiginlega aldrei langað að fást við neitt annað.“Og ætlarðu að hafa ATP árlegan viðburð héðan í frá? „Já, vonandi. Við sjáum til hvernig Íslendingar taka í þetta. Ef þetta heppnast vel stefni ég að því að halda hátíðina aftur á næsta ári.“
ATP í Keflavík Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira