Bikargleði í Manchester? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2013 07:00 Tekst báðum liðunum frá Manchester að vinna titil í ár? Nordic Photos / Getty Images Líklegt er að eintóm fagnaðarlæti brjótist út í Manchester-borg um helgina. Sir Alex Ferguson stýrir United í síðasta skipti þegar félagið fær Englandsmeistarabikarinn afhentan í 20. skipti. Aðeins Wigan getur komið í veg fyrir að ljósblái hluti borgarinnar vinni titil í ár. Wigan og Manchester City mætast á Wembley-leikvanginum í London í 132. úrslitaleik enska bikarins á laugardag. City getur unnið titilinn í sjötta skipti og í annað skiptið á þremur árum. Eftir 43 ára bið vann City loks stóran titil á Englandi og ári síðar kom Englandsmeistaratitillinn eftirsótti í hús. „Ég held að hvorugt liðið sé líklegra fyrir fram til að vinna bikarinn,“ segir Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City. Ítalinn er líklega sá eini á jörðinni sem heldur slíku fram enda himinn og haf á milli styrkleika liðanna. Fráfarandi Englandsmeistarar City sitja í 2. sæti deildarinnar en Wigan berst fyrir lífi sínu í 18. sæti. City hefur aðeins fengið á sig eitt mark í leikjum sínum sex í keppninni hingað til en meiðsli hrjá varnarmenn Wigan. Wigan hefur aldrei unnið stóran titil. Stærsta hnossið í 81 árs sögu félagsins er sigur í C-deildinni árið 1999. „Það vita allir að City er líklegri aðilinn. Hins vegar eru fjölmörg dæmi um afar óvænt úrslit ef rýnt er í söguna,“ segir Roberto Martinez, stjóri Wigan. Dave Whelan, eigandi og stjórnarformaður Wigan, hefur breytt Wigan úr óþekktu neðrideildarliði í enskt úrvalsdeildarlið. Nú er FA bikarinn handan við hornið en Whelan spilaði á sínum tíma í úrslitum með Blackburn sem tapaði gegn Wolves. Hann lauk keppni í leiknum á undan áætlun vegna fótbrots. „Hann þurfti frá að hverfa í úrslitaleiknum árið 1960 og á óunnið verk fyrir höndum á Wembley. Við hjálpum honum til þess að hann geti leitt liðið út á völlinn og lokið hringnum,“ segir Martinez um Whelan. Skotinn lyftir sínum síðastaTekst Roberto Martinez að láta draum Dave Whelan rætast?Hvort sem háværir nágrannar Sir Alex Ferguson og félaga í Manchester United fagna bikarmeistaratitli á laugardeginum eða ekki verður borgin máluð rauð á sunnudeginum. United tekur á móti Swansea í síðasta heimaleik Fergusons og verður Englandsmeistarabikarinn afhentur í leikslok. Tilkynnt var í vikunni að Ferguson myndi hætta sem stjóri Rauðu djöflanna og nú er ljóst að eftirmaður hans verður David Moyes, núverandi stjóri Everton. Tár féllu þegar Ferguson tilkynnti leikmönnum sínum tíðindin og ekki er ólíklegt að svipað verði uppi á teningnum í leikslok á sunnudag. Svo skemmtilega vill til að það var einmitt enski bikarinn sem kom Ferguson á kortið hjá Manchester United. Eftir 43 mánaða titlalausa vertíð sem stjóri United þar sem heitt varð orðið undir sætinu vann United enska bikarinn. Í dag er rauða liðið í Manchester sigursælasta lið enskrar knattspyrnu með 20 Englandsmeistaratitla og 11 bikarmeistaratitla. Þar af hefur Ferguson unnið þrettán og fimm. Sögulegir úrslitaleikir í enska bikarnumDave Beasant lyftir bikarnum árið 1988Nordicphotos/GettyKenny Dalglish er eini spilandi þjálfarinn sem hefur unnið bikarinn. Það gerði hann með Liverpool 1986.Dave Beasant varð fyrsti markvörðurinn til að verja vítaspyrnu í úrslitaleiknum 1988.Ashley Cole hefur oftast allra orðið bikarmeistari eða sjö sinnum.Didier Drogba hefur oftast allra skorað í bikarúrslitaleiknum eða fjórum sinnum.Louis Saha tók sér stystan tíma allra til að skora mark í úrslitaleik eftir aðeins 25 sekúndur fyrir Everton árið 2009.Curtis Weston er sá yngsti til að spila í úrslitum. Hann var 17 ára og 119 daga í 3-0 tapi Millwall gegn Man. Utd árið 2004.Kevin Moran varð fyrsti leikmaðurinn til að fá rautt spjald í úrslitaleiknum með Man. Utd gegn Everton árið 1985. Appelsínugulur bolti var notaður í úrslitaleiknum 1973 í eina skiptið í sögu keppninnar.Viv Anderson var fyrsti þeldökki maðurinn sem bar fyrirliðabandið í úrslitaleiknum 1993. Aðeins einu sinni hafa úrslit ráðist í vítaspyrnukeppni. Þá lagði Arsenal lið Manchester United árið 2005. Enski boltinn Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Líklegt er að eintóm fagnaðarlæti brjótist út í Manchester-borg um helgina. Sir Alex Ferguson stýrir United í síðasta skipti þegar félagið fær Englandsmeistarabikarinn afhentan í 20. skipti. Aðeins Wigan getur komið í veg fyrir að ljósblái hluti borgarinnar vinni titil í ár. Wigan og Manchester City mætast á Wembley-leikvanginum í London í 132. úrslitaleik enska bikarins á laugardag. City getur unnið titilinn í sjötta skipti og í annað skiptið á þremur árum. Eftir 43 ára bið vann City loks stóran titil á Englandi og ári síðar kom Englandsmeistaratitillinn eftirsótti í hús. „Ég held að hvorugt liðið sé líklegra fyrir fram til að vinna bikarinn,“ segir Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City. Ítalinn er líklega sá eini á jörðinni sem heldur slíku fram enda himinn og haf á milli styrkleika liðanna. Fráfarandi Englandsmeistarar City sitja í 2. sæti deildarinnar en Wigan berst fyrir lífi sínu í 18. sæti. City hefur aðeins fengið á sig eitt mark í leikjum sínum sex í keppninni hingað til en meiðsli hrjá varnarmenn Wigan. Wigan hefur aldrei unnið stóran titil. Stærsta hnossið í 81 árs sögu félagsins er sigur í C-deildinni árið 1999. „Það vita allir að City er líklegri aðilinn. Hins vegar eru fjölmörg dæmi um afar óvænt úrslit ef rýnt er í söguna,“ segir Roberto Martinez, stjóri Wigan. Dave Whelan, eigandi og stjórnarformaður Wigan, hefur breytt Wigan úr óþekktu neðrideildarliði í enskt úrvalsdeildarlið. Nú er FA bikarinn handan við hornið en Whelan spilaði á sínum tíma í úrslitum með Blackburn sem tapaði gegn Wolves. Hann lauk keppni í leiknum á undan áætlun vegna fótbrots. „Hann þurfti frá að hverfa í úrslitaleiknum árið 1960 og á óunnið verk fyrir höndum á Wembley. Við hjálpum honum til þess að hann geti leitt liðið út á völlinn og lokið hringnum,“ segir Martinez um Whelan. Skotinn lyftir sínum síðastaTekst Roberto Martinez að láta draum Dave Whelan rætast?Hvort sem háværir nágrannar Sir Alex Ferguson og félaga í Manchester United fagna bikarmeistaratitli á laugardeginum eða ekki verður borgin máluð rauð á sunnudeginum. United tekur á móti Swansea í síðasta heimaleik Fergusons og verður Englandsmeistarabikarinn afhentur í leikslok. Tilkynnt var í vikunni að Ferguson myndi hætta sem stjóri Rauðu djöflanna og nú er ljóst að eftirmaður hans verður David Moyes, núverandi stjóri Everton. Tár féllu þegar Ferguson tilkynnti leikmönnum sínum tíðindin og ekki er ólíklegt að svipað verði uppi á teningnum í leikslok á sunnudag. Svo skemmtilega vill til að það var einmitt enski bikarinn sem kom Ferguson á kortið hjá Manchester United. Eftir 43 mánaða titlalausa vertíð sem stjóri United þar sem heitt varð orðið undir sætinu vann United enska bikarinn. Í dag er rauða liðið í Manchester sigursælasta lið enskrar knattspyrnu með 20 Englandsmeistaratitla og 11 bikarmeistaratitla. Þar af hefur Ferguson unnið þrettán og fimm. Sögulegir úrslitaleikir í enska bikarnumDave Beasant lyftir bikarnum árið 1988Nordicphotos/GettyKenny Dalglish er eini spilandi þjálfarinn sem hefur unnið bikarinn. Það gerði hann með Liverpool 1986.Dave Beasant varð fyrsti markvörðurinn til að verja vítaspyrnu í úrslitaleiknum 1988.Ashley Cole hefur oftast allra orðið bikarmeistari eða sjö sinnum.Didier Drogba hefur oftast allra skorað í bikarúrslitaleiknum eða fjórum sinnum.Louis Saha tók sér stystan tíma allra til að skora mark í úrslitaleik eftir aðeins 25 sekúndur fyrir Everton árið 2009.Curtis Weston er sá yngsti til að spila í úrslitum. Hann var 17 ára og 119 daga í 3-0 tapi Millwall gegn Man. Utd árið 2004.Kevin Moran varð fyrsti leikmaðurinn til að fá rautt spjald í úrslitaleiknum með Man. Utd gegn Everton árið 1985. Appelsínugulur bolti var notaður í úrslitaleiknum 1973 í eina skiptið í sögu keppninnar.Viv Anderson var fyrsti þeldökki maðurinn sem bar fyrirliðabandið í úrslitaleiknum 1993. Aðeins einu sinni hafa úrslit ráðist í vítaspyrnukeppni. Þá lagði Arsenal lið Manchester United árið 2005.
Enski boltinn Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira