Gerðu myndband fyrir vinsæla danska sveit Álfrún Pálsdóttir skrifar 2. maí 2013 11:00 „Þeir höfðu samband við okkur og við ákváðum að gera myndband á Íslandi enda eru þeir aðdáendur landsins,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og leikstjóri, sem í samvinnu við kærasta sinn, Þorbjörn Ingason, gerði myndband fyrir hina vinsælu dönsku hljómsveit Reptile Youth. Myndbandið var tekið upp um áramótin á Íslandi þar sem íslensk náttúra leikur stórt hlutverk ásamt hljómsveitinni og fyrirsætunni Kolfinnu Kristófersdóttur. Myndbandið, sem er við lagið Fear, hefur vakið athygli erlendra miðla á borð við Nylon Magazine, Euroman, ID Magazine og Vice Magazine en það var frumsýnt á mánudagskvöldið. „Það er gaman hversu mikla athygli þetta vekur en hljómsveitin er mjög vinsæl hérna í Danmörku,“ segir Ellen. Þau Þorbjörn mynda teymið Narvi Creative og er meðal annars með vinsælt myndband sveitarinnar GusGus við lagið Over á ferilskránni. Þau fluttu til Kaupmannahafnar síðasta haust en ásamt því að vera í Narva Creative starfar Þorbjörn hjá hönnunarskrifstofunni Thank You og Ellen er að koma sér áfram sem stílisti í Kaupmannahöfn. „Okkur hefur gengið vel að koma okkur áfram hér og þetta myndband á örugglega eftir að opna einhverjar dyr. Tísku-og tónlistarsenan hér er stór og í augnablikinu er Kaupmannahöfn staðurinn fyrir okkur.“ Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þeir höfðu samband við okkur og við ákváðum að gera myndband á Íslandi enda eru þeir aðdáendur landsins,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og leikstjóri, sem í samvinnu við kærasta sinn, Þorbjörn Ingason, gerði myndband fyrir hina vinsælu dönsku hljómsveit Reptile Youth. Myndbandið var tekið upp um áramótin á Íslandi þar sem íslensk náttúra leikur stórt hlutverk ásamt hljómsveitinni og fyrirsætunni Kolfinnu Kristófersdóttur. Myndbandið, sem er við lagið Fear, hefur vakið athygli erlendra miðla á borð við Nylon Magazine, Euroman, ID Magazine og Vice Magazine en það var frumsýnt á mánudagskvöldið. „Það er gaman hversu mikla athygli þetta vekur en hljómsveitin er mjög vinsæl hérna í Danmörku,“ segir Ellen. Þau Þorbjörn mynda teymið Narvi Creative og er meðal annars með vinsælt myndband sveitarinnar GusGus við lagið Over á ferilskránni. Þau fluttu til Kaupmannahafnar síðasta haust en ásamt því að vera í Narva Creative starfar Þorbjörn hjá hönnunarskrifstofunni Thank You og Ellen er að koma sér áfram sem stílisti í Kaupmannahöfn. „Okkur hefur gengið vel að koma okkur áfram hér og þetta myndband á örugglega eftir að opna einhverjar dyr. Tísku-og tónlistarsenan hér er stór og í augnablikinu er Kaupmannahöfn staðurinn fyrir okkur.“
Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“