Hef verið heppinn hingað til Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2013 06:00 Gunnar Nelson er líklega með rifinn liðþófa og þarf því að fara í aðgerð á morgun. Hann missir því af bardaga sínum gegn Mike Pyle sem átti að fara fram í Las Vegas þann 25. maí. Fréttablaðið/Valli Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. „Þetta er bara það sem gerist í íþróttum í dag. Þetta er bara smá hola í veginum. Það verður lítið mál að yfirstíga hana,“ segir Gunnar um meiðslin. Hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu á æfingu síðastliðinn fimmtudag. „Það kom ægilega djúpur smellur í hnéð þegar ég beygði mig niður á æfingu. Ég hugsaði strax að þetta væri ekki eðlilegt,“ segir Gunnar. Örnólfur Valdimarsson bæklunarlæknir telur að liðþófi í hné sé rifinn. Aðgerðin fer fram á föstudaginn. Gunnar tekur meiðslunum með sinni einstöku stóísku ró og hrósar happi með heilsu sína til þessa. „Ég hef verið mjög heppinn hingað til. Ég hef aldrei lent í neinum meiðslum, bara eymslum,“ segir Gunnar. Í raun sé um minnstu mögulegu hnémeiðsli að ræða.Kemur bardagi eftir þennan „Hlutirnir geta farið mikið verr og ég hef séð það hjá mínum nánustu æfingafélögum og vinum.“ Að óbreyttu væri Gunnar nú í æfingabúðum í New York-borg en þangað átti hann að halda á sunnudaginn. Undirbúningur fyrir bardagann gegn Mike Pyle í Las Vegas 25. maí var í hámarki en nú er ljóst að ekkert verður af bardaganum. „Auðvitað er þetta stór bardagi og stór stund á ferlinum. En það kemur annar bardagi eftir þennan. Ef maður leggur svona mikið á líkamann verður maður að verða tilbúinn að yfirstíga svona vandamál,“ segir Gunnar. Hann minnir á að þótt keppnin sé einn þáttur sé hún ekki grundvöllur þess að hann æfi íþróttina. „Ég hafði gaman af því að æfa íþróttina og það gaf mér lífsfyllingu löngu áður en ég byrjaði að keppa,“ segir Gunnar. Hann hafi þó mjög gaman af bardaganum en hann muni þó fyrst og fremst sakna stundanna í æfingasalnum á meðan hann jafni sig. Ekki þeirra örfáu mínútna sem bardaginn tekur.Langi-Jón í lágmarki Vakið hefur athygli að Gunnar er mikill aðdáandi bakarísvörunnar Langa-Jóns. Virtist um tíma sem íslensk bakarí væru hætt að bjóða upp á bakkelsið en þegar Gunnar lýsti yfir áhuga sínum stóð ekki á bakaríunum. Gunnar hefur litlar áhyggjur af því að hlaupa í spik þótt hann geti ekki æft af krafti í nokkrar vikur. „Ég hugsa að ég haldi Langa-Jóni í lágmarki. Hann er meira spari enda var það alltaf meiningin,“ segir Gunnar.Fylgstu með Sportinu á Vísi á Facebook Íþróttir Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 "Gunni er miður sín" Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. 10. apríl 2013 09:15 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Sjá meira
Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. „Þetta er bara það sem gerist í íþróttum í dag. Þetta er bara smá hola í veginum. Það verður lítið mál að yfirstíga hana,“ segir Gunnar um meiðslin. Hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu á æfingu síðastliðinn fimmtudag. „Það kom ægilega djúpur smellur í hnéð þegar ég beygði mig niður á æfingu. Ég hugsaði strax að þetta væri ekki eðlilegt,“ segir Gunnar. Örnólfur Valdimarsson bæklunarlæknir telur að liðþófi í hné sé rifinn. Aðgerðin fer fram á föstudaginn. Gunnar tekur meiðslunum með sinni einstöku stóísku ró og hrósar happi með heilsu sína til þessa. „Ég hef verið mjög heppinn hingað til. Ég hef aldrei lent í neinum meiðslum, bara eymslum,“ segir Gunnar. Í raun sé um minnstu mögulegu hnémeiðsli að ræða.Kemur bardagi eftir þennan „Hlutirnir geta farið mikið verr og ég hef séð það hjá mínum nánustu æfingafélögum og vinum.“ Að óbreyttu væri Gunnar nú í æfingabúðum í New York-borg en þangað átti hann að halda á sunnudaginn. Undirbúningur fyrir bardagann gegn Mike Pyle í Las Vegas 25. maí var í hámarki en nú er ljóst að ekkert verður af bardaganum. „Auðvitað er þetta stór bardagi og stór stund á ferlinum. En það kemur annar bardagi eftir þennan. Ef maður leggur svona mikið á líkamann verður maður að verða tilbúinn að yfirstíga svona vandamál,“ segir Gunnar. Hann minnir á að þótt keppnin sé einn þáttur sé hún ekki grundvöllur þess að hann æfi íþróttina. „Ég hafði gaman af því að æfa íþróttina og það gaf mér lífsfyllingu löngu áður en ég byrjaði að keppa,“ segir Gunnar. Hann hafi þó mjög gaman af bardaganum en hann muni þó fyrst og fremst sakna stundanna í æfingasalnum á meðan hann jafni sig. Ekki þeirra örfáu mínútna sem bardaginn tekur.Langi-Jón í lágmarki Vakið hefur athygli að Gunnar er mikill aðdáandi bakarísvörunnar Langa-Jóns. Virtist um tíma sem íslensk bakarí væru hætt að bjóða upp á bakkelsið en þegar Gunnar lýsti yfir áhuga sínum stóð ekki á bakaríunum. Gunnar hefur litlar áhyggjur af því að hlaupa í spik þótt hann geti ekki æft af krafti í nokkrar vikur. „Ég hugsa að ég haldi Langa-Jóni í lágmarki. Hann er meira spari enda var það alltaf meiningin,“ segir Gunnar.Fylgstu með Sportinu á Vísi á Facebook
Íþróttir Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 "Gunni er miður sín" Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. 10. apríl 2013 09:15 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23
"Gunni er miður sín" Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. 10. apríl 2013 09:15