Sjóðandi heitt vatn setur menn og dýr í stórhættu 8. apríl 2013 07:00 Hluti af hitaveitulögnum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í Skorradal er úr sér genginn og skapar stórhættu fyrir menn og dýr. Ein lögnin fór sundur í gær með þeim afleiðingum að þúsundir lítra af 90 gráðu heitu vatni láku út og mynduðu stóra tjörn. Sumarbústaðaeigendur á svæðinu, sem blaðið ræddi við, eru afar óánægðir og telja OR draga lappirnar í málinu. Að sögn Péturs Davíðssonar, sem situr í hreppsnefnd Skorradals, fer lögnin í sundur einu sinni til tvisvar í mánuði. Þegar veitunni var komið á fót, árið 1996, var hún lögð í plaströr. Orkuveitan hóf endurnýjun á rörunum árið 2007 en hefur aðeins náð að skipta út rúmum helmingi þeirra. Hitaveitulagnir OR sem liggja úr Deildatunguhver í Reykholtsdal yfir í Borgarnes eru einnig löngu komnar á tíma. Þær voru lagðar fyrir 33 árum og áttu þá að duga í tuttugu ár. „Ég er búinn að þrýsta á Orkuveituna sem hefur brugðist við og endurnýjað hluta lagnarinnar en ég tel að það sé enn mikil hætta fyrir hendi,“ segir Sigurður Jakobsson, bóndi á Varmalæk. Gamla lögnin var að mestu leyti yfirbyggð en á 300-400 metra kafla er hún enn niðurgrafin. Að sögn Sigurðar stafar mikil hætta á þeim hluta enda er hann aðeins um fimmtíu metra frá bæjardyrunum. Lögnin hefur farið fjórum sinnum í sundur á síðustu tveimur árum. Í eitt skiptið lenti hross, sem Sigurður var að geyma fyrir mág sinn, ofan í sjóðheitu dýi sem hafði myndast og drapst. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir hættu vissulega skapast þegar hitaveituæðar gefi sig. Unnið sé að endurnýjun á báðum þessum lögnum, um 20 milljónir króna fari í lagnirnar í Skorradal á næstu tveimur árum og um 80 milljónir í Deildartungu á þessu ári. „Það verður að segjast eins og er að fjárhagserfiðleikar hafa hægt á þessari nauðsynlegu endurnýjun.“ segir Eiríkur. Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Hluti af hitaveitulögnum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í Skorradal er úr sér genginn og skapar stórhættu fyrir menn og dýr. Ein lögnin fór sundur í gær með þeim afleiðingum að þúsundir lítra af 90 gráðu heitu vatni láku út og mynduðu stóra tjörn. Sumarbústaðaeigendur á svæðinu, sem blaðið ræddi við, eru afar óánægðir og telja OR draga lappirnar í málinu. Að sögn Péturs Davíðssonar, sem situr í hreppsnefnd Skorradals, fer lögnin í sundur einu sinni til tvisvar í mánuði. Þegar veitunni var komið á fót, árið 1996, var hún lögð í plaströr. Orkuveitan hóf endurnýjun á rörunum árið 2007 en hefur aðeins náð að skipta út rúmum helmingi þeirra. Hitaveitulagnir OR sem liggja úr Deildatunguhver í Reykholtsdal yfir í Borgarnes eru einnig löngu komnar á tíma. Þær voru lagðar fyrir 33 árum og áttu þá að duga í tuttugu ár. „Ég er búinn að þrýsta á Orkuveituna sem hefur brugðist við og endurnýjað hluta lagnarinnar en ég tel að það sé enn mikil hætta fyrir hendi,“ segir Sigurður Jakobsson, bóndi á Varmalæk. Gamla lögnin var að mestu leyti yfirbyggð en á 300-400 metra kafla er hún enn niðurgrafin. Að sögn Sigurðar stafar mikil hætta á þeim hluta enda er hann aðeins um fimmtíu metra frá bæjardyrunum. Lögnin hefur farið fjórum sinnum í sundur á síðustu tveimur árum. Í eitt skiptið lenti hross, sem Sigurður var að geyma fyrir mág sinn, ofan í sjóðheitu dýi sem hafði myndast og drapst. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir hættu vissulega skapast þegar hitaveituæðar gefi sig. Unnið sé að endurnýjun á báðum þessum lögnum, um 20 milljónir króna fari í lagnirnar í Skorradal á næstu tveimur árum og um 80 milljónir í Deildartungu á þessu ári. „Það verður að segjast eins og er að fjárhagserfiðleikar hafa hægt á þessari nauðsynlegu endurnýjun.“ segir Eiríkur.
Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira