Fótbolti

Stemmning í Kórnum þegar strákarnir fengu heimsókn | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Landsliðsmenn Íslands í knattspyrnu buðu stuðningsmönnum sínum á öllum aldri að sækja sig heim í Kórinn í Kópavogi síðdegis.

Fjölmargir nýttu tækifærið til þess að taka í spaðann á landsliðsmönnunum og fá áritað veggspjald af liðinu. Að gjörningnum loknum æfðu strákarnir og komust allir heilir í gegnum æfinguna.

Hér að ofan má sjá myndband sem Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmaður KSÍ, tók af strákunum okkar og gestum í Kórnum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×