Blikar alltaf viljugir að selja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. mars 2013 08:30 Mynd/Anton Breiðablik hefur nú átt í viðræðum við félög í Hollandi og Belgíu í nokkurn tíma um að selja til þeirra þrjá unga knattspyrnumenn úr röðum félagsins. Þegar þau kaup ganga í gegn mun félagið hafa selt alls tólf leikmenn til atvinnumannaliða í Evrópu á einungis þremur árum. Markmið Breiðabliks er þó ekki endilega að koma leikmönnum út í atvinnumennsku, heldur er það fylgifiskur þess að halda úti öflugu starfi í yngri flokkum félagsins. Þetta segir Arnar Bill Gunnarsson, þjálfari 2. og 3. flokks karla hjá Breiðabliki. „Markmiðið hjá Breiðabliki er að vera sjálfbært félag. Við viljum að sem flestir leikmenn meistaraflokks karla og kvenna séu uppaldir Blikar," segir Arnar. „Þegar félagið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2010 var liðið fyrst og fremst skipað ungum og uppöldum leikmönnum. Síðasta sumar hafði það hlutfall stórminnkað og var það fyrst og fremst vegna þess að við höfðum selt marga leikmenn út og nánast tæmt úr okkar röðum," bætir hann við. Eins og sést á meðfylgjandi leikmannalista eru leikmenn seldir á mismunandi aldri frá félaginu. Þess má þó geta að enginn þeirra þriggja leikmanna sem eru á leiðinni út hefur spilað meistaraflokksleik á Íslandsmóti. Arnar Bill segir of snemmt að nafngreina þá nú, þar sem ekki sé búið að ganga endanlega frá samningum.Allir hafa fengið að fara „Við erum alltaf viljugir til að selja leikmenn, svo lengi sem það þjónar félaginu og leikmönnunum sjálfum. Það hefur aldrei gerst að leikmaður hafi ekki fengið að fara," sagði Arnar en bætir því þó við að félagið sætti sig ekki við hvaða verð sem er. Breiðablik nýtur góðs af því að vera staðsett í hverfi sem er ríkt af ungum fjölskyldum. Fjöldi iðkenda í yngri flokkum er því gríðarlega mikill. „Við erum með þúsund krakka í aldurshópnum sextán ára og yngri. Fjölmennustu flokkarnir eru með 150 stráka og 90 stelpur hver," segir Arnar Bill en brottfall í íþróttum er algengara eftir sextán ára aldurinn.Þarf að hlúa vel að öllum „Auðvitað njótum við góðs af því að vera með alla þessa krakka en það þarf samt að hlúa að þeim. Það gerum við með góðu skipulagi, markvissri vinnu og með vel menntaða þjálfara. Við höfum svo ávallt lagt áherslu á að þeir sem skara fram úr fái aukaæfingar og krefjandi verkefni eins og að æfa og keppa með eldri leikmönnum. Þá er það einnig stefna félagsins að ungir leikmenn fái tækifæri með meistaraflokkum þess," segir Arnar Bill. Hann segir þó að hinir sem ekki komist í úrvalshópinn séu ekki vanræktir. „Við gleymum þeim ekki og teljum að félagið sé að þjónusta þá líka á fullnægjandi máta. Enda væri ekki allur þessi fjöldi að æfa hjá okkur ef það væri ekki tilfellið." Það er þó ekki fyrr en á næstu árum sem þessi gríðarlegi fjöldi í yngri flokkunum mun skila sér upp í 2. flokk og svo meistaraflokk. „Við erum með aðeins 35 stráka í 2. flokki nú og sjáum því fram á að fá gríðarlega fjölgun í efstu flokkum á næstu árum. Það komast auðvitað ekki allir að í meistaraflokki en þetta verður vonandi til þess að það verða Blikar um allt land á næstu árum. Við myndum fagna því." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Breiðablik hefur nú átt í viðræðum við félög í Hollandi og Belgíu í nokkurn tíma um að selja til þeirra þrjá unga knattspyrnumenn úr röðum félagsins. Þegar þau kaup ganga í gegn mun félagið hafa selt alls tólf leikmenn til atvinnumannaliða í Evrópu á einungis þremur árum. Markmið Breiðabliks er þó ekki endilega að koma leikmönnum út í atvinnumennsku, heldur er það fylgifiskur þess að halda úti öflugu starfi í yngri flokkum félagsins. Þetta segir Arnar Bill Gunnarsson, þjálfari 2. og 3. flokks karla hjá Breiðabliki. „Markmiðið hjá Breiðabliki er að vera sjálfbært félag. Við viljum að sem flestir leikmenn meistaraflokks karla og kvenna séu uppaldir Blikar," segir Arnar. „Þegar félagið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2010 var liðið fyrst og fremst skipað ungum og uppöldum leikmönnum. Síðasta sumar hafði það hlutfall stórminnkað og var það fyrst og fremst vegna þess að við höfðum selt marga leikmenn út og nánast tæmt úr okkar röðum," bætir hann við. Eins og sést á meðfylgjandi leikmannalista eru leikmenn seldir á mismunandi aldri frá félaginu. Þess má þó geta að enginn þeirra þriggja leikmanna sem eru á leiðinni út hefur spilað meistaraflokksleik á Íslandsmóti. Arnar Bill segir of snemmt að nafngreina þá nú, þar sem ekki sé búið að ganga endanlega frá samningum.Allir hafa fengið að fara „Við erum alltaf viljugir til að selja leikmenn, svo lengi sem það þjónar félaginu og leikmönnunum sjálfum. Það hefur aldrei gerst að leikmaður hafi ekki fengið að fara," sagði Arnar en bætir því þó við að félagið sætti sig ekki við hvaða verð sem er. Breiðablik nýtur góðs af því að vera staðsett í hverfi sem er ríkt af ungum fjölskyldum. Fjöldi iðkenda í yngri flokkum er því gríðarlega mikill. „Við erum með þúsund krakka í aldurshópnum sextán ára og yngri. Fjölmennustu flokkarnir eru með 150 stráka og 90 stelpur hver," segir Arnar Bill en brottfall í íþróttum er algengara eftir sextán ára aldurinn.Þarf að hlúa vel að öllum „Auðvitað njótum við góðs af því að vera með alla þessa krakka en það þarf samt að hlúa að þeim. Það gerum við með góðu skipulagi, markvissri vinnu og með vel menntaða þjálfara. Við höfum svo ávallt lagt áherslu á að þeir sem skara fram úr fái aukaæfingar og krefjandi verkefni eins og að æfa og keppa með eldri leikmönnum. Þá er það einnig stefna félagsins að ungir leikmenn fái tækifæri með meistaraflokkum þess," segir Arnar Bill. Hann segir þó að hinir sem ekki komist í úrvalshópinn séu ekki vanræktir. „Við gleymum þeim ekki og teljum að félagið sé að þjónusta þá líka á fullnægjandi máta. Enda væri ekki allur þessi fjöldi að æfa hjá okkur ef það væri ekki tilfellið." Það er þó ekki fyrr en á næstu árum sem þessi gríðarlegi fjöldi í yngri flokkunum mun skila sér upp í 2. flokk og svo meistaraflokk. „Við erum með aðeins 35 stráka í 2. flokki nú og sjáum því fram á að fá gríðarlega fjölgun í efstu flokkum á næstu árum. Það komast auðvitað ekki allir að í meistaraflokki en þetta verður vonandi til þess að það verða Blikar um allt land á næstu árum. Við myndum fagna því."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira