Blindir rekast á hindranir í háskóla Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Þórsteinssjóður styrkir rannsókn Hönnu Bjargar Sigurjónsdóttur dósents og Knúts Birgissonar doktorsnema á möguleikum blindra og sjónskertra til háskólanáms.Fréttablaðið/Valli Blindir og sjónskertir nemendur virðast mæta meiri takmörkunum í háskólanámi en aðrir hópar fatlaðra. „Í áratug hið minnsta hefur enginn blindur eða sjónskertur lokið hér háskólanámi," segir Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í félags- og mannvísindadeild Háskólans. Í nýrri rannsókn, sem hún vinnur að með Knúti Birgissyni doktorsnema, er sjónum beint sérstaklega að möguleikum blindra og sjónskertra til háskólanáms. Hanna Björg segir þó að margt hafi færst til betri vegar. Núna stundi hér tólf blindir eða sjónskertir einstaklingar háskólanám, fimm í Háskólanum í Reykjavík og sjö við Háskóla Íslands. Enn þurfi þó að færa ýmislegt til betri vegar. Hún bendir á að háskólanám geri ráð fyrir mjög miklum lestri og hraðri skimun texta, sem sé útilokuð fyrir blint fólk og sjónskert. „Út af þessu þurfa bókalistar kennara að liggja fyrir nógu snemma til að skanna megi inn bækur í tæka tíð." Hanna Björg segir oft takast vel upp, en þó séu dæmi um að langt sé liðið á misseri þegar nemendur fá lesefni. Þá sé hér ekki í boði sjóntúlkun fyrir blinda, en í sjóntúlkun er lýst fyrir blindum þeim þáttum í umhverfinu sem eyrað eitt nemur ekki. „En aðgengi að námsefni skiptir mestu máli." Úrræðið sem algengast er að fólk nýti sér eru svokallaðir „glósuvinir" en þá tekur samnemandi að sér að skrifa niður glósur og senda viðkomandi. Þá þurfi að haga fyrirlestrum þannig að það nægi að hlusta á þá. Þá sé mikilvægt að allir nemendur hafi aðgang að upptökum kennslustunda. Allur gangur sé á hvernig þessu sé háttað. Eins þurfi að taka á skipulagi námsins því erfitt sé fyrir blinda og sjónskerta að læra á nýja staði og leiðir. „Svæði eru illa aðgengileg, leiðarlínur vantar og jafnvel í nýjustu húsunum er allt úr gleri, húsgögn á miðju gólfi og erfitt að komast um." Innan háskólanna segir Hanna Björg hins vegar bæði skilning og vilja til breytinga. Þá beri þeir nemendur sem þau Knútur hafi talað við öllum vel söguna sem sinna við þá stuðningi í náminu. Þess sé því vonandi ekki langt að bíða að hér ljúki blind eða sjónskert manneskja námi. „Það er á okkar ábyrgð að ryðja úr vegi hindrunum svo möguleikar allra til náms séu jafnir." Sérstaka námsaðstöðu vantarBergvin Oddsson lýkur í vor öðru ári í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fréttablaðið/PjeturTólf blindir eða sjónskertir nemendur stunda nú háskólanám hér á landi. Meira en áratugur er síðan nemandi með slíka fötlun lauk námi. Bergvin Oddsson, sem er í hópi blindra háskólanema, segir aðgengi vera helsta vandamálið innan Háskólans. „Við höfum tuðað yfir því síðustu tvö ár að fá þessar leiðarlínur og þá sérstaklega á Háskólatorgi, sem er stór bygging og mikið opið rými." Þá hafi verið gerðar athugasemdir við hönnun og litaval sem gerir sjónskertum líka erfitt fyrir. „Víða er allt gráleitt og lítill munur á gólfefnum og öðru slíku." Aukinheldur segir Bergvin skorta sérstaka námsaðstöðu, eða herbergi, fyrir nemendur sem þurfa aðstoð. Blindir geti illa lært í lesstofum þar sem krafist sé þagnar, því þeir þurfi að hlusta á námsefni og tala. Í opnum rýmum sé síðan slíkt áreiti að erfitt geti verið að læra þar. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Blindir og sjónskertir nemendur virðast mæta meiri takmörkunum í háskólanámi en aðrir hópar fatlaðra. „Í áratug hið minnsta hefur enginn blindur eða sjónskertur lokið hér háskólanámi," segir Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í félags- og mannvísindadeild Háskólans. Í nýrri rannsókn, sem hún vinnur að með Knúti Birgissyni doktorsnema, er sjónum beint sérstaklega að möguleikum blindra og sjónskertra til háskólanáms. Hanna Björg segir þó að margt hafi færst til betri vegar. Núna stundi hér tólf blindir eða sjónskertir einstaklingar háskólanám, fimm í Háskólanum í Reykjavík og sjö við Háskóla Íslands. Enn þurfi þó að færa ýmislegt til betri vegar. Hún bendir á að háskólanám geri ráð fyrir mjög miklum lestri og hraðri skimun texta, sem sé útilokuð fyrir blint fólk og sjónskert. „Út af þessu þurfa bókalistar kennara að liggja fyrir nógu snemma til að skanna megi inn bækur í tæka tíð." Hanna Björg segir oft takast vel upp, en þó séu dæmi um að langt sé liðið á misseri þegar nemendur fá lesefni. Þá sé hér ekki í boði sjóntúlkun fyrir blinda, en í sjóntúlkun er lýst fyrir blindum þeim þáttum í umhverfinu sem eyrað eitt nemur ekki. „En aðgengi að námsefni skiptir mestu máli." Úrræðið sem algengast er að fólk nýti sér eru svokallaðir „glósuvinir" en þá tekur samnemandi að sér að skrifa niður glósur og senda viðkomandi. Þá þurfi að haga fyrirlestrum þannig að það nægi að hlusta á þá. Þá sé mikilvægt að allir nemendur hafi aðgang að upptökum kennslustunda. Allur gangur sé á hvernig þessu sé háttað. Eins þurfi að taka á skipulagi námsins því erfitt sé fyrir blinda og sjónskerta að læra á nýja staði og leiðir. „Svæði eru illa aðgengileg, leiðarlínur vantar og jafnvel í nýjustu húsunum er allt úr gleri, húsgögn á miðju gólfi og erfitt að komast um." Innan háskólanna segir Hanna Björg hins vegar bæði skilning og vilja til breytinga. Þá beri þeir nemendur sem þau Knútur hafi talað við öllum vel söguna sem sinna við þá stuðningi í náminu. Þess sé því vonandi ekki langt að bíða að hér ljúki blind eða sjónskert manneskja námi. „Það er á okkar ábyrgð að ryðja úr vegi hindrunum svo möguleikar allra til náms séu jafnir." Sérstaka námsaðstöðu vantarBergvin Oddsson lýkur í vor öðru ári í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fréttablaðið/PjeturTólf blindir eða sjónskertir nemendur stunda nú háskólanám hér á landi. Meira en áratugur er síðan nemandi með slíka fötlun lauk námi. Bergvin Oddsson, sem er í hópi blindra háskólanema, segir aðgengi vera helsta vandamálið innan Háskólans. „Við höfum tuðað yfir því síðustu tvö ár að fá þessar leiðarlínur og þá sérstaklega á Háskólatorgi, sem er stór bygging og mikið opið rými." Þá hafi verið gerðar athugasemdir við hönnun og litaval sem gerir sjónskertum líka erfitt fyrir. „Víða er allt gráleitt og lítill munur á gólfefnum og öðru slíku." Aukinheldur segir Bergvin skorta sérstaka námsaðstöðu, eða herbergi, fyrir nemendur sem þurfa aðstoð. Blindir geti illa lært í lesstofum þar sem krafist sé þagnar, því þeir þurfi að hlusta á námsefni og tala. Í opnum rýmum sé síðan slíkt áreiti að erfitt geti verið að læra þar.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira