Enski boltinn

Rooney vildi ekki spila á miðjunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rooney á blaðamannafundi enska landsliðsins.
Rooney á blaðamannafundi enska landsliðsins. nordicphotos/getty
Wayne Rooney, leikmaður enska landsliðsins og Manchester United, hefur nú tjáð sig opinberlega um óánægju hans hjá United á síðustu leiktíð.

Rooney er greinilega ekki sáttur við fyrrum stjóra sinn Sir Alex Ferguson fyrir að spila honum á miðjunni, í staðinn fyrir að nota hann framar á vellinum þar sem honum líður betur.

„Það sést greinilega að mér líður vel núna og ég er að spila vel,“ sagði Rooney.

„Moyes er að nota mig framarlega á vellinum og þar líður mér best. Ég stóð mig ávallt vel á miðjunni en ég framherji og þar á ég heima. Ég var oft á tíðum frekar vonsvikinn á síðustu leiktíð og það hefur líklega haft áhrif á leik minn.“

„Það vissu allir hjá félaginu hvar ég vildi spila. Kannski færi ég mig á miðjuna þegar ég er orðin aðeins eldri og hef misst einhvern hraða.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×