Fótbolti

Óbreytt miðaverð á umspilsleikinn

Stuðningsmenn Íslands þurfa ekki að borga hærra verð fyrir umspilsleikinn.
Stuðningsmenn Íslands þurfa ekki að borga hærra verð fyrir umspilsleikinn. mynd/vilhelm
Miðaverð verður ekki hækkað á umspilsleik Íslands um laust sæti á HM en leikurinn fer fram í næsta mánuði.

Þetta staðfesti Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, við fótbolta.net í dag.

Mikil ásókn verður klárlega í miða á leikinn en Laugardalsvöllur rúmar 9.700 áhorfendur í sæti.

Miðaverð á leiki landsliðsins hefur verið frá 1.500 kr. upp í 3.500 kr. og það verð mun haldast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×