Hefur talað inn í samtímann í 150 ár 22. nóvember 2013 11:00 "Verne er stundum kallaður fyrsti vísindaskáldsöguhöfundurinn og í mínum huga er þetta sígilt ævintýri,“ segir Friðrik. Fréttablaðið/Daníel Ferðin að miðju jarðar eftir Jules Verne er betur þekkt á Íslandi sem Leyndardómar Snæfellsjökuls, en sú útgáfa brá í ýmsu út af frumtextanum. Friðrik Rafnsson hefur þýtt bókina upp á nýtt og segir hana tala beint inn í okkar samtíma. „Ég komst að því fyrir nokkrum árum að íslenska þýðingin frá 1944 er greinilega ekki þýdd úr frummálinu og er þar að auki endursögð og bætt við köflum í hana sem ekki eru í frumútgáfunni,“ segir Friðrik Rafnsson, þýðandi Ferðarinnar að miðju jarðar eftir Jules Verne, um ástæðu þess að hann réðst í að þýða bókina. „Það var reyndar algengt á þeim tíma að þýðingar væru ekki teknar eins alvarlega og nú er gert, en mér fannst samt ástæða til að þessi bók væri til í íslenskri þýðingu sem væri trú frumtextanum.“ Friðrik viðurkennir að hann hafi lengi haft dálitla fordóma gagnvart verkum Vernes, en hann hafi komist að því þegar hann lagðist í lestur þeirra að mun meira væri spunnið í textann en hann hafi haldið. „Ég fór að glíma við að þýða hann og fannst það svo skemmtilegt að ég ákvað að klára það.“ Talar þessi bók ekki beint inn í þá fantasíubylgju sem nú tröllríður bókaútgáfunni? „Jú, Verne er stundum kallaður fyrsti vísindaskáldsöguhöfundurinn og í mínum huga er þetta sígilt ævintýri fyrir fólk á öllum aldri. Vissulega talar sagan inn í samtímann en hún hefur gert það á ýmsum tímum. Það eru 150 ár síðan hún kom út og hún virðist hafa talað til ansi margra allan þann tíma. Hefur til dæmis verið þýdd tíu sinnum á ensku og hefur öðlast þetta sígildi sem góð listaverk hafa.“ Nú hafa verið gerðar tvær kvikmyndir eftir sögunni, halda þær sig við söguþráð Vernes? „Nei, eins og gengur og gerist í kvikmyndaaðlögun skáldverka þá bregða þær töluvert út af honum. Það er einmitt skemmtilegt að bera saman kvikmyndarnar og frumtextann og ég hafði mjög gaman af því að sjá þær kunnandi bókina nánast utan að.“ Friðrik hefur lagst í rannsóknir á viðtökum bókarinnar og segist hafa komist að ýmsu merkilegu. „Það er til dæmis athyglisvert að Frakkar setja Verne algjörlega á stall með Flaubert, Hugo, Balzac og öðrum höfuðskáldum sínum en Bretar og Bandaríkjamenn líta frekar á hann sem barnabóka- og ævintýrahöfund. Það er dálítið merkilegt að sjá þennan menningarmun og það væri gaman ef við hér gætum farið að flokka Verne sem höfund fyrir alla aldurshópa, enda hugsar hann bækur sínar sem fræðandi skemmtilestur fyrir alla.“ Ætlarðu að halda áfram að þýða verk Vernes? „Það fer nú töluvert eftir því hvernig viðtökur þessarar bókar verða en það væri vissulega gaman að gera það ef vel gengur.“ Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ferðin að miðju jarðar eftir Jules Verne er betur þekkt á Íslandi sem Leyndardómar Snæfellsjökuls, en sú útgáfa brá í ýmsu út af frumtextanum. Friðrik Rafnsson hefur þýtt bókina upp á nýtt og segir hana tala beint inn í okkar samtíma. „Ég komst að því fyrir nokkrum árum að íslenska þýðingin frá 1944 er greinilega ekki þýdd úr frummálinu og er þar að auki endursögð og bætt við köflum í hana sem ekki eru í frumútgáfunni,“ segir Friðrik Rafnsson, þýðandi Ferðarinnar að miðju jarðar eftir Jules Verne, um ástæðu þess að hann réðst í að þýða bókina. „Það var reyndar algengt á þeim tíma að þýðingar væru ekki teknar eins alvarlega og nú er gert, en mér fannst samt ástæða til að þessi bók væri til í íslenskri þýðingu sem væri trú frumtextanum.“ Friðrik viðurkennir að hann hafi lengi haft dálitla fordóma gagnvart verkum Vernes, en hann hafi komist að því þegar hann lagðist í lestur þeirra að mun meira væri spunnið í textann en hann hafi haldið. „Ég fór að glíma við að þýða hann og fannst það svo skemmtilegt að ég ákvað að klára það.“ Talar þessi bók ekki beint inn í þá fantasíubylgju sem nú tröllríður bókaútgáfunni? „Jú, Verne er stundum kallaður fyrsti vísindaskáldsöguhöfundurinn og í mínum huga er þetta sígilt ævintýri fyrir fólk á öllum aldri. Vissulega talar sagan inn í samtímann en hún hefur gert það á ýmsum tímum. Það eru 150 ár síðan hún kom út og hún virðist hafa talað til ansi margra allan þann tíma. Hefur til dæmis verið þýdd tíu sinnum á ensku og hefur öðlast þetta sígildi sem góð listaverk hafa.“ Nú hafa verið gerðar tvær kvikmyndir eftir sögunni, halda þær sig við söguþráð Vernes? „Nei, eins og gengur og gerist í kvikmyndaaðlögun skáldverka þá bregða þær töluvert út af honum. Það er einmitt skemmtilegt að bera saman kvikmyndarnar og frumtextann og ég hafði mjög gaman af því að sjá þær kunnandi bókina nánast utan að.“ Friðrik hefur lagst í rannsóknir á viðtökum bókarinnar og segist hafa komist að ýmsu merkilegu. „Það er til dæmis athyglisvert að Frakkar setja Verne algjörlega á stall með Flaubert, Hugo, Balzac og öðrum höfuðskáldum sínum en Bretar og Bandaríkjamenn líta frekar á hann sem barnabóka- og ævintýrahöfund. Það er dálítið merkilegt að sjá þennan menningarmun og það væri gaman ef við hér gætum farið að flokka Verne sem höfund fyrir alla aldurshópa, enda hugsar hann bækur sínar sem fræðandi skemmtilestur fyrir alla.“ Ætlarðu að halda áfram að þýða verk Vernes? „Það fer nú töluvert eftir því hvernig viðtökur þessarar bókar verða en það væri vissulega gaman að gera það ef vel gengur.“
Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira