Enski boltinn

Southampton vann auðveldan sigur á Fulham

Southampton heldur áfram að koma skemmtilega á óvart í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er komið í þriðja sæti deildarinnar eftir öruggan 2-0 sigur á Fulham.

Það voru þeir Rickie Lambert og Jay Rodriguez sem skoruðu mörk Southampton í leiknum. Yfirburðir þeirra voru miklir í leiknum og sigurinn hefði hæglega getað orðið stærri.

Fulham kom ekki einu sinni skoti á markið. Liðið var hreinlega í vandræðum með að vinna boltann í leiknum.

Southampton er með átján stig eftir níu leiki. Fjórum stigum minna en topplið Arsenal.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×